Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 40
3. desember 2009 FIMMTUDAGUR4
FRAMHALDSSKÓLANEMAR sem tóku þátt í nám-
skeiði Listasafns Reykjavíkur munu sýna afrakstur nám-
skeiðsins í fjölnotasal Hafnarhússins í kvöld klukkan 20.
www.listasafnreykjavikur.is
Það stafar bjarma og birtu
af kertunum á kertastjök-
um Margrétar Halldórs-
dóttur. Margrét er sál-
fræðingur að mennt og
starfar sem klínískur sál-
fræðingur en ákvað fyrir
þremur árum að minnka
við sig vinnu og eyða
meiri tíma í áhuga-
mál sín. Hún fór þá
í Iðnskólann í Hafn-
arfirði.
„Það hefur lengi
blundað í mér að
fara í nám í hönnun
enda hef ég lengi
verið að vinna
ýmislegt með hönd-
unum. Þessir kerta-
stjakar eru afrakstur fyrsta vetr-
arins en þar er ég að vinna með
grunnformin og járnið. Það síðast-
nefnda hefur alltaf heillað mig. Það
er sterkt, sveigjanlegt, stílhreint,
fagurt, eilíft en samt svo breyti-
legt, fyrir utan að það er sterk
hefð fyrir því á Norðurlöndum.
Mínir stjakar eru þó
alveg rammíslensk-
ir,“ segir sálfræð-
ingurinn. Þegar
skammdegið hellist
yfir okkur þurfum
við öll ljós. Skamm-
degið kallar á birtu
og það er notalegt
að kveikja á
kerti en mörg-
um finnst það
róa nd i og
ylja jafnvel
sálartetrið.
Kertastjak-
inn Bjarmi
virðist hafa
sérstaklega
góð og róandi
áhrif á fólk. „Mér hefur verið sagt
að hringurinn sé tákn eilífðarinn-
ar. enda hefur hann hvorki upphaf
né endi. Punkturinn inni í hringn-
um táknar ljósið og orkuna sem er
drifkraftur lífsins. Ég hef þetta nú
ekki eftir vísindalegum heimildum
en ég get ekki neitað því að mér
finnst þetta áhugaverðar pæling-
ar,“ segir Margrét og brosir.
Stjakar Margrétar eru fáanleg-
ir í Mýrinni og hjá Fríðu á Strand-
götu 43 í Hafnarfirði.
unnur@frettabladid.is
Kertastjakinn Logi sem til er í mörgum
litum. Hann má útfæra á mismunandi
vegu á vegg.
Margrét við kertastakann Bjarma. „Hringurinn er tákn eilífðarinnar, enda hefur hann hvorki upphaf né endi,“ segir hún.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141
Þýskar gæðabuxur - tvær síddir
www.hjahrafnhildi.is
!
"#$%
&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&
Strandgötu 43 | Hafnarfirði | Sími 565 5454
fridaskart.is
Sk
úl
av
erðlaunin 2009
H
and v e r k o g H
ö n
nu
n
Fríða
Jónsdóttir
fyrir verkið
„Fjölin hennar
ömmu“
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2
Sími 554-7030 Sími 557-1730
www.rita.is
Glæsilegur
fatnaður á góðu verði
Ketkrókur er á jólaóróa Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra í
ár. Sá er hannaður af Hrafnkeli
Birgissyni og með ljóði eftir
Gerði Kristnýju.
Íslensk hönnun og ritsnilld eru
virkjuð fjórða árið í röð í þágu
fatlaðra barna og ungmenna. Það
er gert með jólaóróa úr stáli sem
seldur er til ágóða fyrir uppbygg-
ingu og þróunarstarf Æfinga-
stöðvarinnar en þar fer fram
hæfing barna og ungmenna sem
þurfa aðstoð við að bæta færni
sína í leik og starfi. Í þetta sinn er
það listafólkið Hrafnkell Birgis-
son og Gerður Kristný sem leiða
saman hesta sína við gerð óróans.
Hrafnkell fæst við stálið en Gerð-
ur Kristný orðin. Ljóð hennar heit-
ir Ketkrókur kemst í feitt og er
ólíkt mörgum jólaljóðum en hefst
á þessum línum:
Norðanbálið hamast
svo hvorki heyrist
spunahljóð né spjall
Fyrsti óróinn í seríunni var
Kertasníkir eftir Sigríði Heimis-
dóttur og Sjón, síðan kom Hurða-
skellir sem Guðrún Lilja Gunn-
laugsdóttir og Andri Snær
Magnason túlkuðu og í fyrra kom
Grýla sjálf fram á sjónarsviðið.
Hún var eftir Ólínu Pétursdóttur
og Hallgrím Helgason.
Óróarnir eru framleiddir hjá
Geislatækni í Garðabæ og pakk-
að hjá Vinnustofunni Ási. Verk-
efnið sameinar því margt, svo sem
atvinnusköpun, menningararf og
gott málefni.
Sala óróans fer fram 5. til 19.
desember í Casa Skeifunni og
Kringlunni, Epal Skeifunni og
Leifsstöð, Kraum Aðalstræti og
í Rakel Hafberg Work-Shop á
Laugavegi. Á landsbyggðinni fæst
hann í Blóma- og gjafabúðinni
Sauðárkróki, Blómaturninum Ísa-
firði, Norska húsinu Stykkishólmi,
Póley Vestmannaeyjum og Valrós
Akureyri. -gun
Gott málefni og menning
Járnið er sveigjanlegt,
stílhreint og sterkt
Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur ákvað fyrir nokkrum árum að minnka við sig vinnu og eyða meiri
tíma í áhugamál sín. Hún hannar nú og býr til fallega kertastjaka úr járni sem hún segir heillandi efnivið.
Hönnuðurinn sér fyrir sér að hægt sé að
stinga fingrum gegnum augnholurnar og
krækja í kjötið í pottinum.Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki