Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 18
18 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fjölmörg orðatiltæki í íslensku má rekja til taflmennsku. Þeir sem taka áhættu eru gjarnan sagðir tefla í tvísýnu en jafnvel þá getur komið upp pattstaða. Menn skáka gjarnan í einhverju skjóli til að réttlæta sig, eða skáka jafnvel í hróksvaldi ef þeir telja stöðu sína efni til mikilmennsku, en það bætir ekki endilega úr skák. Þá er ótalin sú iðja að tefla við páfann. Alþekkt er orðtakið að vera hrókur alls fagnaðar, en einnig eru kunn afbrigðin að vera hrókur allrar skynsemi og að vera hrókur alls fróðleiks, þótt þau séu fátíðari. - mt Nú stendur mikið til hjá starfsmönnum handverk- stæðisins Ásgarðs. Þeir hafa aldeilis þurft að spýta í lófana síðustu daga, enda árlegur jólamarkaður á næsta leiti og þá seljast list- munirnir þeirra í bílförm- um – eða þar um bil. „Við erum alltaf í jólaskapi allt árið,“ segir Óskar Albertsson, tals- maður Ásgarðs, handverkstæðis fyrir fólk með þroskahömlun sem hefur verið starfrækt í Álafoss- kvosinni í Mosfellsbæ í sextán ár. Óskar hefur unnið í Ásgarði í heil sextán ár og sér nú um matreiðslu ofan í mannskapinn, auk þess að vera sérlegur markaðsstjóri og upplýsingafulltrúi. Í Ásgarði eru framleiddir list- munir og leikföng, einkum úr tré en einnig beinum, hornum, málmi, steinum og öðru hráefni. Á laugardaginn heldur Ásgarður sinn árlega jólamarkað í kvosinni, sem hefur verið vel sóttur undan- farin ár. Þar gefst gestum tæki- færi til að skoða aðstæður, kaupa framleiðsluna og hlýða á KK leika ljúfa tóna í matsalnum á meðan þeir gæða sér á kaffi og með því. Og í aðdraganda jólamarkaðar- ins er ætíð líf og fjör í Ásgarði. Þá þarf að smíða, pússa, púsla, líma og mála sem aldrei fyrr því salan rýkur jú upp úr öllu valdi. Gripirn- ir njóta enda sívaxandi vinsælda, bæði listmunirnir sem barnaleik- föngin. Leikföngin eru framleidd af mikilli natni og þess gætt að börn geti ekki farið sér að voða við leikinn, þau eru vel slípuð og aldrei máluð nema með náttúru- legri málningu sem er algjörlega skaðlaus jafnvel þótt hún rati upp í munn. „Þetta flýgur út eins og elding. Það er engin kreppa hjá okkur,“ segir Óskar. Og Gísli Þór Tryggva- son, verkstjóri á smíðaverkstæð- inu í bröggunum skammt hjá, segir starfsmenn hafa verið hörkudug- lega upp á síðkastið. „Það er búið að vera mikil stemning síðan um síðustu helgi þegar við vorum að selja í Kringlunni og það hefur verið rosalegur kraftur og dugn- aður í þeim að framleiða fyrir markaðinn,“ segir Gísli. Á smíðaverkstæðinu fá aðeins verkstjórar og útvaldir starfs- menn að vinna við stórvirkari vél- arnar, en hinir sinna handavinn- unni og því mikilvægasta af öllu: hugmyndavinnunni. Þannig er hver viðardrumbur grandskoðað- ur og starfsfólk kemur síðan með hugmyndir að því hvers konar grip má smíða úr honum. Í listasmiðjunni svokölluðu eru svo starfsmenn sem kæra sig ekki um stöðugan vélagnýinn í tré- smiðjunni og sinna þar léttara handverki. Í Ásgarði starfa um 40 manns, nokkrir verkstjórar og stór hópur fólks með þroskahömlun sem ýmist vinnur allan daginn eða bara hálf- an eftir getu og áhuga. Unnið er alla daga nema föstudaga, þegar starfsmenn funda saman á léttum nótum fram að hádegi. Verslunin á staðnum er jafnframt opin alla daga. Jólamarkaður laugardags- ins hefst á hádegi á og stendur til fimm. KK treður upp klukkan tvö. stigur@frettabladid.is Við erum í jólaskapi allt árið Í TRÉSMIÐJUNNI Allt iðaði af lífi í trésmiðju Ásgarðs þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Ingþór, sem er fremstur á myndinni, var í óða önn að fínpússa íhluti í leikfangalest, og Steingrímur, sem situr við hlið hans, lá ekki á liði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AÐALMAÐURINN Óskar Albertsson hefur unnið í Ásgarði í sextán ár, eða frá upphafi, og hefur með sannfæringarkrafti sínum fengið marga listamenn til að troða upp á vinnustaðnum. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Ég er nú orðin gömul og lítill þátttakandi í þjóðfélaginu,“ segir Vilborg Dagbjarts- dóttir rithöfundur, innt eftir tíðindum rétt áður en hún stakk sér til sunds í Neslaug- inni á Seltjarnarnesi. „Kreppan hefur fengið lítið á mig þannig séð og ég finn ekki fyrir samviskubiti út af þessu öllu saman. En ég verð að segja að ég treysti þeim Jóhönnu og Steingrími til að velja réttu kostina.“ Vilborg er fædd árið 1930, á krepputímum, og þekkir á eigin skinni að öll él styttir upp að lokum. „Það hlýtur að koma að því, mér finnst líklegt að við förum að rétta úr kútnum með hækkandi sól. Ég held við verðum líka að vera dugleg að minna okkur á hvaða tækifæri felast í ástandinu, til dæmis á landsbyggðinni. Hún hefur alltaf verið arðrænd í gegnum tíðina en nú gæti hún aftur á móti sótt í sig veðrið aftur. En ég er alls ekki svartsýn, þvert á móti, það kemur að því að við náum okkur upp úr þessu.“ Vilborg tekur lífinu með ró, að eigin sögn. Hún býr ein í mið- bænum og er ekki að gera mikla rellu út af jólaundirbúningnum. „Það er nú lítið að undirbúa. Ég er búin að kaupa öll jólakortin, meira er það nú varla. Jólin hafa aldrei verið kauphátíð í mínum huga, heldur fyrst og fremst heilög hátíð ljóss og friðar þar sem við eigum að huga að andanum frekar en efninu.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Hef fulla trú á Jóhönnu og Steingrími Er þér stætt á því? „Ég stend fast á því að ég hafi staðið við þetta.“ ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR FORMAÐUR LEIKSKÓLARÁÐS SKRIF- AÐI BRÉF Í BYRJUN MAÍ OG SAGÐIST ÆTLA AÐ VERJA GJALDSKRÁR, SEM HÚN SVO HÆKKAÐI Í SAMA MÁNUÐI. Fréttablaðið, 2. desember Guð blessi Ísland II „Ja, ég segi nú bara Guð blessi okkur ef þetta tekst ekki.“ JÓN GUNNAR OTTÓSSON, FOR- STJÓRI NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR ÍSLANDS, HEFUR ÁHYGGJUR AF ÚTBREIÐSLU LÚPÍNUNNAR. Fréttablaðið, 2. desember TUNGUTAK Skáktafl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.