Vikan - 09.02.1961, Síða 21
PALLI PRINS
(Framhald af hls. 28).
hún stjörnuprikinu upp. Og einn,
tveir og þrír: Palli prins var orð-
inn alveg tandurhreinn.
Og að hugsa sér, það var ekki
einn einasti sótblettur á mottunum
heldur. Ánægður flýtti Palli prins
sér inn í herbergið, og þar sá hann
stóran og finan stjörnukíki.
„Jæja,“ sagði stjarnan og hló.
„Ætlarðu ekki að líta í ldkinn?“
Palli prins leit forvitinn i kíkinn
og upp í himininn. Og svei mér þá:
Hátt, hátt uppi á himninum kom
hann auga á nokkrar litlar stjörnur,
sem fægðu stóra, rauða töflu. Þegar
hún var orðin slétt og fin, byrjaði
ein þeirra að skrifa eitthvað á hana
með stórum, hvítum stöfum. En
Palli gleypti stóran kökk, sem kom
upp í hálsinn á honum.
„Ég skil ekki, hvað stendur á töfl-
unni,“ sagði hann. „Málið er svo
einkennilegt og framandi.“
„Þetta er nú alveg makalaust,“
sagði stjarnan. „Nú er ég aftur svona
kærulaus. Það liggur í augum uppi,
að þú getur ekki lesið stjörnumálið
án þess að nota stjörnugleraugu,
og þau verður þú að nota í hvert
skipti, sem þú ætlar að lesa stjörnu-
blaðið. En það fylgir þvi mikil
ábyrgð að nota þessi gleraugu. Þau
mega ekki komast i hendurnar á
neinum óviðkomandi, þvi að þá er
ekki til neins að óska sér einhvers
við stjörnuhrap framar.“
Palli litli setti hátíðlega á sig
gleraugun.
„Ég veit ekki, hvort ég þori að
hafa þau,“ sagði hann varlega. „Það
er eiginlega of mikil ábyrgð fyrir
svona litinn prins eins og mig. Get-
ur þú ekki lesið stjörnublaðið fyrir
mig á hverjum degi?“
„Nei, það dugir ekki,“ sagði
stjarnan, ,,ég get ekki alltaf verið
hjá þér. Öll stjörnuhröp vinna við
stjörnublaðið. Við erum alltaf á
ferð og flugi, og nú verð ég strax
að leggja af stað aftur. Við skulum
nú flýta okkur og athuga, hvað
stendur i blaðinu. Þá fáum við að
vita, hvað við eigum að gera.“
STJÖRNUBLAÐ dagsins — Morg-
unútgáfa, stóð efst ineð stórum
bókstöfum, síðan kom:
Framhald í næsta blaði.
VETRARHJÁLPIN
(Framhald af bls. 12)
leigulaust hjá bænum. t>að hefur
bjargað því, að það hefur haft í sig
að eta. En strax og það þarf að klæða
sig, eins og fyrir jólin, fá skó eða
flík, þá hefur það ekki neitt.
— Haldið þér ekki, að það sé svo
mannskemmandi að búa í lélegu hús-
næði, að barnmargar fjölskyjdur gefi
í raun og veru upp alla von og von-
leysið leiði börnin til afbrota?
— Eg held, að það fari alveg eftir
því, hvernig fólkið er. Ef þetta er
gott fólk, þá elur það börn sín engu
verr upp en þeir, sem búa í góðu
húsnæði. En ég held, að í þessum
braggahverfum séu vandræði. En hitt
veit ég, að lengi má deila um það,
hvað skemmir. Og það fer líka eftir
þrengslum. Þrengslin eru ofboðsleg
hjá þessu fólki — og fyrir börnin
að læra. En hvort nýtir menn verða
úr þeim, — það held ég sé bara undir
því komið, hvernig foreldrarnir eru.
Annars reynir bærinn að hjálpa þessu
fólki eins og unnt er, enda siðferði-
lega sjálfsagt.
Úlfar.
Þorrinn er hafinn
Símí 1ZZS8 og 1ZZ59*
yiKAK T!1