Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 16
16 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Álfelgur, vindskeiðar, mottur, palllok, toppbogar, krómlistar og margt fleira.
Úrval aukahluta fyrir Volkswagen Polo, Golf, Passat, Touareg og Tiguan, Skoda
Octavia og Fabia, Mitsubishi Pajero og L200.
Allt að 50% afsláttur. 100% vaxtalaus þjónustulán í boði.
Tilboðin gilda til 15. desember
Nú er rétti tíminn til að gera bílinn flottari
– Frábær tilboð á aukahlutum í desember
EFNAHAGSMÁL Verkefnaskortur inn-
anlands og samdráttur í viðskipta-
löndum okkar gerir að erfiðlega
gengur að koma í verð vinnuvél-
um og ökutækjum sem fjármögn-
unarfyrirtæki hafa þurft að leysa
til sín.
„Við erum ekkert að senda út
úr landinu eins og er,“ segir Guð-
rún S. Björnsdóttir, markaðsstjóri
Lýsingar. „Markaðirnir í Evrópu
hafa dregist saman og þar með
eftirspurnin og verð er eftir því,“
segir hún en kveðst þó vonast til
að sem fyrst megi koma einhverj-
um af þessum tækjum í verð.
„Þetta gerir engum greiða þarna
á hafnarbakkanum.“
Guðrún segir erfitt að segja
til um þróunina í því hvort fyr-
irtækið þurfi að leysa mikið til
sín til viðbótar af farartækjum
eða vinnuvélum. „Það hafa ekki
verið neinar sveiflur í þessu og
allt frá hruni reynt að koma til
móts við fólk eftir megni, svo sem
með frystingu lána og frestunum.
Það hjálpar mjög mörgun, en því
miður eru það verstu dæmin sem
lenda í þessu.“
Þá segir Guðrún ekki útlit fyrir
að mikil hreyfing komist á mark-
að með vinnuvélar í bráð. „Meðan
verkefni eru fá er lítil þörf fyrir
tækin,“ segir hún en kveður um
leið nokkra hreyfingu á markaði
með notaða bíla.
Kjartan Georg Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SP-fjármögn-
unar, hefur líka orð á skorti á
markaði fyrir notaðar vinnuvél-
ar og þar hjálpi ekki til að ríkið sé
hætt að bjóða út ný verkefni. Ein-
hver markaður sé þó til staðar í
Evrópu. „Það selst alltaf, en samt
aldrei á nógu háu verði til að dugi
fyrir skuldinni, því markaðurinn
er slæmur úti líka,“ segir hann.
Kjartan kveðst hins vegar von-
ast til þess að mesti skaflinn sé að
baki í að taka tæki til baka. Hann
segir þó að nokkrar sveiflur geti
verið í þeim málum, svo sem ef
taka þurfi tæki hjá stórum verk-
tökum líkt og nýverið hafi gerst.
olikr@frettabladid.is
NOTAÐIR BÍLAR Séð yfir bíla í eigu SP-fjármögnunar við Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn
framkvæmdastjóra SP notar fyrirtækið svæðið til geymslu og því er ekki hægt að gefa
sér að tæki þar séu öll á leið úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vinnuvélarnar gera engum
gagn á hafnarbakkanum
Lítill markaður er fyrir bíla og tæki sem fjármögnunarfyrirtæki hafa tekið af kaupendum í greiðsluþroti.
Bílar og vinnuvélar hrannast upp á geymslusvæðum. Einhver hreyfing er þó á markaði með notaða bíla.
VINNUTÆKI Í HRÖNNUM Á geymslusvæði Lýsingar við Hafnarfjarðarhöfn getur að
líta fjölmarga vörubíla og ótal gröfur sem bíða þess að hægt verði að koma þeim í
verð. Í flestum tilvikum er um að ræða tæki sem fyrirtækið hefur þurft að leysa til sín
vegna greiðsluvandræða kaupenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UPPLÝSINGATÆKNI „Á þessu ári
hefur gengið vel að gera heim-
inn bæði opnari og tengdari. Með
ykkar hjálp hafa nú yfir 350 millj-
ónir manna tengst Facebook,“
segir Mark Zuckerberg, stofnandi
og forstjóri Facebook, í opnu bréfi
til notenda sem birt var á vefnum
í gær.
Fram kemur að með auknum
fjölda notenda hafi eðli vefsins
breyst og tími sé kominn á breyting-
ar á uppbyggingu hans. Samskipta-
vefurinn er fimm ára gamall.
