Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 24
24 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna „Ég luma á einu góðu húsráði, að setja sykurmola ofan í skúffu hjá silfurborðbúnað- inum. Sykurmolinn kemur í veg fyrir að það falli á silfrið,“ segir Henry Alexander Henrysson heimspekingur sem er feginn því að þurfa ekki að verja löngum stundum við það að pússa silfurskeiðarnar. „Ráðið virkar hins vegar ekki fyrir verðlaunabikara og minnismerki úr silfri sem eru uppi við, sykurinn og silfrið þurfa að vera saman í lokaðri hirslu til að molinn virki sem vörn gegn áfalli á silfur.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SYKURMOLI MEÐ SILFRINU ■ Henry Alexander Henrysson heimspekingur leggur sykurmola hjá silfurborðbúnaðinum Verð á haframjöli Síðustu 20 ár hefur kílóverð á haframjöli tvöfaldast sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Heimilisfjármálavefurinn meniga.is er einfaldur í notkun og gagnlegur að sögn Georgs Lúðvíkssonar, sem segir notendur geta sparað tugþúsundir árlega. „Við munum hjálpa fólki að spara tugi þúsunda á ári, sem eru góðar fréttir þegar álögur eru að hækka og kaupmáttur minnkar,“ segir Georg Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Meniga, heimilis- fjármálavefjar sem nýverið fór í loftið. Vefurinn er ólíkur heim- ilisbókhalds- forritum sem margir þekkja að því leytinu til að notendur þurfa ekki að slá inn tölur um neyslu heldur sækir vefurinn allar færslur af greiðslukortum og bankareikningum og setur sjálfkrafa upp fjárhagsáætl- un byggða á útgjöldum síðustu mánaða. Notendur geta þannig með einföldum hætti fylgst með útgjöldum, tekjum og stöðu heim- ilisfjármála, og eru þau sett upp á myndrænan hátt. Neyslumynstur notandans er einnig greint og forritið bendir notanda þannig á hagstæð tilboð í þeim verslunum sem viðkomandi verslar í og bendir enn fremur á hvar hægt sé að gera hagstæðari kaup á sömu vöru. Georg segir að með því að nýta sér ráð vefs- ins geti notendur sparað mikið fé árlega, jafnvel tugi þúsunda. Meniga leggur áherslu á að öryggi og persónuverndar not- enda sé gætt í hvívetna og ekki sé hægt að rekja upplýsingar frá vefnum til notanda. Vefurinn er hugarsmíð Georgs, sem kynnst hefur sambærilegum vefjum í Bandaríkjunum og er reyndar sjálfur mjög duglegur að færa heimilisbókhald og getur að eigin sögn gert grein fyrir hverri einustu krónu sem hann hefur eytt undanfarin tíu ár. Georg hefur unnið hjá ýmsum sprota- fyrirtækjum, var til dæmis einn af stofnendum hlutabréfavefsins Updown. Ásamt honum eiga þeir Viggó Ásgeirsson og Ásgeir Örn Ásgeirsson fyrirtækið en þeir unnu báðir hjá Landsbankanum. Eigendurnir eru farnir að huga að því að fá utanaðkomandi fjár- magn til rekstursins, auk þess sem auglýsingar verða seldar inn á vef- inn í framtíðinni. Þess verður þó gætt að skilja þær að frá ráðlegg- ingum um bestu kaup og tilboð. Meniga er í samstarfi við Íslandsbanka um þróun vefs- ins og fyrst um sinn er hann eingöngu fyrir viðskiptavini bankans. Stefnt er að því að viðskiptavinir annarra banka geti nýtt sér hann í náinni framtíð. Markið er sett hátt með vef- inn en ætlunin er að mark- aðssetja hann í Evrópu og er þá einkum horft til Norður- landanna og þýskumælandi landa. sigridur@frettabladid.is Heimilisbókhaldið gert skemmtilegt og fræðandi GEORG LÚÐVÍKSSON Meniga býður notendum upp á fjölmarga skemmtilega möguleika til að bera saman neyslu sína og annarra. Notandi getur borið saman sinn kostnað af bíla- tryggingum og kostnað meðal- mannsins. Hann getur líka borið saman sína neyslu við neyslu annarra í hverfinu sem eru með sambærilegar tekjur og jafn mörg börn. Samanburðurinn getur að sögn Georgs auðveldað raunhæf markmið í eyðslu og til dæmis hvatt notanda til þess að leita eftir hagstæðari samningum við trygg- ingafyrirtæki ef samanburðartölur eru óhagstæðar. Auk þess að geta skoðað neyslu heimilisins á meniga.is geta notendur lesið ýmsan fróðleik og sparnaðarráð. Dæmi um vinsæl sparnaðarráð á síðunni núna eru: ■ Vendu þig á að drekka vatn yfir daginn í stað gosdrykkja, kaffis og vatns. Það er hollara og ódýrara. ■ Bíddu í viku ef þig langar til að kaupa eitthvað dýrt. Líklegra en ekki er að löngunin sé horfin viku síðar. ■ Flestir nota of mikið þvottaefni, í flestum tilfellum dugar ein skeið. LÆRDÓMSRÍKUR SAMANBURÐUR GRAFÍSK FRAMSETNING Margir hefðu ugglaust gaman af því að sjá útgjöld sín sett fram í skífuriti. MATUR ER MANNSINS MEGIN Hægt er að spara í innkaupum með því að kaupa sambærilega vöru í ódýrari verslun. 1989 1999 2009 152 179 306Kr ón ur HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Gæða vetrardekk fyrir alla bíla Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 „Eitt atvik situr alltaf í mér sem ég tel að sé bæði bestu og verstu kaupin sem ég hef gert,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta tengist fyrstu íbúðinni sem ég keypti mér þegar ég var ungur maður. Þegar ég fékk íbúðina afhenta virkaði ekki neitt í henni sem virka átti. Rafmagn- ið var allt í lamasessi og þegar ég komst loksins inn í íbúðina vall skólp- ið upp úr niðurfallinu í þvottahúsinu. Það kom í ljós að frárennslislögnin undir íbúðinni var í sundur og það þurfti að byrja á því að brjóta upp allt gólfið í íbúðinni, moka upp drull- unni og skipta um allar lagnir.“ Að þessu loknu var íbúðin í rúst, segir Reynir, og án allra innréttinga og gólfefna. Þá vildi svo heppilega til að hann sá auglýst nauð- ungaruppboð á eignum trésmiðju, sem meðal annars hafði höndlað með innréttingar. Hann keypti því heilan fjörutíu feta gám af innrétting- arefni á 75 þúsund krónur. Í honum var nóg af innréttingum fyrir heimilið, auk þess sem hann gat selt afganginn og komið út í plús. „Og það voru í raun mín bestu kaup,“ segir Reynir. Þar fyrir utan fékk hann uppsetninguna á innréttingunum ókeypis gegn því að leyfa manni að hafa tímabundin afnot af íbúðinni og gat svo selt íbúðina nokkru síðar og hagnast ágætlega á því. „Þetta er í raun klassískt dæmi um að neyðin kennir naktri konu að spinna,“ segir Reynir. NEYTANDINN: REYNIR JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI STRÆTÓ Græddi að lokum á ónýtri íbúð Samkeppnisaðilar í sölu á taubleyjum munu taka höndum saman og kynna fyrir foreldrum umhverfisvæna og hagkvæma leið í bleyjuinnkaupum á réttnefndum taubleyjumarkaði í húsakynnum Manns lifandi í Borgar- túni á laugardag. Á einum stað verður hægt að kynna sér landsins mesta úrval af taubleium, kaupa þær og fá leiðbein- ingar um notkun. Markaðurinn hefst klukkan 11 og lýkur honum klukkan 16. ■ Sparnaður fyrir heimilin Umhverfisvænt samstarf Tónlistarmaðurinn KK verður uppboðs- haldari hjá Góða hirðinum í Fellsmúla í Reykjavík á morgun klukkan 16.30. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til góðgerðamála. Á meðal þess sem boðið verður upp er upptrekt járnbrautarlest sem talin er frá fjórða eða sjötta ára- tugnum, bækurnar Atómstöðin og Paradísarheimt eftir Halldór Laxness og Jón Arason á dönsku eftir Gunnar Gunnarsson. Allar bækurnar eru með áritun höfundanna. Þá verða jafnframt boðnar upp bækurnar Mannssonurinn með eiginhandaráritun höfundar, Eintak, Album eftir Wilhelm Busch árituð af Jóni Leifs tónskáldi með kveðju, vatnslita- mynd eftir Ragnar Lár frá 1965 og fallandi lauf frá Bing og Gröndal. ■ Uppboð í Góða hirðinum Áritaðar bækur eftir Laxness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.