Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 64
48 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Belafonte nefnist plata með
samnefndum dúett Styrmis
Sigurðssonar og Söru Marti
Guðmundsdóttur. Sara söng
með hljómsveitinni LHOOQ
áður en hún sneri sér að
leiklistinni, en Styrmir
spilaði með í Pax Vobis og
Grafík á 9. áratugnum áður
en hann sneri sér að kvik-
myndagerð. Á Belafonte
plötunni mætast gamlir og
nýir straumar með nokkuð
nýstárlegri niðurstöðu.
„Þetta byrjaði nú bara þannig
að ég stóð úti á svölum á gaml-
árskvöld fyrir mörgum árum
og ákvað að mig langaði til að
gera þessa plötu,“ segir Styrm-
ir. „Ég hafði einhverja hugmynd
um hvert þetta ætti að stefna og
langaði að vinna með söngkonu,
án þess þó að vita hvaða söng-
konu. Ríkislistamaðurinn Ragnar
Kjartansson benti mér á Söru. Ég
talaði við hana og leyfði henni að
heyra efni sem ég hafði verið að
grúska í og henni leist vel á það.
Hún sagðist að vísu vera á leið í
leiklistarnám og því í framkomu-
banni, en það reyndist ekki skipta
neinu máli. Nú er hún í masters-
námi í London loksins þegar plat-
an kemur út.“
Skrýtnir hljóðheimar
Belafonte platan hefur tekið lang-
an tíma í vinnslu. „Maður er
búinn að vera að rölta með þetta
á hörðum diskum milli húsa árum
saman svo það er léttir að platan
sé að koma út,“ segir Styrmir. „Ég
er vissulega búinn að vera mikið
einn með músina að dingla mér,
svo það var gaman þegar einhver
kom í heimsókn. Menn eins og
Sigtryggur Baldursson og Helgi
Svavar. Þá lifnaði yfir þessu. Ég
hafði verið upptekinn af elektrón-
ískum hljóðheimum en mig lang-
aði til að máta þá við hefðbundnari
lagasmíðar. Að koma með eldri og
angurværari harmóníur inn í ein-
hverja skrítna hljóðheima. Ferlið
allt var mjög tilraunakennt. Svona,
„hvernig myndi það hljóma ef
öllum bassatrommuslögum í þessu
lagi væri nú skipt út fyrir þenn-
an fína vængjaþyt í hrafni sem er
búið að lækka niður um áttund?“.
Það tók kannski þrjá daga og þá
sagði maður: Nei, þetta er alveg
glatað, ég ætla að gera eitthvað
annað. Það er nú kannski þess
vegna sem mig langar að þróa nýtt
efni með öðru fólki frekar en mús.
Þannig hafa hlutirnir tilhneigingu
til að gerast aðeins hraðar.“
Styrmi vefst tunga um tönn
þegar hann þarf að lýsa músík-
inni. „Þetta er elektróník, og líka
popp, harmoníurnar kannski svo-
lítið djassskotnar. Samt er maður
alltaf pönkari í hjartanu. Maður
vill að það sé eitthvað óvænt og
allt vaðandi í litríkum sköpunar-
krafti. Því vildi ég helst ná fram.
