Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 12
12 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
SÓLSETUR Í ÍRAK Íraskir drengir leika sér
í rennibraut í skemmtigarði nærri ánni
Tígris í Bagdad um sólsetursbil í gær.
Innan við 90 almennir borgarar voru
drepnir í nóvember, en það er einhver
lægsta dánartíðni í einum mánuði frá
innrás Bandaríkjamanna árið 2003.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
Ein gjöf sem
hentar öllum
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að
gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
39
89
1
RÚSSLAND Íslamistar sem berjast
gegn yfirráðum Rússa í Norður-
Kákasus hafa lýst ábyrgð sinni á
sprengjuárás sem var á föstudag
í síðustu viku. Árásin varð 26 far-
þegum að bana í Nevskí-hraðlest-
inni á leiðinni milli Moskvu og Pét-
ursborgar.
Tilkynning frá samtökunum og
leiðtoga þeirra, Doku Umarov frá
Tsjetsjeníu, hefur birtist á heima-
síðu þar sem segir að fleiri árás-
ir og skemmdarverk séu í undir-
búningi. Þeim verði haldið áfram
svo lengi sem hernámslið Rússa í
Kákasus haldi áfram að ofsækja
og drepa venjulega múslima vegna
trúar sinnar.
Á vefsíðu BBC segir að Umarov
hafi verið í hópi þeirra uppreisn-
armanna í Rússlandi sem yfirvöld
leggi mesta áherslu á að handsama.
Samtök hans, sem nefnast Muja-
heddin í Kákasus, berjist fyrir því
að hrekja Rússa frá Kákasus og
koma þar á íslömsku ríki.
Auk 26 farþega sem létu lífið í
hraðlestinni særðust um 100 manns.
Talið er að kröftugri heimagerðri
sprengju hafi verið komið fyrir í
lestinni.
Önnur sprenging, ekki jafn kraft-
mikil, sprakk við slysstaðinn á laug-
ardag. Að sögn rússneskra yfirvalda
særðist þá lögreglumaður sem var
við störf á vettvangi. - pg
Alls biðu tuttugu og sex bana í sprengjuárás á lest í Rússlandi og um eitt hundrað særðust:
Íslamistar gangast við mannskæðri árás
FÓRNARLAMB 26 létust og um 100 manns særðust í sprengjuárás á hraðlest í Rúss-
landi á föstudag í síðustu viku. Íslömsk hryðjuverkasamtök hafa lýst ábyrgð á hendur
sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
HAFNARFJÖRÐUR Hafnarfjarðarbær
hefur keypt fjórar fasteignir úr
þrotabúi Nýsis hf. fyrir um 3,8
milljarða króna. Áður leigði bær-
inn þessar byggingar og rekst-
ur þeirra af Nýsi. Kaupin og
lok leigusamnings við Nýsi mun
spara bænum gríðarlegar fjár-
hæðir, að sögn Lúðvíks Geirsson-
ar bæjarstjóra.
„Það voru sextán til sautján
ár eftir af þessum samningum,“
segir Lúðvík Geirsson. „Bara
hagræðingin af leigu- og rekstr-
arsamningunum er hátt í 200
milljónir króna á næsta ári. Þetta
er stórmál fyrir sveitarfélagið.“
Byggingar sem nú eru orðnar
eign bæjarins en Nýsir átti áður
eru skólahúsið í Lækjarskóla,
íþróttahús Lækjarskóla, Íþrótta-
miðstöðin Björk í Haukahrauni
og leikskólinn Álfasteinn á Hval-
eyrarholti. Nýsir og Hafnarfjörð-
ur sömdu um það árið 2001 að
Nýsir byggði þessi hús og annað-
ist rekstur þeirra í 25 ár gegn því
að bærinn greiddi leigu.
Nýsir varð hins vegar gjald-
þrota í október á þessu ári eftir
að tilraunir til að endurskipu-
leggja rekstur fyrirtækisins báru
engan árangur. Meðan þær til-
raunir stóðu yfir leysti bærinn til
sín rekstrarsamningana. Samn-
ingar um fasteignirnar náðust
svo nýlega. Landsbankinn fjár-
magnar kaupsamninginn fyrir
bæinn. Bankinn er einn stærsti
kröfuhafinn í þrotabú Nýsis.
Bæjarstjórinn segir að þessi
sparnaður sé langstærsti liðurinn
í þeirri hagræðingu sem bærinn
þurfi að ná fram vegna næsta árs.
Ekki sé ólíklegt að þarna náist
15-20 prósent af heildarhagræð-
ingu næsta árs. „Það segir okkur
hversu óhagstæðir þessir samn-
ingar voru á sínum tíma. Fram-
reiknað út samningstímann þýðir
þetta 1,5-2 milljarða í sparnað
fyrir bæinn. Að auki eigum við nú
byggingarnar,“ segir Lúðvík.
