Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 66
50 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina. Extract er ný gamanmynd frá höfundum Office Space með Jason Bateman í aðalhlutverki. Batman leikur Joel sem verður að bjarga fyrirtækinu sínu frá undirförlum starfsmönnum sem vilja komast yfir það. Einnig þarf hann að bjarga hjónabandi sínu sem er í bráðri hættu. Myndin fær 7 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com. Ninja Assassin fjallar um Raizo sem er einn hættulegasti leigumorðingi heims. Frá æskuárunum hefur hann verið í strangri þjálfun hjá Ozunu- genginu. Hann ákveður að hefna sín á genginu eftir að það myrðir bróður hans. Framleiðendur myndarinnar eru Wachowski-bræður sem leikstýrðu Matrix-myndunum. Leikstjóri er James McTeigue sem sendi frá sér V for Vendetta. Mynd- in fær 7 á Imdb.com. Aðalleikari myndarinnar, Rain, er ein helsta poppstjarna Asíu en það höfðu Wachowski-bræðurnir ekki hugmynd um þegar þeir réðu hann til verksins. Teiknimyndin Arthúr 2: Maltasar snýr aftur fjall- ar um Arthúr sem snýr aftur heim til Mínimóanna með ömmu sinni til að heimsækja afa sinn. Þá fær hann neyðarkall frá Selenu prinsessu sem býr við stöðugar árásir frá Maltazard. Leikstjóri er sjálfur Luc Besson, höfundur Léon, Nikita og The Fifth Element. Poppstjarna í ninjubúning POPPSTJARNA FRÁ ASÍU Rain er ein helsta poppstjarna Asíu en það höfðu framleiðendur Ninja Assassin ekki hugmynd um þegar þeir réðu hann í aðalhlutverkið. Bandaríska leikkonan Meryl Streep er lifandi goðsögn í Hollwyood og er á sama stalli í huga bandarískra leikkvenna og Marlon Brando og Robert De Niro hjá körlunum. Nýjasta kvikmynd Meryl Streep heitir Julia & Julia og verður frumsýnd hér á landi um helgina. Myndin flakkar á milli tímabila og segir annars vegar frá hinu fræga matargúrúi Juliu Child og árun- um hennar í Frakklandi í kringum 1960 en þar sökkti hún sér ofan í franska matargerð. Og hins vegar frá Juliu Powell sem ákveður dag einn að elda allar uppskriftirnar hennar Child úr hinni víðfrægu matreiðslubók Mastering the Art of French Cooking á einu ári en þær eru 524. Auk Streep fara þau Stanley Tucci og Amy Adams með stór hlutverk í myndinni en leik- stjóri og handritshöfundur er Noah Ephron. Meryl Streep er algjörlega ein- stök leikkona í Hollywood. Fer- ill hennar hófst fyrir alvöru árið 1978 þegar hún lék í hinni mögn- uðu kvikmynd Michael Cimino, The Deer Hunter, á móti Robert De Niro og Christopher Walken. Þar hlaut Streep sína fyrstu tilnefningu af fimmtán til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Lindu. Fjórum árum seinna var hún komin með stytt- una góðu upp í skáp fyrir Sophie‘s Choice. Streep er fædd árið 1949 og ólst upp í smábænum Bernardsville í New Jersey. Streep fékk snemma áhuga á leiklist og útskrifaðist af leiklistarbraut Yale snemma á átt- unda áratugnum. Fyrstu hlutverk hennar voru á sviði í New York en hana fór fljótlega að dreyma um hvíta tjaldið. Sagan segir að hún hafi mætt í inntökupróf fyrir King Kong-kvikmynd Dino De Laurent- iis en sá hafi vísað henni á bug á þeim forsendum að Streep væri ljót. Dino kom þessari skoðun sinni á framfæri við aðstoðarmann sinn á ítölsku og honum til mikillar undrunar svaraði Streep honum fullum hálsi til baka. Á ítölsku. Og það hefur kannski verið eitt helsta einkennið á nánast flekklaus- um ferli leikkonunnar. Hún hefur getað brugðið sér í allra kvikinda líki, náð næstum öllum tungumál- um fullkomlega. Streep hefur enn fremur átt frekar auðvelt með að halda einkalífi sínu utan kastljóss fjölmiðlanna, en hún hefur verið gift bandaríska höggmyndalista- manninum Don Gummer síðan 1978. Meryl Streep hefur samkvæmt kvikmyndavefnum imdb.com verið tilnefnd til 82 verðlauna fyrir kvik- myndaleik, þar af 22 til Golden Globe. Ferill hennar í Hollywood er því einstakur og verður eflaust seint eða aldrei leikinn eftir. Og ef til vill lýsti Jack Nicholson henni best þegar AFI, bandaríska kvik- myndastofnunin, heiðraði hana fyrir nokkru. „Þú ert einfaldlega fullkomin.“ - fgg MERYL HIN FULLKOMNA Mikil eftirvænting ríkir í Holly- wood eftir hryllingsmyndinni The Wolfman sem verður frum- sýnd vestanhafs 12. febrúar og um svipað leyti hérlendis. Framleiðandinn Universal hefur tvívegis frestað frumsýn- ingardeginum. Upphaflega átti að sýna myndina í apríl á þessu ári en henni var frestað fram í nóvember. Núna hefur 12. febrú- ar loksins verið staðfestur. Ein ástæðan fyrir seinkuninni er sú að mikið púður hefur farið í tæknibrellur og eftirvinnslu, enda var mikil áhersla lögð á að gera úlfamanninn eins raunverulegan og hægt var. The Wolfman er endur- gerð samnefndrar hryllings- myndar frá árinu 1941. Sögu- sviðið er Bretland seint á nítjándu öld þar sem Lawrence Talbot heldur í heimabæ sinn til að leita horfins bróður. Hann kemst að því að blóð- þyrst vera hefur drepið hvern bæjarbúann á