Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 68
52 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Útón hélt árlegt jólaglögg sitt á Café Rosenberg fyrir
skömmu. Þar söfnuðust saman félög tónlistarmanna og
útgefenda og báru saman bækur sínar. Helstu hagsmuna-
félög tónlistarmanna og útgefenda kynntu starfsemi sína á
markaðstorgi og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sá um
að koma gestum í jólaskap. Í boði var Rosenberg-glögg og
piparkökur sem runnu ljúft ofan í gestina.
Tónlistarmenn
súpa á jólaglöggi
ANNA OG SIGTRYGGUR Anna Hildur
Hildibrandsdóttir hjá Útón og trommar-
inn Sigtryggur Baldursson báru saman
bækur sínar.
Í STUÐI Loftur S. Loftsson og Svavar
Knútur voru í góðu stuði.
MARGRÉT OG KRISTÍN Margrét Sigrún
Sigurðardóttir og Kristín Marta Hákonar-
dóttir fengu sér jólaglögg.
ÓLAFUR OG SVERRIR Ólafur Haraldsson og Sverrir Stormsker litu inn.
ÞRJÚ Í JÓLAGLÖGGI Guðrún Dóra, Halli
Valli og Harpa Hrund mættu í jóla-
glöggið.
JAKOB OG AÐALSTEINN Jakob Frímann
Magnússon, formaður Félags tónskálda
og textahöfunda, og Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson voru á meðal gesta.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í gær birtust fréttir í tímarit-
um hið vestra þess efnis að Jake
Gyllenhaal og Reese Witherspoon
hefðu slitið sambandi sínu. Tals-
menn þeirra beggja neituðu sögu-
sögnunum og sögðu parið
enn vera saman. Peop-
le Magazine heldur því
fram að þau skötuhjú séu
þó að ganga í gengum ein-
hvers konar sambandserf-
iðleika, enda hafi parið ekki
sést saman opinberlega
síðastliðnar vikur.
Witherspoon á að
hafa sagt nánum vinum
á þakkargjörðardag
að hún og Gyllen-
haal væru ekki leng-
ur saman og sam-
kvæmt heimildum
eyddi hún deginum
ein síns liðs. „Fólk
heldur að þau séu
mjög hamingju-
söm en málið er
að Jake vill giftast
Reese en hún er ekki
á þeim buxunum. Hún
er nýskilin og ekki til-
búin til að ganga aftur
í hjónaband,“ var haft
eftir heimildarmanni
sem bætir við að With-
erspoon vilji ekki leggja
það á börnin sín tvö að
ganga strax aftur í hjóna-
band. „Þau eru mjög hrif-
in hvort af öðru og þau eru
gott teymi, en Reese er sátt
við lífið eins og það er núna
og finnst óþarfi að æða af stað
í eitthvað hjónaband.“
Reese vildi ekki
giftast Jake strax
ÁNÆGÐ MEÐ
LÍFIÐ Reese
Witherspoon er
ekki tilbúin til að
ganga í það heilaga
strax með Jake Gyllen-
haal. Talsmenn þeirra
segja þau þó ekki hætt
saman.
Næsta plata rokkaranna í Limp
Bizkit hefur fengið nafnið Gold
Cobra. Það var söngvarinn Fred
Durst sem greindi frá þessu á
Twitter-síðu sinni. Platan er
væntanleg fyrri hluta næsta árs
og verður hún sú fyrsta síðan The
Unquestionable Truth (Part 1)
kom út árið 2005. Platan verður
einnig sú fyrsta með upprunaleg-
um hljómsveitarmeðlimum síðan
Chocolate Starfish and the Hot
Dog Flavored Water kom út árið
2000. Limp Bizkit virðist því vera
komin á góða siglingu í fyrsta
sinn í langan tíma, aðdáendum
hennar væntanlega til mikillar
ánægju.
Gold Cobra
frá Bizkit
FRED DURST Durst og félagar í Limp
Bizkit eru hvergi nærri hættir. Ný plata
er væntanleg á næsta ári.
Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá mun skemmtistaður-
inn Sirkús verða opnaður 11. desember í Færeyjum. Á jarð-
hæð hússins verður að auki starfrækt tískuverslun sem
hefur hlotið nafnið Zoo, en þar verður til sölu hönnun eftir
íslenska og færeyska hönnuði.
Árnheiður Edda Hermannsdóttir klæðskeranemi er einn
þeirra upprennandi hönnuða sem munu selja vörur sínar í
versluninni sem er rekin af Jóel Briem og Sunnevu Eyst-
urstein. Hún segir verkefnið bæði vera spennandi auk þess
sem það virki sem hvatning fyrir unga hönnuði. Ásamt
Árnheiði Eddu munu Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Philippe
Clause, Sesselja Hlín Rafnsdóttir, Katrín Alda Rafnsdóttir
og Eygló Lárusdóttir selja hönnun sína í versluninni. „Sess-
elja hefur verið að hanna kraga, peysur og ýmislegt annað
og ég verð með kjóla, gallabuxur og leggings svo fátt eitt
sé nefnt. Philippe er að hekla skemmtilega kraga úr endur-
unnu efni og Katrín Alda og Eygló hafa vakið mikla athygli
undanfarið fyrir fallega hönnun sína.“
„Þetta er í fyrsta sinn sem hönnun mín fer í sölu ein-
hvers staðar svo þetta er mjög spennandi,“ segir Árnheiður
Edda sem ætlar að vera viðstödd opnunina. „Ég fer út og
ætla að taka þátt í opnuninni. Það hitti líka svo vel á að ég
klára prófin deginum áður þannig að þetta verður langþráð
frí,“ segir Árnheiður Edda að lokum. - sm
Íslenskir hönnuðir til Færeyja
SPENNANDI VERKEFNI Árnheiður Edda Hermannsdóttir er ein þeirra
hönnuða sem munu selja hönnun sína í nýrri verslun í Færeyjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ F37021209
Við leitum að
metnaðarfullum
veitingastjóra
Ein stærsta og glæsilegasta veit-
ingadeild landsins hefur falið
okkur að auglýsa eftir metnaðar-
fullum veitingastjóra sem hefur
drifkraft og hæfileika til að stýra
margþættri veitingastarfsemi.
Starfið felst í yfirumsjón og skipu-
lagningu á kvöld- og hádegisverðar-
stað, fundar- og ráðstefnuhaldi,
árshátíðum og öðrum atburðum.
Hæfniskröfur:
Próf í framreiðslu, matreiðslu, hótel-
rekstrarfræði eða sambærileg mennt-
un og/eða reynsla af veitingarekstri.
Starfið krefst þjónustulundar, stjórn-
unarhæfileika og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Áhugasamir eru beðnir um að fylla
út umsóknarform á vef okkar,
argus.is. Fullum trúnaði heitið.
> SKÓRNIR Í LAGI
Katie Holmes sagði háu hælana
sem dóttir hennar klæðist vera
dansskó sem ekki færu illa
með fætur barnsins. „Hún
elskar háa hæla, eins og allar
litlar stelpur. Ég fann hennar
skó í dansskóla og hún dáir
þá,“ sagði leikkonan.