Hann segir að aðgangsstýringar
þær sem Facebook-vefurinn noti
nú snúist um svokölluð „tengsla-
net“ (e. networks) sem séu umgjörð
fyrir vinnustaði, skóla eða jafn-
vel heilu þjóðríkin. „Þetta gafst
vel þegar flestir notendur Face-
book voru í hópi háskólanema,“
segir Zuckerberg, en bætir um
leið við að þegar komin séu millj-
ónatengslanet sé virkni þeirra til
aðgangsstýringar takmörkuð.
Zuckerberg upplýsir að til standi
að fjarlægja svæðisbundin tengsla-
net og koma á einfaldari leiðum
þar sem notendur ákveði hvaða
efni hver tengslahópur þeirra fái
að sjá, vinir, vinir vina eða allir. Þá
fái notendur betri tæki til að stýra
því hverjir fái augum litið stakar
færslur sem þeir setji á netið.
Hann varar notendur við því
að á næstu vikum kunni þeir að
þurfa að uppfæra stillingar fyrir
aðgangsstýringu síðna sinna. - óká
Í DAVOS Mark Zuckerberg, stofnandi og
forstjóri bandaríska samskiptavefsins
Facebook, sést hér á fundi í Davos í
Sviss snemma á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Opið bréf frá Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Facebook:
Fjöldi notenda yfir 350 milljónum
FÍLAPÓLÓ Kristján Edwards, fæddur á
Íslandi en uppalinn í Nepal, liðsmaður
Tiger Tops Tusker (til hægri) slæst um
boltann við James Manclark í liði Angus
Energy á 28. alþjóðlega fílapólómótinu í
Bardiya í Nepal í gær. Lið Kristjáns vann
leikinn, 6-3. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PERÚ Frétt sem fór eins og eldur
í sinu um heimsbyggðina fyrir
fyrir tveimur vikum, um að
glæpaklíka í Perú hefði myrt
fjölda manns og selt fitu fórnar-
lamba sinna til sápugerðar, var
uppspuni frá rótum. Þetta kemur
fram á vef BBC.
Felix Murga lögregluforingi
greindi þá frá því að lögreglusveit
hans hefði handtekið fjóra menn
sem væru grunaðir um að myrða
allt að sextíu manns. Þeir hefðu
selt fitu fórnarlambanna vestræn-
um snyrtifyrirtækjum til sápu-
gerðar fyrir 1.000 dali á lítrann.
Vísindamenn véfengdu fréttina
og sögðu að fita manna væri verð-
laus með öllu. Engar sannanir
hafa fundist sem styðja ásakanir
Murga gegn fjórmenningunum.
Í gær vék ríkislögreglustjóri
honum frá störfum fyrir að sverta
orðspor lögreglunnar. - pg
Lögregla staðin að lygum:
Fréttir um fitu-
morð í Perú
voru uppspuni
SJÁVARÚTVEGUR ESB, Færeyjar
og Noregur hafa nú boðið Íslandi
til viðræðna um heildarstjórnun
makrílveiða í Norðaustur-Atlants-
hafi í mars 2010. Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, hefur þekkst boðið. Öll
strandríkin eru sammála um nauð-
syn sameiginlegrar stjórnunar
veiða úr þessum mikilvæga stofni.
Jón Bjarnason gaf nýlega út
reglugerð sem heimilar einhliða
veiðar íslenskra skipa á 130.000
tonnum af makríl á árinu 2010.
Á fundinum verður rætt um
aflahámark, skiptingu afla,
aðgang að lögsögu, vísindasam-
starf og eftirlit með veiðum. - shá
Þíða í makríldeilu:
Íslendingar loks
að borðinu
VINNUMARKAÐUR Alþýðusamband
Íslands (ASÍ) hefur þungar
áhyggjur af umfangi skattahækk-
ana sem sé mun meira en boðað
var við gerð stöðugleikasáttmál-
ans. Þetta kemur fram í ályktun
miðstjórnar ASÍ sem birt var í
gær.
Í ályktuninni segir að mikilvægt
sé að breytingar á sköttum ein-
staklinga verði með þeim hætti
að þeim tekjulægstu verði hlíft
sem kostur er. Stjórnin mótmælir
jafnframt boðuðum breytingum á
skattlagningu tekna sjómanna og
bendir á að við gerð stöðugleika-
sáttmálans í vor hafi því verið
heitið að ekki yrði gripið til
aðgerða sem hefðu bein áhrif á
innihald kjarasamninga. - jab
ASÍ mótmælir skattahækkun:
Vilja hlífa þeim
tekjulægstu