Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 32
32 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Björgvin Guðmunds-
son skrifar um kjör
eldri borgara
Það veldur eldri borgur-um og öryrkjum áhyggj-
um hve stjórnvöld hafa
verið neikvæð gagnvart
þessum hópum á liðnu ári.
Kjör aldraðra og öryrkja voru skert
verulega 1. júlí sl. Landssamband
eldri borgara og Öryrkjabandalag
Íslands mótmæltu kjaraskerðing-
unni harðlega en stjórnvöld hafa
skellt skollaeyrum við þeim mót-
mælum. Ríkisstjórnin situr löng-
um á fundum með aðilum vinnu-
markaðarins, ASÍ og SA og tekur
mark á óskum þessara aðila. En
ríkisstjórnin hundsar samtök eldri
borgara og samtök öryrkja. Þess-
ir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og
ríkisstjórnin virðist ekki hafa mikl-
ar áhyggjur af þessum hópum. Þó
var það yfirlýst stefna ríkisstjórn-
arinnar að hún vildi hafa samráð
við hagsmunasamtök um þær ráð-
stafanir sem þyrfti að gera, t.d. í
ríkisfjármálum.
Eldri borgarar hafa að undan-
förnu rætt það í sinn hóp að nauð-
synlegt sé að fara nýjar leiðir í
kjarabaráttunni. Þessi mál hafa
verið rædd í stærstu félögum eldri
borgara, Félagi eldri borgara í
Reykjavík og Félagi eldri borg-
ara í Kópavogi. Málið hefur einn-
ig verið rætt í Landssambandi eldri
borgara. Aðilar eru sammála um
nauðsyn þess að breyta baráttu-
aðferðum. Kurteislegar ályktanir
og mótmæli duga ekki lengur. Ráð-
herrar stinga þeim ofan í skúffur.
Heitstrengingar stjórnmálamanna
fyrir kosningar um ný og betri
vinnubrögð virðast hafa gleymst.
Hefur ríkisstjórnin gleymt bús-
áhaldabyltingunni? Hefur ríkis-
stjórnin gleymt því að það átti að
hlusta á almenning, fólkið í landinu
og taka tillit til þess. Það er ekki
nóg að ræða við verka-
lýðshreyfingu og atvinnu-
rekendur. Forseti ASÍ og
framkvæmdastjóri SA eru
ekki fulltrúar alls fólks-
ins í landinu. Það þarf að
hlusta á aldraða og öryrkja
og fleiri hagsmunasamtök
og ekki bara hlusta. Það
þarf að taka tillit til þess-
ara hagsmunasamtaka.
Verkafólk hefur nú feng-
ið kauphækkanir tvívegis á þessu
ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama
tíma hafa aldraðir og öryrkjar
orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir
þurftu raunar einnig að þola kjara-
skerðingu 1. janúar sl. þegar þorri
aldraðra og öryrkja fékk aðeins
9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en
verðlagsuppbótin átti að vera 20%.
Aðeins þeir, sem voru á „strípuð-
um bótum“ fengu fulla uppbót.
Í lögum um almannatryggingar
segir, að breyting á lífeyri aldr-
aðra og öryrkja eigi að taka mið af
launabreytingum en einnig af verð-
lagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því
eigi lífeyrir að hækka í samræmi
við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí
og 1. nóvember. Í lögum um mál-
efni aldraðra segir, að aldraðir eigi
að njóta jafnréttis á við aðra. Það
getur ekki talist jafnrétti að skerða
kjör aldraðra á sama tíma og laun-
þegar fá kauphækkun. Þetta kall-
ast misrétti. Ekki veit ég hve marg-
ir launþegar fengu kauphækkun 1.
júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið
margir tugir þúsunda, sennilega
40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa
í það í þessu sambandi, að nokkuð
hundruð eldri borgara hafi fengið
góða hækkun á lífeyri 1. september
2008. Það er ekki nóg.
Stjórnvöld munu komast að raun
um til hvaða baráttuaðferða eldri
borgarar ætla að grípa. Þeir ætla
ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri
borgarar vilja fá þær kjarabætur,
sem þeir eiga rétt á.
Höfundur er stjórnarmaður í
Félagi eldri borgara.
Eldri borgarar hundsaðir
UMRÆÐAN
Sigurður Benediktsson skrifar um
tannheilsu
Nú eru liðin tuttugu ár síðan Allsherjar-þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti
sáttmála um réttindi barna. Sáttmálinn
sem oft er nefndur Barnasáttmáli var
seinna staðfestur af íslenskum stjórn-
völdum. Nú kann einhver að hugsa sem
svo hvað Barnasáttmálinn komi tönnum
við en það vill svo til að í téðum sáttmála er sér-
staklega tekið fram að tryggja eigi öllum börn-
um nauðsynlega læknis- og heilbrigðisþjónustu.
Tennur og tannheilsa eru mikilvægur þáttur í
heilbrigði hvers barns og því mikilvægt að tryggt
sé að barn hafi greiðan aðgang að tannheilsu-
gæslu. Hér á landi er það því miður ekki raun-
in og hefur ekki verið undanfarin ár. Sýnt hefur
til dæmis verið fram á að beint samband er milli
tannskemmdartíðni barna og tekna fjölskyldna
þeirra og hefur þessi vitneskja legið fyrir í þó
nokkur ár. Efnaminni fjölskyldur hafa því ekki
sama aðgengi að tannheilsugæslu fyrir börn sín
vegna þess að stjórnvöld þessa lands hafa stöðugt
dregið úr greiðsluþátttöku vegna tannlækninga.
Ég fullyrði að stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld
hafa sýnt börnum þessa lands vanrækslu á háu
stigi og skellt skollaeyrum við viðvörunum tann-
lækna og þeirra sem láta sig tannheilbrigði
varða. Við sem störfum á tannlæknastofum verð-
um því miður vitni að afleiðingum þessa í hverri
viku á stofum okkar og var það þyngra en tárum
taki að starfa á Hjálparvakt tannlækna sl. vetur
og upplifa þá neyð sem sum þessara barna eru
í. Litlar líkur eru á að þessi Hjálparvakt verði
endurtekin því Tannlæknafélag Íslands stóð eftir
með töluverðan kostnað sem svona lítið félag
getur ekki staðið undir til lengdar. Tannlæknar
hafa þó í einhverjum mæli verið að aðstoða börn
og unglinga sem búa við kröpp kjör gegnum ýmis
hjálparsamtök sem starfandi eru hér á landi.
Tannheilsa er langhlaup
Tannheilsa er langhlaup og ekki er hægt að
bjarga henni fyrir horn með litlu átaki. Við
þekkjum samt alla þá áhættuþætti sem koma
við sögu og höfum öll þau meðul og mannskap
sem þarf til að viðhalda góðri tannheilsu. Skipta
þar mestu góðar venjur og gott mataræði, ásamt
því að mæta reglulega til tannlæknis og fá þar
þær forvarnir sem eiga við í hverju til-
felli fyrir sig. Mikilvægt er að tannlækn-
ir geti greint börn sem eru í áhættuhópi
fyrir tannskemmdum og veitt þeim þá
meðferð sem þau þurfa tafarlaust og á
skilvirkan hátt. Við hættum t.d. ekki að
bólusetja þó að ekkert bóli á sjúkdómn-
um. Nú reynir á yfirvöld sem aldrei fyrr
að endurreisa tannheilsu íslenskra barna.
Bæði þarf að bregðast við þeim mikla
vanda sem nokkuð stór hluti barna glímir
við og eins að stórauka forvarnir til tann-
lækninga bæði í skólum og á tannlæknastofum.
Við þurfum ekki enn eitt loforðið, bara að þetta
sé gert!
Afgangur af fjárlögum!
Eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur
verið afgangur af fjárlögum til tannlækninga
síðustu átta til tíu ár. Hvernig má það vera að
sú upphæð sem ákveðin er til tannlækninga ár
hvert af Alþingi skili sér ekki til þegna landsins?
Hvernig getur eiginlega staðið á þessu þegar
þörfin er æpandi á okkur dag hvern og nú stefnir
allt í að metafgangur verði fyrir árið 2009? Hér
eru það aðeins þeir tekjuhærri sem geta nýtt sér
almannatryggingakerfið. Hinir nýta sér ekki
styrk ríkisins. Þetta veldur m.a. því að kerfið
viðheldur versnandi tannheilsu íslenskra barna.
Núverandi fyrirkomulag, sem stuðlar að versn-
andi tannheilsu, er hluti af þeirri góðu heilbrigð-
isþjónustu sem við teljum okkur hafa eða er það
kannski bara tálsýn? Nýjustu upplýsingar sýna
núna að undanfarna mánuði hefur sú upphæð sem
greidd er til tannlækninga úr ríkissjóði minnkað
um 15-20% miðað við sama tímabil fyrir ári. Hér
er líklegasta skýringin versnandi efnahagsástand
og afkoma heimila sem skilar sér í færri heim-
sóknum og verri heimtum barna til tannlækna.
Endurgreiðsluhlutfallið lækkar síðan stöðugt
hlutfallslega þrátt fyrir afgang af því fé sem
Alþingi veitir þó til þessa málaflokks. Hvernig
ætla stjórnvöld að verja þá staðreynd að afgangur
er á hverju ári af fjárlögum til tannheilsugæslu?
Hvernig ætla þau að koma í veg fyrir að vinnandi
fólk, barnafólk sem kemur til með að bera byrðar
Hrunsins, flytjist ekki úr landi og setjist að þar
sem yfirvöld tryggja jafnan aðgang barna að
heilbrigðisþjónustu eins og lögð er áhersla á í
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?
Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Um endurreisn tannheilsu barna
BJÖRGVIN GUÐ-
MUNDSSON SIGURÐUR
BENEDIKTSSON