Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 70

Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 70
54 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Eitt umtalaðasta par Hollywood í seinni tíð er viðfangsefnið í nýrri bók kanadíska blaðamannsins Ian Halperin. Myndin sem hann dregur upp af parinu er ekki í samræmi við glansmyndina sem þau gefa af sér í fjölmiðlum. Bókin Brangelina:The Untold Story of Brad Pitt and Angelina Jolie, eftir Ian Halperin, kom í bókabúðir í Bandaríkjunum í gær. Bókin hefur fengið mikla umfjöll- un og þá sérstaklega vegna þess að margir telja að Halperin not- ist ekki við mjög áreiðanlegar heimildir. Blaðamaðurinn sjálfur er vanur því að valda fjölmiðla- fári þegar bækur hans koma út því í desember í fyrra hélt hann því fram í fjölmiðlum að Michael Jackson ætti sex mánuði eftir ólif- aða. Hann dó í júní á þessu ári, hálfu ári eftir að yfirlýsing Hal- perins birtist. Hann gaf út bók- ina Unmasked: The Final Years of Michael Jackson í júlí á þessu ári þar sem þessi orð hans eru útskýrð. En þá að bókinni um Brad og Angelinu. Þar kemur meðal ann- ars fram að Pitt og Jolie rífist eins og hundur og köttur þegar þau eru saman. „Ég hafði meiri áhyggjur af hans velferð heldur en hennar. Hún gat algjörlega misst stjórn á skapi sínu og hótaði honum gjarn- an líkamsmeiðingum. Ég skil ekki hvernig nokkur maður gæti hugs- að sér að eyða hverjum degi með henni, sama hversu falleg hún er, hún er með hræðilegt skap,“ sagði fyrrverandi bílstjóri parsins. Halperin heldur því einnig fram að Pitt hafi haldið fram hjá Jolie með súdanskri fyrirsætu að nafni Amma sem hann hitti á góðgerða- samkomu í þágu Darfúr. Hel- perin ritar að sést hafi til Pitts í félagsskap Ömmu oftar en einu sinni, meðal annars á að hafa sést til þeirra á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Rithöfundurinn segir Jolie ítrekað hafa ásakað Pitt um framhjáhald og sé það uppspretta ófárra rifrilda þeirra á milli. Í bókinni kemur einnig fram að Jennifer Aniston, fyrri eiginkona Pitts, hafi tvisvar misst fóstur á meðan á hjónabandi þeirra stóð og sé það ástæðan fyrir því að fór sem fór. Fjölmiðlar fjölluðu ítar- lega um þann skilnað og var því haldið fram að Jolie hefði verið hjónadjöfull en Pitt og Jolie léku saman í kvikmyndinni Mr. & Mrs. Smith þar sem talið er að örvar Amors hafi hæft þau í hjarta- stað. Með reglulegu millibili hafa verið fluttar fréttir af væntanleg- um sambandsslitum Pitts og Jolie en hingað til hafa þær ekki reynst réttar. Hvort bókin verði dropinn sem fylli mælinn skal hins vegar ósagt látið. - sm VILDI ÖMMU FREKAR EN JOLIE Söngfuglinn Mariah Carey mætti í sjónvarpsvið- tal í morgunþáttinn GMTV í Bretlandi fyrir stuttu. Annar þáttastjórnandinn, Kate Garraway, sagð- ist hafa heyrt ýmsar sögur um meinta dívu- stæla söngkonunnar en aldrei trúað þeim fyrr en hún hitti hana sjálf. „Ég hef heyrt sögur af dívustælum Mariuh Carey í gegn- um árin og getið þið hvað? Þær eru allar sannar! Mariah var mjög viðkunnanleg en það var út í hött hversu marga hún þurfti að hafa með sér í viðtalið til að þjóna sér. Tveir aðstoðarmenn létu hana síga ofan í sóf- ann til okkar til þess að koma í veg fyrir að hún krumpaði kjólinn sinn, og annar aðstoðarmaður þurfti alltaf að ganga aftur á bak beint fyrir fram- an hana ef ske kynni að hún dytti fram fyrir sig,“ var haft eftir Garraway. Kærasta Shakiru brá þegar hann sá hana fáklædda í nýlegu tónlist- armyndbandi. Í viðtali við fjöl- miðla vestanhafs viðurkennir söngkonan að honum hafi brugð- ið við að sjá hana í húðlitaðri sam- fellu einni fata í myndbandi við lag hennar She Wolf. „Hann bjóst alls ekki við þessu og spurði hvort ég hefði ekki að minnsta kosti getað verið með trefil,“ segir söngkon- an um kærasta sinn Antonio de la Rua, son fyrrverandi forseta Argentínu. Aðspurð segist Shakira, 32 ára, vel getað hugsað sér að eignast börn með Antonio, en aðeins þegar hún sé tilbúin til að hætta að vinna. „Ég get ekki hugsað um neitt annað en að setja saman næsta