Að það væri fullt af hugmyndum í
þessu og stuð.“
Hópæði í Árseli
Þrátt fyrir að hafa verið lengi við-
loðandi músik er Belafonte fyrsta
platan sem Styrmir getur kallað
sína eigin. Hann sneri sér snemma
að kvikmyndagerð og vinnur við
hana, þótt hann hafi nú gefið út
Belafonte plötuna og sé að auki í
píanónámi. „Ég var í hljómsveit-
arbrölti þegar ég var ungling-
ur,“ segir hann. „Ég hafði líka
mikinn áhuga á kvikmyndum og
þetta togaðist á í mér. Ég kynntist
aðeins lífi atvinnutónlistarmanns-
ins á Íslandi og fannst það bara
svo óáhugavert. Manns beið ein-
hver lágdeyða, ímyndaði ég mér,
að spila á stórsýningum á Hótel
Íslandi og svona. Mér fannst það
ekki spennandi. Ég var eitthvað
smeykur um að mér myndi reyn-
ast erfitt að viðhalda ástríðunni í
tónlistinni. Það hafa reyndar fjöl-
margir síðan náð að sameina þetta
tvennt á fallegan hátt. Kvikmynda-
gerðin var samt líka tækifæri til
að gera bæði. Oftar en ekki vil ég
hugsa kvikmynd sem einhvers
konar tónlist og öfugt.“
Styrmir var viðloðandi hljóm-
sveitir á 9. áratugnum. „Ég var
voða mikið fenginn með. Spil-
aði sem svona session-gæi með
Pax Vobis og seinna með Grafík.
Ég var miklu yngri en þeir. Þeir
í Grafík voru í kringum þrítugt
en ég þá 17 ára. Þá upplifði ég
eitt lítið poppstjörnumóment sem
mér þykir vænt um. Ég var að
spila með Grafík í Árseli í Árbæ
og það varð hópæði hjá krökkun-
um í minn garð. Líklega af því
að ég var yngri en hinir í band-
inu. Ég þurfti að bíða þetta af mér
inni á skrifstofu. Þegar þessu pín-
lega glamúr mómenti svo lauk gat
ég loksins tekið strætó heim til
mömmu. Mér fannst þetta eitthvað
svo skemmtilegt og lýsandi að fá
að vera poppstjarna í augnablik og
svo út að skrapa fyrir farinu til að
komast heim til mömmu.“
drgunni@frettabladid.is
Putti á mús og pönk í hjarta
ANGURVÆRAR HARMÓNÍUR Sara og Styrmir í Belafonte kanna skrýtna hljóðheima á
nýrri plötu.
Þó að rokkið hafi komið fram um miðja síðustu öld þá hefur manni
virst það lifa enn góðu lífi. Endurnýjun hefur verið töluverð og ný
afbrigði sífellt að bætast við til að auðga hina stóru heildarmynd. Nú
þegar það eru liðin nokkur ár af nýrri öld má samt alveg spyrja sig
hvað verði eiginlega um rokkið á 21. öldinni? Í sögunni hafa fyrstu ár
nýrrar aldar oft farið í að vinna úr öldinni á undan, en svo koma stóru
breytingarnar.
Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér að ofan eru tvær nýlegar for-
síður stórra rokktímarita. Annars vegar er það forsíða janúarheftis
hins breska Q. Á henni er stór fyrirsögn: „Listamaður aldarinnar“
og undir henni
mynd af stærstu
rokkstjörnum
21. aldarinnar
að mati blaðsins.
Og hverjir skildu
það svo vera? Jú,
Paul McCartney,
U2 og Oasis eru
þarna fremstir
í flokki. Ef
stærstu rokkarar
nýrrar aldar eru
tónlistarmenn
sem gerðu sín
bestu verk upp
úr miðri síðustu
öld þá jafngildir
það að sjálfsögðu
dánarvottorði.
Þetta er búið.
Hvíl í friði …
Hin forsíðan
er svo forsíða
ítalska Rolling
Stone. Á henni er
falleg mynd af
Silvio Berlusconi
unnin af Shepard
Fairey sem gerði Hope-myndina af Obama og undir er fyrirsögnin
„Rokkstjarna ársins:Silvio“. Nú er auðvitað auðvelt að sjá rokkstjörnu
í Berlusconi. Tæplega sjötugur saurlífisseggur sem giljar kornungar
fyrirsætur og lætur eins og hann eigi heiminn. Lýsingin gæti eins átt
við Mick Jagger. Ítalir hafa víst ekki allir húmor fyrir rokkaranum
Silvio sem er kannski skiljanlegt. Hvað er eftir af rokkinu ef valda-
sjúkur og siðblindur stjórnmálamaður og auðjöfur er mesti rokkarinn?