fætur öðrum og ekki líður á löngu þar til rann- sóknarlögregla frá Scotland Yard mætir á svæðið. Með aðalhlutverkin í mynd- inni fara engir aukvisar, eða þau Benicio Del Toro, Anthony Hopkins, Emily Blunt og Hugo Weaving. Leikstjóri er Joe John- ston sem hefur áður gert Hidal- go, Jurassic Park III, October Sky og Honey, I Shrunk the Kids. Úlfamaðurinn er á leiðinni THE WOLFMAN Mikil eftir- vænting ríkir í Hollywood eftir hryllingsmyndinni The Wolfman. Tökum er lokið á nýrri kvikmynd Stevens Spielberg um mynda- söguhetjuna Tinna. Þrátt fyrir það er langt þangað til að mynd- in lítur dagsins ljós því tvö ár til viðbótar þarf til að ljúka tækni- brellunum í myndinni. „Tinni er frábær. Henni er lokið og það er búið að klippa myndina saman. Núna ætlum við að taka næsta skref,“ sagði Peter Jackson, sem framleiðir myndina. Tökum á Tinna lokið TINNI Tökum er lokið á kvikmyndinni um Tinna. Nú eru bara brellurnar eftir. Gamla kempan Clint East- wood er á forsíðu tímarits- ins GQ og þar ræðir hann um nýjustu mynd sína sem leikstjóri, en sú ber heitið Invictus og fjallar um ævi Nelsons Mandela. „Heimurinn þarf á svona sögum að halda. Það er eins og öll þjóðin sé orðin þunglynd vegna heimskreppunnar,“ sagði Clint og bætir við: „Við erum orðin mjög barnaleg þjóð. Kynslóðin sem upp- lifði seinni heims- styrjöldina er að hverfa og í staðinn sitjum við uppi með hóp af kjánalegum unglingum.“ Eastwood, sem er 79 ára gamall, er enn við hesta- heilsu enda hugleiðir hann tvisvar á dag og forðast feitan mat. Hann er einnig hamingjusamlega kvæntur. „Áður fann ég tilgang í því að eltast við kvenfólk en nú er ég hamingju- samur einkvæn- ismaður. Ég trúði ekki að sá dagur myndi koma, en hann kom og ég er hamingjusam- ur.“ Clint hamingjusamur GLAÐUR Clint Eastwood er hamingjusamlega kvæntur. > BOURNE 4 Í UPPNÁMI Leikstjórinn Paul Greengrass hefur tilkynnt forsvarsmönnum Universal að hann ætli ekki að leikstýra fjórðu myndinni um leyniþjónustumann- inn Jason Bourne. Þetta er nokkurt áfall fyrir aðdáendur Bourne því Greengrass hefur leikstýrt tveimur síðustu. Ekki liggur fyrir hver taki við keflinu og hvort númer fjögur verði gerð. The Deer Hunter (1978) Kramer vs. Kramer (1979) Sophie’s Choice (1982) Out of Africa (1985) Postcards from the Edge (1990) Adaptation (2002) Hours (2002) HELSTU MYNDIR MERYL STREEP SÚ BESTA Meryl Streep er einfaldlega besta leikkonan sem Hollywood hefur alið af sér og kannski helsta sönnunin fyrir því að leikkonur þurfa ekki langa leggi og snoppufrítt andlit til að ná langt ef þær eru hæfi- leikaríkar. Meryl hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í Kramer vs. Kram- er árið 1979 og fyrir aðalhlutverk í Sophie´s Choice árið 1982. Kvikmyndin Zombieland með Woody Harrelson sló nokkuð óvænt í gegn í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að framhaldsmynd sé í und- irbúningi. Forsvarsmenn kvik- myndadeildar Sony eru þegar farnir að undirbúa jarðveginn og samkvæmt verfsíðu Empire er talið líklegt að framhaldsmynd- in verði í þrívídd. Framleiðend- urnir eru þegar sestir við samn- ingaborðið með Woody enda ljóst að Zombieland 2 verður aðeins skugginn af sjálfum sér ef sá mæti maður verður ekki um borð. Zombieland í þrívídd Tollkvótar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. Með vísan til samnings milli Íslands og Evrópu- bandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og til reglu- gerðar dags. 1. desember 2009 um úthlutunina, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á kjöti, ostum og unnum kjötvörum, upprunnum í ríkjum Evrópubandalagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2010 til 31. desember 2010 Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, www.stjr.is/slr Skriflegar umsóknir skulu berast til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 5. hæð eða á postur@slr.stjr.is, fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 9. desember n.k. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 2. desember 2009. Tollkvótar ve in flutni gs á landbúna rvörum frá Evrópub alaginu. Með vísan til samnings il i Íslands og Evrópu- bandalag ins um viðski i með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EE a ningsins og til reglu- gerðar dags. 1. desemb 009 um úthlutunina, er hér með auglýst eftir u num um tollkvóta vegna innflutnings á kjöti, ost og unnum kjötvörum, ppr nnum í ríkjum rópubandalagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2010 1. desember 2010 Nánari upplýsingar á fin a á vefsíðu sjávarútvegs- og l búnaðarráðuneytisins, www.stjr.is/slr Skriflegar umsóknir sk berast til sjávarútvegs- og landbún ðarráðuney ins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 5. hæð eða stur@slr.stjr.is, fyrir kl. 15:00 m ðvikudagi n 9. sember n.k. Sjávarútvegs- og la únaðarráðuneytinu, 2. dese r 20 9.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.