Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 43
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Aðsniðin jakkaföt eru helst í tísku um þessar mundir þótt þau hefðbundnu séu ávallt vinsæl að sögn verslunarstjóra Kultur Menn í Kringlunni. Í versluninni Kultur Menn í Kringlunni fást jakkaföt af öllum stærðum og gerðum handa þeim sem annaðhvort vilja halda sig við klassísk snið eða fylgja nýjustu stefnum og straumum úr heimi tískunnar. Olgeir Líndal versl- unarstjóri var beðinn um að lýsa þeim. „Aðsniðin, tveggja tölu jakka- föt, þau eru heitust um þessar mundir,“ segir Olgeir og bætir við að fremur stuttir jakkar þyki jafn- framt flottir. „Áherslur í litavali liggja í svörtu og gráu. Lítið er um liti fyrir þessi jól eins og fjólublátt hjá dömunum, þótt skyrtur í slík- um litum séu reyndar fáanlegar. Svo eru fínköflótt eða fínteinótt jakkaföt inni, en þessi grófköflóttu eða -teinóttu úti.“ Hvað efni varð- ar segir hann ull og ullarblöndur koma sterkt inn. Bómullarblönd- ur, sem eru stífari og þykkari, séu vinsælli hjá yngri kynslóðinni. Jakkafötin segir hann helst al- mennt sniðin að aldurshópnum 20 til 35 ára þótt um það gildi engar sérstakar reglur. Karlar sem kjósa fremur hefð- bundin jakkaföt en tískusveiflur ættu þó ekki að koma að tómum kofunum í Kultur Menn því þar fæst gott úrval af slíkum fatn- aði. Um muninn þar á milli segir Olgeir að slík föt séu ekki eins þröng, buxurnar séu víðari og jakkarnir einnig síðari. Þá segir Olgeir að við jakkaföt- in séu hvítar skyrtur vinsælast- ar fyrir jól og áramót. Svo megi lífga upp á klæðnaðinn með alls kyns fylgihlutum, svo sem litrík- um ermahnöppum, bindum, bæði mjóum og breiðum, og svo treflum og klútum sem séu í mikilli upp- sveiflu um þessar mundir. „Hvort tveggja eigum við í ýmsum litum, einlitt, röndótt, köflótt, þykkt og þunnt,“ segir hann og bætir við að vinsælt sé að hafa hálsklút- ana til dæmis yfir jakkann eða frakkann. Olgeir tekur fram að þrátt fyrir efnahagslægð í þjóðfélaginu sé varan á mjög góðu verði, þökk sé skilningi og sveigjanleikja þeirra erlendu birgja sem verslunin hefur átt í viðskiptum við um langt skeið. Til marks um það verði jakkaföt, sem fást frá 39.900 krónum og upp úr, og skyrtur seldar með 20 prósenta afslætti fyrir jól. Aðsniðin jakkaföt eru í tísku „Paul Smith, Tiger of Sweden og Matinque, þetta eru okkar helstu merki,“ segir Olgeir og bætir við að Exibit Italia sé nýjasta viðbótin við merkjaflóru Kultur Menn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allt frá því að þekktir tískuhönn- uðir á borð við Coco Chanel og seinna Yves Saint-Laurent tóku að leika sér með hefðbundin karlasnið í hönnun sinni á konur, hefur skap- ast hefð fyrir því að konur klæðist jakkafötum. Sú tíska hefur eins og annað gengið í bylgjum í gegnum tíðina og náði síðast miklum vinsældum á níunda ára- tugnum þegar stjörnur eins og Darryl Hannah, Grace Jones, Madonna og fleiri spígsporuðu um í jakkafötum, gjarn- an í þeim tilgangi að und- irstrika kvenleika sinn, vald og kyn- þokka. - rve KYNÞOKKAFULLAR í karlaklæðum Söngkonan Celine Dion mætti á Óskarverðlaunahátíðina árið 1999 silkijakka sem hún lét snúa öfugt. Uppátækið vakti misjöfn viðbrögð og þykir sumum þetta eitt versta tískuslys í sögu hátíðarinnar. Leikkonan og kynbomban Scarlett Johansson í smóking. Leikkonan Marlene Dietrich klæddist jakkafötum og öðrum strákslegum klæðnaði á hvíta tjaldinu sem og í einkalífinu. Í söngleikjamyndinni Victor/Victoriu fer Julie Andrews með hlutverk konu sem leikur mann sem leikur konu. Í mörgum atriðum myndarinnar klæðist Andrews annaðhvort smóking eða klæðskerasniðnum jakkafötum. Skemmtikrafturinn og þáttastjórnand- inn Ellen Degeneres klæðist iðulega jakkafötum eða buxnadrögtum við fínni tilefni. Hér er hún ásamt sambýliskonu sinni leikkonunni Portia de Rossi. Matinique jakkaföt 49.990 kr. Tiger of Sweden skyrta 19.990 kr. Marco Pascali bindi 6.990 kr. Tiger of Sweden jakkaföt 79.990 kr. Tiger of Sweden skyrta 19.990 kr. Marco Pascali bindi 6.990 kr. Paul Smith jakkaföt 79.990 kr. Paul Smith skyrta 21.990 kr. Paul Smith bindi 13.990 kr. Exibit Italia jakkaföt 55.990 kr. Matinique skyrta 17.990 kr. Bindi 4.990 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.