Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 30
30 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arn- fríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskars- dóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um íslenskt samfélag Margt bendir til þess að sam-félagið sé smám saman að síga í gamla farið. Lítil merki þess sjást að harkan milli hópa minnki, heldur haldi sig sem fyrr í gamalkunnum skotgröfum. Það vantar rúm fyrir spurningar um grundvallaratriði. Ætluðum við ekki að breyta ein- hverju? Ætlum við að hafa „nýja“ Ísland eins? Var hugmyndin sú að reka þá stefnu áfram að fólk þurfi að eiga sínar íbúðir? Ætlum við að hafa þrjá stóra banka? Sextíu og þrjá þingmenn? Fjórflokkinn? Flokks- ræði? Óglögg skil á milli dóms- valds, framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds? Forseta? Sex háskóla? Óburgðuga landsbyggð? Krónu? Óbreytta stjórnarskrá? Klíkuskap? Kunningjaveldi? Lokaðar nefndir? Stjórnsýslu með þöggunaráráttu? Veika fjölmiðla? Ójafnræði í laun- um? Sá ótti læðist að okkur að upp sé að rísa það sama Ísland og var. Í samfélögum þróast fastur valda- strúktúr sem breytist oftast aðeins á löngum tíma. Breytingar sem verða við hrun ganga aftur á móti fjótt til baka. Hvernig mótast grunngildi? Augljóst er að margir íbúar þessa lands óska þess að góð og jákvæð grunngildi eins og heiðarleiki, jafn- rétti, virðing, ábyrgð, kærleikur, réttlæti, sjálfbærni, frelsi og lýð- ræði móti okkur . Óskin er sú að þau stjórni ferð okkar í ríkari mæli en áður. Þau gildi verði sett á stall í stað óheiðarleika, virðingarleysis, ójafnaðar, hörku, klíkuskapar, mis- réttis og græðgi. Fyrrnefnd gildi voru öll í hávegum höfð á þjóðfund- inum sem haldinn var í Laugardals- höll fyrir skömmu og endurspegla sennilega vonir og þrár þjóðarinnar. Vandinn er aftur á móti sá að grunn- gildi er ekki hægt að velja eins og vörur í Stórmarkaði. Grunngildi safnast í sarpinn á löngum tíma. Þjóðir, einstaklingar og fjölskyldur tína þau upp á langri leið. Þau flytj- ast frá einni kynslóð til annarrar með frásögum, ævintýrum, trúar- bókmenntum eða beinni fræðslu en síðast en ekki síst með iðkun þeirra. Börn horfa á atferli mæðra sinna og feðra, nema af þeim, gildin verða inngróin, móta allt lífið og í ljósi þeirra velja þau leiðir á ögurstund- um. Grunngildi skipta mestu máli þegar í harðbakkann slær. Stundum kemst los á hefðbundin gildi. Það getur orðið þegar mikil breyting verður í umhverfi, flutn- ingur úr sveit í borg, við skyndi- legt ríkidæmi eða hrap til fátækt- ar. Los kemst á þegar skil verða milli kynslóða. Eitthvað þessu líkt hefur gerst hjá okkur. Óþarfi er að tala um algjört niðurbrot gilda. Hafi heiðarleiki, jöfnuður, virðing og ábyrgð verið aðalsmerki okkar áður fyrr verður að játast að þessi gildi og önnur álíka hafa að undan- förnu ekki sett eins mikinn svip á okkur sem þjóð og æskilegt væri. Ójöfnuður komst á í þjóðfélaginu og þótti sjálfsagður, harka, klíkuskap- ur, virðingarleysi og græðgi hafa verið áberandi. Hér þarf meira að koma til en að breyta stjórnarskrá, fækka bönk- um eða styrkja fjölmiðla, þó að við ættum að gera allt þetta og miklu fleira. Við komum aðeins á breyt- ingum með því að temja okkur smátt og smátt hin góðu gildi. Við þurfum að láta þau setja svip á líf okkar, með því að kenna börnum okkar með sögum og ævintýrum hvernig gott er að lifa og með því að fara fram með góðu fordæmi. Við þurfum að kenna þeim að setja sig í spor annarra, að bera virðingu fyrir hvort öðru og fyrir fullorðnum – með því t.d. að segja þeim dæmi- sögur um hve illa fer fyrir þeim sem ljúga, svíkja og stela. Á löng- um tíma, hægt og hægt, smátt og smátt geta vaxið upp kynslóðir sem bera af okkur í heiðarleika, jafn- réttishugun, kærleika og lýðræð- ishugsjón. Þetta er langtímaverk- efni, eilíft verkefni einstaklinga, fjölskyldna, þjóða, allra jarðarbúa. Þessi siðræna bylting þarf að eiga sér stað í foreldrahúsum, í skólum, í kirkjum og alls staðar þar sem ungviði kemur. Það þarf að vera viðfangsefni á fundum fullorðinna, viðfangsefni stjórnmálaflokka, lýð- ræðishreyfinga, trúfélaga, mann- úðarfélaga og kjörinna fulltrúa á löggjafarþingi. Þjóðkjörnir fulltrú- ar ættu að skammast til að hætta nú þegar þrasi og þrætum, ávirð- ingum og dylgjum og fara að tala saman svo sómi væri að. Sam- ræðuhefð eins og hún hefur þróast í okkar lýðræðiskerfi er hvorki til fyrirmyndar eða sjálfsögð. Aðventan býður upp á val Nú fer aðventan í hönd, undirbún- ingstími jólahátíðarinnar. Er það ekki einmitt tíminn til að staldra við og spyrja: Hver eru þau gildi sem hafa dugað mér og mínum best til þessa? Hvernig get ég tryggt raunverulega hagsæld og andlega velferð til framtíðar – fyrir mig, þá sem mér eru kærir, þjóð mína, mannkyn allt. Hvernig vil ég mæta þeim sem standa höllum fæti, mínum minnstu systkinum nær og fjær. Hvernig vil ég vera? Hver er ég? Á hvaða leið er ég? Hvert vil ég fara? Höfundar eru guðfræðingar. Hvert viljum við fara? UMRÆÐAN Sigrún Bragadóttir skrifar um atvinnu- leysi Ég er að verða fertug og hef verið á vinnu- markaðnum í 20 ár. Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Ég útskrifaðist árið 2000 og hef unnið á tveimur vinnustöðum síðan. Ég hef mikla reynslu í eignastýringu fag- fjárfesta. Sjóðurinn sem ég stýrði var með eina af bestu ávöxtun á síð- asta ári. Ég hef unnið í bókhaldi frá því ég var í menntaskóla. Ég þekki merkingu fylgiskjala, afstemmingu og uppsetningu ársreikninga frá a- ö. Ég er harðdugleg og samvisku- söm. Líst ykkur ekki vel á mig? Jú kannski, en samt fæ ég hvergi vinnu. Ég hef verið frá vinnu í tæpa 6 mánuði, er komin á atvinnuleys- isbætur og var að fá útborgað kr. 96.589. Ég veit að ég er ein af 16.000 en það lætur mér ekkert líða betur. Ég hef gert allt sem mér dettur í hug til að næla mér í atvinnu. Ég er á skrá hjá atvinnumiðlunum, ég hef látið alla sem ég þekki vita að ég er að leita mér að vinnu. Ég hef sent upplýsingar um mig til starfs- mannastjóra fyrirtækja. Ég fylgist með atvinnuauglýsingum í blöðum og á netinu og hef sótt um a.m.k. 60 störf. Ég hef einu sinni komist í við- tal og síðan ekki söguna meir. Ég pantaði mér viðtal hjá Vinnumála- stofnun. Ég vildi fá aðstoð við að reyna enn betur. „Haltu áfram því sem þú ert að gera, ekki gefast upp.“ Nei, nei ég er ekkert að gefast upp en hvað get ég gert meira? Jú, ég hef boðið mig fram sem sjálfboða- liða hjá Rauða krossinum og ABC en þeir hafa ekki þegið aðstoð mína. Hvað ætla stjórnvöld að gera? Að semja um greiðsl- ur á Icesave reddar mér ekki vinnu. Að skerða fæð- ingarorlofsgreiðslur reddar mér ekki vinnu. Að herða reglur þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur reddar mér kannski vinnu. Ég má ekki afþakka boð um vinnu þá missi ég bæturnar. Ég vil bara segja það við hæstvirtan félagsmálaráðherra að ég mun ekki afþakka boð um vinnu. Ég menntaði mig og náði mér í starfsreynslu til þess að vera á vinnumarkaðnum. Verði mér boðið afgreiðslustarf, skúringastarf eða annað þjónustustarf mun ég segja já takk. Ég hef aldrei verið atvinnulaus áður og mér finnst þessi staða ömurleg. Ég hálfpartinn skammast mín fyrir stöðu mína. Mér finnst eins og ég hafi brugðist, eins og ég hafi ekki staðið mig nógu vel. En ef ég lít aðeins upp úr svartnætt- inu, getur þá verið að fleiri en ég hafi brugðist? Getur verið að ég hafi misst vinnuna vegna þess að útrásarvíkingar, eftirlitsaðilar og stjórnvöld töpuðu sýn í góðær- inu? Getur verið að þessir aðilar séu meginástæða þess að við þessi 16.000 sitjum heima og fáum krafta okkar ekki nýtt? Ég vil vinna, ég þrái það að komast út á morgnana, hitta vinnufélagana, fá mér kaffi- bolla og setjast við tölvuna og kljást við verkefni. Það er það sem ég vil gera. Í staðinn sit ég heima, kraft- ar mínir og andlegt þrek dalar með degi hverjum og ég fyllist hálfgerðu vonleysi. Höfundur er atvinnulaus viðskiptafræðingur. Hver vill mig í vinnu? UMRÆÐAN Þóranna Jónsdóttir skrifar um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja Í gegnum tíðina hefur hlutverk fyrirtækja í hugum flestra verið ein- skorðað við að hámarka hagnað hluthafa þó að góð- viljuð og aflögufær fyrirtæki hafi á stundum lagt eitthvað af mörkum til góðra málefna. Nú eru breyttir tímar, í dag er gerð sú krafa til fyr- irtækja að þau hagi starfsemi sinni þannig að þau geti talist sjálfbær, ekki einungis með tilliti til fjárhags- legrar afkomu, heldur einnig í sam- félags- og umhverfislegu tilliti. Það má líta svo á að það sé sjálf- sögð skylda fyrirtækja sem flest hver byggja starfsemi sína á auð- lindum lands og þjóðar að huga að áhrifum starfsemi sinnar á sam- félag og umhverfi, bæði til lengri og skemmri tíma. Hins vegar er enn áhugaverðara að skoða þau tæki- færi sem í þessu felast fyrir fyrir- tækin í því ljósi að fyrirtæki sem leggja sig fram um að vera ábyrg gagnvart samfélagi og umhverfi muni áður en langt um líður skara fram úr þeim fyrirtækjum sem láta slíkt undir höfuð leggjast. Það er algengur misskilningur að áhersla á sjálfbærni sé lúxus sem fyrirtæki geti einungis leyft sér þegar vel árar. Sjálfbærni snýst fyrst og fremst um hvaða leiðir fyr- irtæki velur sér til að ná árangri. Áhersla á sjálfbærni er oftar en ekki megin drifkraftur nýsköpun- ar og nýrra úrlausna sem bæta nýt- ingu aðfanga, minnka sóun, hraða vöruþróun og auka verðmætasköp- un. Þar að auki njóta þessi fyrir- tæki gjarnan aukins trúverðugleika í augum viðskiptavina, fjárfesta og yfirvalda, auk þess sem þau eru alla jafna eftirsóttari vinnustaðir. Neytendur gera í auknum mæli þá kröfu að fyrirtæki stundi sjálfbæra viðskiptahætti. Samkvæmt rann- sóknum frá Bretlandi og Banda- ríkjunum fer umhverfismeðvitund neytenda vaxandi en þar kemur meðal annars í ljós að 75% neyt- enda hafa á undanförnum tveimur árum gert umtalsverðar breytingar á lífsstíl sínum vegna auk- innar umhverfismeðvitund- ar. Eftirspurn eftir sjálf- bærri framleiðslu hefur stóraukist á síðustu árum, má þar nefna að hlutdeild „fair trade“ matvæla, líf- rænt ræktaðra matvæla og „fair trade“ fatnaðar hefur vaxið um tugi prósenta. Fjölmargar vísbending- ar eru á lofti um að þessi þróun sé rétt að byrja þar sem ein- ungis 4% af öllum heimilisvörum sem keyptar voru í Bretlandi árið 2007 voru samfélags- eða umhverf- isvæn. Enn fremur kveðst rúmur helmingur neytenda vilja kaupa meira af sjálfbærum vörum en þeir gera í dag. Vaxtarmöguleikarnir eru því óþrjótandi á þessu sviði. Enn fremur felast talsverð fjár- festingartækifæri í fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni. Rannsókn The Economist á tímabil- inu 2005-2008 sýndi fram á að fyrir- tæki sem lögðu áherslu á sjálfbærni skiluðu meiri hagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu meira en hjá þeim fyrirtækjum sem minnsta áherslu lögðu á sjálfbærni. Eftirspurn fjár- festa eftir samfélagslega ábyrgum fjárfestingum hefur einnig vaxið til muna. Á árunum 2005-2007 jukust samfélagslega ábyrgar fjárfesting- ar hjá fagfjárfestum í Bandaríkj- unum um tæp 20% á sama tíma og heildareignir í stýringu fagfjárfesta jukust um tæp 3%. Það er löngu tímabært að fyrir- tæki axli sína ábyrgð gagnvart sam- félagi og umhverfi. Fleiri og fleiri fyrirtæki sjá ávinning í því að beina sjónum sínum að þessum þáttum. En ávinningurinn takmarkast síður en svo við fyrirtækin sjálf. Ávinning- urinn er miklu víðtækari og skilar sér í bættu samfélagi, skýrari leik- reglum og aukinni virðingu fyrir náttúruperlum og auðlindum. Það er hins vegar að miklu leyti undir neytendum komið hversu hröð þessi þróun verður. Með því að beina við- skiptum sínum til fyrirtækja sem leggja sig fram um að stunda sjálf- bæra og ábyrga viðskiptahætti geta neytendur lagt sitt af mörkum til að bæta viðskiptalíf, samfélag og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri samskiptasviðs Auðar Capital. Lúxus eða lífsnauðsyn? SIGRÚN BRAGADÓTTIR ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON HJALTI HUGASON SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR PÉTUR PÉTURSSON SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR 44 réttur 33 cl psí dós alltaf í leiðinni! ÓDÝRT ALLA DAGA! 19 og PePepsídós fylgir frítt m eð 33 cl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.