Á móti má auðvitað halda því fram að Q og Rolling Stone séu kannski
ekki bestu miðlarnir til að skoða ef maður hefur áhuga á framtíð
rokksins. Það þarf kannski að leita á ferskari mið.
Rokkstjarna ársins á Ítalíu
> Plata vikunnar
Gunnar Þórðarson – Vetrarsól
„Á Vetrarsól eru tónleikar
Gunnars Þórðarsonar frá því
í októberbyrjun á hljóð- og
mynddiski. Innileg og góð
kvöldstund með einum af
meisturum íslenskrar popp-
sögu.“
Damon Albarn, sem er nýbúinn að klára Blur kombakkið, er með
margt í pípunum. Lengst er komin næsta plata Gorillaz, sem mun
fylgja eftir plötunni Demon Days frá 2005. Nýja platan heitir
Plastic beach. Það er það sem Damon kallar ströndina fyrir utan
húsið sitt. en hún er full af plastflöskum og drasli sem rekið hefur
á land. Ýmist frægðarfólk treður upp. Á Gorillaz-plötunni heyrist í
Snoop Dogg, Lou Reed, Barry Gibb, Mos Def, The Syrian National
Orchestra, Bobby Womack og hljómsveitinni the Horrors.
Það eru fleiri járn í eldinum. Damon er með verk í smíðum með
teiknimyndagúrúnum Alan Moore, sem á að setja upp í The Royal
Opera House og hann er að taka upp plötu með afró-tromm-
aranum Tony Allen og Flea úr Red Hot Chili Peppers.
Í janúar er svo von á heimildarmyndinni No Distance Left
to Run, sem fjallar um hljómsveitina Blur.
Bono, söngvari U2, segist vera himinlifandi
og auðmjúkur yfir því að hljómsveitin verði
eitt af þremur aðalnúmerunum á Glaston-
bury-hátíðinni næsta sumar. Þá verða fjöru-
tíu ár liðin síðan hún var haldin í fyrsta sinn
á Englandi. „Allir í hljómsveitinni eru mjög
spenntir fyrir þessu,“ sagði Bono. Þetta
verður í fyrsta sinn sem U2 spilar á tónlist-
arhátíð í rúm 25 ár og því um merkisviðburð
að ræða. Sveitin mun fljúga sérstaklega til
Bretlands úr tónleikaferð sinni um Norður-
Ameríku vegna tónleikanna.
Glastonbury-hátíðin verður haldin dag-
ana 25. til 27. júní á sama tíma og heims-
meistarakeppnin í fótbolta fer fram í Suður-
Afríku. Engir aðrir stórir flytjendur hafa
verið tilkynntir. David Bowie hefur neitað
orðrómi um að hann stígi þar á svið. Aftur
á móti er talið líklegt að rokkararnir í Muse
mæti á svæðið. Einnig hefur orðrómur verið
uppi um að The Rolling Stones verði einn af
þremur stærstu flytjendunum á hátíðinni
en hún hyggur á tónleikaferð um heiminn á
næsta ári.
Miðar á Glastonbury seldust upp skömmu
eftir að þeir fóru í sölu í síðasta mánuði.
Spenntur fyrir Glastonbury
> Í SPILARANUM
Bloodgroup - Dry land
Andri Arngrímsson - Orrustan um Esjuna
Jóhann G - Á langri leið
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Jóla
smáskífa
Dónadúettinn - Venjulegt kynlíf
DÓNADÚETTINNBLOODGROUP
U2 Bono og félagar í U2
eru fullir eftirvæntingar yfir
því að spila á Glastonbury-
hátíðinni.
Plastströnd Gorillaz
GORILLAZ
Þriðja
platan
væntanleg
í mars.
Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu
og Akureyri.
Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu
fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð.
Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið
í síma 585-8300 eða
á posthusid.is