Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 73
FIMMTUDAGUR 3. desember 2009 57
Tíu þúsundasti gestur leikritsins
Harry og Heimir var leystur út
með gjöfum í miðri sýningu í
Borgarleikhúsinu á þriðjudags-
kvöld. Jón Torfason var sá heppni
og fékk hann í sinn hlut veglegan
blómvönd, gjafakort í Borgar-
leikhúsinu og plötu með fyrstu
útvarpsleikritunum eftir þá
félaga Harry og Heimi. Leikrit-
ið Harry og Heimir – með öðrum
morðum var frumsýnt 12. sept-
ember síðastliðinn. Síðan þá hafa
verið leiknar fimmtíu sýningar
fyrir troðfullu húsi og ljóst að
þeir félagar hafa svo sannarlega
hitt í mark á meðal almennings.
Uppselt er á leikritið langt fram
í janúar.
Gestir orðnir
tíu þúsund
NÚMER 10 ÞÚSUND Jón Torfason ásamt
þeim Harry og Heimi á sýningunni í
Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐA/ANTON
Myndband sem sýnir leikkonuna
Marilyn Monroe nota ólögleg efni
í heimahúsi verður sett á sölu
á uppboðsvefnum eBay innan
skamms. Myndbandið er talið
vera frá árinu 1958 og sýnir leik-
konuna ásamt tvemur vinkonum
reykja marijúana. Upprunalegur
eigandi myndbandsins hefur
staðfest að Monroe hafi verið að
nota vímuefni. „Ég átti marijú-
anað. Við fengum okkur jónu
sem var svo látin ganga manna á
milli. Þetta var engin veisla, bara
lítil samkoma fólks sem vildi
hittast og spjalla,“ var haft eftir
upptökumanninum sem vildi ekki
láta nafns síns getið.
Monroe
reykir jónu
MONROE Marilyn Monroe er ein þekkt-
asta kvikmyndastjarna allra tíma og
þótti með eindæmum fögur.
Færeyska söngkonan Eivør
Pálsdóttir heldur tónleika
í Fríkirkjunni í Reykjavík
laugardagskvöldið 12. desember.
Þar mætir hún berskjölduð til
leiks, án hljómsveitar, sem hún
hefur ekki gert í háa herrans
tíð á Íslandi. Eivør er nýbúin að
senda frá sér tónleikaplötuna
Live sem inniheldur upptökur
frá árunum 2005-2009 af tón-
leikum í Færeyjum, Íslandi,
Japan, Danmörku, Austurríki
og Þýskalandi. Þessa dagana
er hún önnum kafin við upptök-
ur á sinni næstu hljóðversplötu.
Forsala á tónleikana í Fríkirkj-
unni hefst í dag kl. 10 á Midi.is
og eru aðeins 350 miðar í boði.
Miðaverð er 2.500 krónur.
Eivør syngur í Fríkirkjunni
EIVØR PÁLSDÓTTIR Eivør heldur tónleika
í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardags-
kvöldið 12. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjórða sólóplata Fabúlu, Margrétar Kristínar
Sigurðar dóttur, kemur út á föstudaginn. Platan
heitir In Your Skin og inniheldur tólf lög sem eru
flest sungin á ensku.
Tvö lög eru sungin á íslensku og eru þau bæði til-
einkuð foreldrum hennar. „Þau áttu gullbrúðkaups-
afmæli í fyrra. Ég bjó til lög við ljóð sem ég hafði
samið til þeirra áður,“ segir Margrét.
Hún hóf vinnu við plötuna síðasta vetur og segir
hana poppaðari en þá síðustu sem hún gaf út, hina
lágstemmdu og draumkenndu Dusk. Á In Your Skin
má finna naktar og fíngerðar framsetningar í bland
við stórar hljóðmyndir og kraftmikla kafla. Stíll
Fabúlu einkennist af tregablandinni leikgleði og
óvæntum uppákomum eins og kemur berlega í ljós á
plötunni.
Hún ætlar að fylgja gripnum eftir með útgáfu-
tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu á föstudaginn.
Einnig fer hún í tónleikaferð um landið eftir áramót.
„Ég hef ekki áður farið hringinn með tónlistina
mína. Ég hef bara skotist stutta túra og á fáa staði
þannig að ég á það eftir. Ég hlakka til að gera það,“
segir Margrét. Einnig hyggur hún á spilamennsku á
Norðurlöndunum með vorinu og verður það í fyrsta
sinn sem hún fer þangað í tónleikaferð.
Hægt verður að fylgjast með Fabúlu á nýrri vef-
síðu, Fabula.is, sem verður opnuð á föstudaginn. - fb
Lög handa mömmu og pabba
FABÚLA Fjórða
sólóplata Fabúlu
kemur út á föstu-
daginn. Hún nefn-
ist In Your Skin.
Kringlunni Sími 534-0066
®
FRIIS & COMPANY ER 5 ÁRA!
BirthdaySale
Við höldum upp á það með því að bjóða 20% afslátt af öllum vörum
í versluninni í dag 3 des. Hlökkum til að sjá þig!
Live & Love
-20%