Vikan - 09.02.1961, Side 31
BADMINTON
SPAÐAR
BOLTAR
NET
SPAÐAR
STRENGDIR/jí
BÚNINGAR
STAKAR BUXUR
SOKKAR
FLJÓT
AFGREIÐSLA
(Sjá grein í 3. tbl.
Vikunnar).
L.H. MULLER
Austurstræti 17.
brosi. en áður, og alla leiðina niður
er ég að velta því fyrir mér, hvað hún
hafi meint með bví að brosa svona.
Þegar ég kem út, fæ ég annað að
hugsa. Ég næstum rekst á Rúnu. —
Hamingjan hjálpi mér, ert þetta Þú,
Heiða? hrópar hún. Hvað er að?
Ertu lasin?
— Lasin? segi ég og á bágt með að
leyna undrun minni og reiði.
— Nei, svo sannarlega er ég ekki
lasin.
— Jæja, það er gott, segir hún
fljótmælt. — Þú ert einhvern veginn
öðruvísi en þú ert vön að vera, en
ég má bara ekki vera að því að finna,
hvað það er. Ég er að flýta mér svo.
Hann Jónas bíður eftir mér. Ég tala
við þig seinna.
Hún hverfur í mannþröngina, en
eftir stend ég og botna hvorki upp
né niður i hlutunum. Rúna hefur nú
alltaf verið dálítið skrýtin! — — —
Klukkan er að verða fjögur.
Ég geng út í Austurstræti. Hjá
ócúlus nem ég staðar og athuga
snyrtivörurnar í glugganum. Ég finn,
að einhver er að horfa á mig, og lit
upp. