Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 39

Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 39
FIMMTUDAGUR 3. desember 2009 Í verslun er sífellt leitað leiða til að svara þörfum viðskiptavina og kannski ekki síst að skapa þeim nýjar þarfir. Í kreppunni verður þetta enn mikilvægara þegar almenningur á erfitt með að láta vaða og eyða, ekki síst fyrir jólin, sem fyrir marga kaupmenn er mikilvægasta tímabil ársins í versluninni. Reyndar má segja að í tísku- heiminum séu jólin ekkert sér- staklega mikilvæg þar sem dýr- ari fatnaður selst ekki svo mikið þá. Árinu er að ljúka, vetrar- útsölur á næsta leiti og vorvörur komnar í verslanir. Nýjasta tískan í verslunar- rekstri er að opna búðir sem eiga að ganga í mjög takmark- aðan tíma og lokunardagur er ákveðinn þegar verslunin er opnuð. Í dag eru jafnvel fyrir- tæki sem sérhæfa sig í að hanna þessar búðir sem kallast á fag- máli pop-up-stores sem eins og nafnið gefur til kynna, spretta upp líkt og gorkúlur en hverfa eins fljótt og þær birtast. Hug- myndin er bandarísk og notuð til að markaðssetja vöru líkt og Microsoft gerði með opnun Windows-café daginn sem Wind- ows 7 kom á markaðinn. Annað sem er af þessum meiði er þegar ákveðið merki vill kynna sig líkt og hinn nýi japanski fatafram- leiðandi, Uniqlo, þegar hann opnaði búð í Mýrar hverfinu í París. Henni var svo lokað áður en stórverslun fyrir tækisins var opnuð á Haussmann- búlvarðinum í nóvember og hefur reyndar slegið öll met í aðsókn síðan. Þannig skapaði fyrirtækið tengsl við komandi viðskiptavini og kannaði um leið markaðinn. Næsta sumar munu baðfataframleiðendur gera slíkt hið sama í nokkrum strand bæjum og þannig spara sér kostnað við að opna varan- legar verslanir sem ekki standa undir sér nema í nokkra mánuði á ári. Í kreppunni eru þeir sem eiga húsnæðið ánægðir með að leigja það út í það minnsta í stuttan tíma frekar en að það standi tómt. Ítalska tískuhúsið Prada opnaði í júlí verslun í áttunda hverfi Parísar sem er ætlað að vera opin fram í janúar 2010 meðan unnið er að breytingum á verslun inni við Rue Faubourg St. Honoré þar sem í framtíðinni verður meðal annars boðið upp á herratísku. Í versluninni eru brýrnar yfir Signu í forgrunni á sérhönnuðum veggmyndum og taska í takmörkuðu upplagi, aðeins tíu eintök, er til sölu og er ætlað að draga að tískuspírur borgarinnar. Nú er jafnvel hægt að gera jólainnkaupin í pop- up-búðum en þar kristallast þó gallar þessarar hugmyndar því fyrir vikið minnkar verslun hjá hefðbundnum verslunum sem annars eru opnar allt árið. Þeir sem standa að pop-up-verslun- um geta fleytt rjómann af versl- uninni í stuttan tíma án þess að kosta miklu til, nokkuð sem heil- sárskaupmenn, sem eru til þjón- ustu reiðubúnir árið um kring, geta ekki gert. bergb75@free.fr Gorkúlur nútímans ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Stella McCartney og Morrissey taka hönd- um saman og hanna leðurlausa skó. Tískuhönnuðurinn Stella McCartney og söngvarinn Morrissey, sem bæði eru grænmetisætur, eru á fyrstu stigum samstarfs síns sem felast mun í að hanna skó sem verða alveg lausir við leður. Áhugi Stellu á dýravernd kemur ekki á óvart, hún er þekkt fyrir skoðanir sínar og nýlega fundaði hún einnig með söngkonunni Leonu Lewis með það fyrir augum að hanna tískufatnað án þess að nota nokkrar dýraafurðir. Bæði Morrissey og Leona eru dýraverndunarsinnar en hin 24 ára gamla Leona er einnig grænmeti- sæta og gengur ekki í rúskinni, leðri eða öðrum efnum sem unnin eru af dýrum. Þá er hún einnig talsmaður PETA. Leona sagði nýlega: „Ég er í herferð. Ég myndi gjarnan vilja kynna leður- fríar töskur og skó sem eru á viðráð- anlegu verði. - sg Vilja ekkert leður í klæði og skó Morrissey er annt um umhverfið og dýrin og Stella McCartney er grænmetisæta og vill leðurlausa tísku. Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood hélt tískusýningu í Tókýó í lok nóvember. Staðsetning sýning- ar þótti allsérstæð en hún var haldin í boxhring þar í borg. Sýningin þótti þó vel lukkuð og boxhringurinn átti vel við rokkaraleg föt Westwood. Hún er enda þekkt fyrir það að koma pönki og rokki inn í meginstraum tísku- heimsins. Tískudrottningin hefur um lengri tíma verið vinsæl meðal almennings í Japan, en villtur fatastíll hennar passar vel við götutísku ungmenna í Tókýó. Westwood í Japan TÍSKUSÝNING VIVIENNE WESTWOOD FÓR FRAM Í BOXHRING Í TÓKÝÓBORG. Við lok tískusýningarinnar, sem haldin var í boxhring. NORDICPHOTOS/AFP 10.000 kr. afsláttur af skóm KRINGLAN S: 517-3290 • SMÁRALIND S:517-3237

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.