tónleika- ferðalag mitt núna. Ég er eins og lest sem getur ekki stoppað, en ég held að næsta stoppistöð verði barneignir. Ég mun samt ekki stoppa lengi því ég verð að halda áfram að skapa. Það er bara í eðli mínu,“ segir söngkonan. Shakira djörf SKIPULEGGUR TÓNLEIKAFERÐALAG Shakira vinnur nú að væntanlegu tónleikaferðalagi, en viðurkennir að hún vilji fara að eignast börn fljótlega með kærasta sínum Antonio de la Rua. STORMASAMT HJÓNABAND Rithöfundurinn Ian Halperin hefur gefið út bók um samband Brads Pitt og Angelinu Jolie. Þar kemur ýmislegt misjafnt fram, meðal annars heldur Halperin því fram að Pitt hafi haldið fram hjá Jolie oftar en einu sinni. Að auki kemur fram af hverju hjónaband Jennifer Aniston og Pitts hafi endað með skilnaði. Ekki krumpa kjólinn DÍVA Mari- ah Carey er þekkt fyrir dívustæla. „Efnahagsástandið hefur sett strik í reikninginn hjá HIV-Ísland alnæmissamtökunum þar sem mikið hefur dregið úr fjárframlögum til samtakanna. Því má segja að ekki hefði orðið af árlegri fræðslu til unglinga ef MAC Aids fund hefði ekki notið við,“ segir Lísa Einarsdóttir, vörumerkjastjóri MAC á Íslandi. Á laugardaginn fer fram árleg Viva Glam- fjáröflun Alnæmissjóðs MAC. Sjóðurinn hefur um árabil stutt við bakið á samtökunum HIV-Ísland og í ár hefur verið ákveðið að framlag MAC á Íslandi renni til fræðsluverkefnis þar sem farið verður til allra 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins með fræðslu um HIV og alnæmi. Alnæmissjóður MAC hefur fyrst og fremst aflað fjár með sölu á Viva Glam-varalitunum, en sú lína samanstendur af sex litum, allt frá sígildum rauðum að fjólubleikum. Sjóðurinn er í fararbroddi í baráttunni gegn HIV-smiti og alnæmi og styður rúmlega 700 stofnanir um allan heim, en framlag MAC á Íslandi hefur verið eyrnamerkt fræðsluverkefni HIV-Ísland. Fjáröflunin fer fram í verslun MAC í Debenhams, Smáralind, næstkom- andi laugardag milli klukkan 14 og 16, en þar munu 3 Raddir og Beatbox meðal annars taka lagið. „Þjóðþekktir einstakling- ar verða á staðnum að selja rauða borðann og safna fyrir samtökin. Jónsi í Í svörtum fötum er talsmað- ur Viva Glam-dagsins og mun afhenda HIV-Ísland ávísun upp á 2,2 milljónir klukkan 15 á laugardag, en Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er verndari sam- takanna og mun taka við ávísuninni fyrir þeirra hönd,“ segir Lísa. - ag MAC styður HIV-Ísland alnæmissamtök AFHENDIR ÁVÍSUN Jónsi í Í svörtum fötum er talsmaður Viva Glam-dagsins og mun afhenda HIV-Ísland ávísun upp á 2,2 milljónir klukkan 15 á laugardag. „Þetta er bara búið að slá algjörlega í gegn,“ segir Íris Huld Guðmundsdóttir. rekstrarstjóri og yfirleiðbein- andi Heilsuakademíunnar, um nýtt þjálfunarkerfi sem kallast TRX Suspension training. Þjálfunarkerfið er upprunnið í Navy Seals í Bandaríkjunum, en TRX- æfingar byggja upp jafnvægis- og djúpvöðvakerfi lík- amans. „Þetta eru æfingar sem eru gerðar í ákveðnum ströppum eða böndum sem maður festir í króka í loft- inu. Þú vinnur alfarið með þína eigin líkamsþyngd í stað lóða og það fer eftir hvernig þú hallar þér í æfing- unni hversu erfið hún er,“ útskýrir Íris. „Þetta er alveg jafnt fyrir byrjendur, atvinnu- og íþróttamenn og eldri borgara því æfingarnar er hægt að sníða að hverjum og einum og að tilteknum íþróttum,“ bætir hún við. Eitt námskeið er þegar yfirstaðið í Heilsuakademí- unni og morgun- og kvöld námskeið þegar hafin. „Það er allt að fyllast. Miðað við gengið núna í dag er ég viss um að þetta er komið til að vera,“ segir Íris Huld. - ag Vinsælt þjálfunarkerfi NÝJASTA HEILSURÆKTARÆÐIÐ? Íris Huld segir TRX-þjálfunar- kerfið njóta mikilla vinsælda og er viss um að það sé komið til að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Upplestrarkvöld á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20 Þórarinn Eldjárn / Alltaf sama sagan Viktor Arnar Ingólfsson / Sólstjakar Páll Valsson / Vigdís – Kona verður forseti Ragna Sigurðardóttir / Hið fullkomna landslag Allir hjartanlega velkomnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.