Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 15
Gamansaga eftir
Carlo Draeger
— Ég veit það, Harry, svaraði hin konan blíðlcga. En
komdu með okkur núna.
HLÝJAN í rödd hennar og svip varð tií þess, nð Eirikur
kom fyllilega til sjálfs sín aftur. Þegar þar við bættist heift
og fyrirgangur hinnar fyrrnefndu, lét hann til leiðast að
lofa þeim að ýta sér inn ! bílinn, sem beið. Settust Þær sín
hvorum megin við hann, og síðan var ekið á harðaspretti
til borgarinnar.
Hann kenndi, að hin grama var engin önnur en kvik-
myndastjarnan Dollý Moon. Hin hógværa hét Birta Fair og
var upprennandi stjarna leiklistarinnar. Maðurinn við stýrið
var enginn annar en hinn kunni kvikmyndastjóri, Rastenius,
með álnarlangan vindil uppi i sér.
— Hver fjandinn gengur að þér, Harry? sagði sá með vindil-
inn. Hvernig hefur þú náð að hjóla alla leið hingað og verða
á undan okkur?
HARRY I-IEART kom á fleygiferð inn á þjóðveginn í bláa
draumabilnum, nógu snemma til að sjá Þær Dollý og. Birtu
ýta Eiríki inn í bifreið sina. Hann skildi hvorki upp né niður
1 neinu. Fyrst datt honum í hug að leika njósnara og fylgia
þeim eftir. En svo skaut upp hjá honum annarri hugmynd,
og hann stöðvaði bílinn við hliðina á hjóli hins brottnumda.
Hann steig út og starði á hjólið, eins og það gæti gefið ein-
hverja skýringu á þvi, er gerzt hafði.
Svo leit hann á klukkuna. Nú átti hann að vera kominn
niður í kvikmyndaver, átti að vera búinn að hafa fataskipti
og farða sig. Og hér stóð hann nú í moldvörpulitri kápu og
gráum buxum og glápti á reiðhjól, sem að minnsta kost.i ekki
sagði honum neitt af neinu.
— Hvers vegna stendurðu þarna og horfir á hjólið þitt?
spurði kvenrödd, og Harry Heart varð litið inn í tvö falleg,
brún augu.
— Flýttu þér nú inn, maturinn er tilbúinn, hélt hún áfram.
-— Þetta hljóta að vera einhver mistök, sagði Harry Heart.
Þér munuð taka mig fyrir einhvern annan. Nafn mitt er
Harry Heart.
Framhald á bls. 32.
Kvikmyndaleikarinn kunni ágætlega við konu skrifstofumannsins.
'
Verða flugvellir úrelfir?
Eftir þvi sem þoturnar stækka,
hefur það orðið mikið vandamál,
að geta lent eða tekið sig á loft á
venjulegum flugvöllum. Lausnin
hefur verið sú að gera tiltölulega
fáar risa-flughafnir, þar sem þess-
ar vélar hafa viðkomu. Nú er ensk
uppfinning á góðum vegi með að
gera þessar löngu flugbrautir ó-
þarfar. Hún er fólgin í því, að
blæstrinum frá þrýstiloftsmóturún-
um er bqint niður, og ])á þarf ekki
að sökum að spyrja, að vélin hefur
sig til flugs ióðrétt upp i loftið og
þarf ekki stærri flugvöll en blett-
inn, sem hún stendur á. Þegar liún
er komin hæfilega hátt, er þrýsti-
loftinu beint aftur, og tekur þá vél- <
in viðbragð áfram. Með þessu móti
ætti að draga stórlega úr slysahættu,
sem alltaf er mest við flugtak og
lendingu.
Ef þetta reynist lausnin í fram-
tiðinni, horfir öðruvísi við um
lagningu nýs flugvallar fyrir y
Reykjavík. Þá geta þeir verið ró- '
legir á Álftanesinu. Bessastaðir
verða áfram bústaður forseta ís-
lands, og fínu einbýlishúsin í
Gálgahrauni verða ekki rifin. ^ ‘Jm
vikan 15