Enn eru í gildi einkafram-
kvæmdarsamningar sem Hafnar-
fjarðar bær gerði fyrir 2002 við
fyrirtækið Fjarðarhús um rekstur
tveggja leikskóla og eins grunn-
skóla í Hafnarfirði. „Við höfum
líka kallað eftir því að komast
yfir þá samninga,“ segir Lúðvík,
„en það hefur ekki náðst saman
um það.“ Samningarnir við Fjarð-
arhús eru hins vegar talsvert hag-
stæðari bænum en samningarnir
við Nýsi, segir Lúðvík.
peturg@frettabladid.is
Hagræða með millj-
arða kaupsamningi
Hafnarfjarðarbær hefur keypt fasteignir Lækjarskóla, tveggja íþróttahúsa og
leikskólans Álfasteins úr þrotabúi Nýsis. „Langstærsta hagræðingin,“ segir
bæjarstjóri. Hafnarfjarðarbær sparar allt að 200 milljónir króna á ári.
LÆKJARSKÓLI Hafnarfjarðarbær hefur nú eignast skólahús, tvö íþróttahús og leik-
skólabyggingu og sparar sér með því nær 200 milljónir króna á ári næstu 16-17 ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bara hagræðingin af
leigu- og rekstrarsamn-
ingunum er hátt í 200 milljónir
króna á næsta ári.
LÚÐVÍK GEIRSSON
BÆJARSTJÓRI HAFNARFJARÐAR
SJÁVARÚTVEGUR Á síðasta fiskveiði-
ári var fluttur út óunninn afli á
erlenda fiskmarkaði með veiði-
skipum og gámum að verðmæti
17,8 milljarðar króna. Verðmæti
útflutts óunnins afla jókst því
um 45,5 prósent á milli fiskveiði-
ára, eins og kemur fram í frétt
frá Fiskistofu. Þar hefur staða
íslensku krónunnar mest áhrif.
Útflutt magn jókst úr 56.548
tonnum í 59.349 tonn, eða fimm
prósent. Sé litið til heildar-
verðmæta frá fiskveiðiárinu
2006/2007 hefur verðmæti óunn-
ins útflutts afla aukist um 75 pró-
sent á meðan útflutt magn hefur
aukist um tæp nítján prósent. - shá
Útflutningur óunnins afla:
Verðmæti afla
eykst stórum
ÍSFISKUR Verðmæti útflutts fisk hefur
margfaldast á stuttum tíma.
Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi
hefur ákveðið að gefa kost á sér í
annað sætið á lista Samfylkingarinnar
í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórn-
arkosningar. Prófkjör flokksins fer
fram 30. janúar næstkomandi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Akur 50 ára
Trésmiðjan AKUR á Akranesi hélt
upp á 50 ára afmæli fyrirtækisins í
nóvember með veislu þar sem starfs-
fólk, eigendur og fyrrum stofnendur
fyrirtækisins fögnuðu tímamótunum.
Akur var stofnað árið 1959. Trésmiðj-
an Akur hlaut snemma á þessu ári
viðurkenningu um C-vottun Samtaka
iðnaðarins.
TÍMAMÓT
VIÐSKIPTI Heildarviðskipti með
hlutabréf í Kauphöllinni í síðasta
mánuði námu tæpum 1,9 milljörð-
um króna. Það jafngildir 91 millj-
ón króna á dag. Til samanburðar
nam veltan tæpum 1,7 milljörðum
króna í október, eða 76 milljónum
á dag.
Mest voru viðskipti með hluta-
bréf Marels í mánuðinum, eða
fyrir tæpa 1,5 milljarða króna.
Næstmestu viðskiptin voru með
hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins
Össurar, eða fyrir 321 milljón
króna.
Markaðsvirði skráðra félaga
nam 188 milljörðum króna í
nóvemberlok og var það fjögurra
prósenta hækkun á milli mán-
aða, samkvæmt tilkynningu frá
Kauphöllinni. - jab
Aukin velta með hlutabréf:
Mest verslað
með Marel
TÆKIN SKOÐUÐ Mest var verslað með
hlutabréf Marels og Össurar í Kauphöll-
inni í síðasta mánuði.
VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð
á gulli fór í 1.210 dali á únsu á
markaði í Bandaríkjunum í gær
og hefur það sjaldan verið hærra
í lok dags. Hæst fór það í 1.218
dali á únsu innan dags-
ins.
Verðið
hefur hækkað
nokkuð við-
stöðulítið síð-
ustu mánuði
og skýrist
af uppkaup-
um fjár-
festingasjóða
vestanhafs
á málminum
gyllta, að sögn Reuters. Frétta-
stofan bendir jafnframt á að ríkis-
stjórnir víða um heim hafi birgt
sig upp af gulli, svo sem stjórn-
völd á Srí Lanka og Indlandi, sem
hafa keypt gullið úr eignasafni
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. - jab
Gullverð á ný í methæðum:
Ríkisstjórnir
birgja sig upp
Eiga í stríði við hafið
Feneyjar eiga í eilífu stríði við hafið
og eiga sjálfsagt ekki von á góðu
ef spár um hækkun heimshafanna
rætist. Milljörðum og aftur milljörð-
um hefur verið varið til þess að verja
borgina fyrir ágangi hafsins. Flóð eru
engu að síður algeng í borginni. Í
gær var hásjávað mjög og vatnsdýpi
í miðborginni var vel á annan metra.
Margar stórfenglegar byggingar eru
við Markúsartorgið og eftir hvert flóð
fara menn með öndina í hálsinum að
skoða hvort eitthvað hafi skemmst.
FENEYJAR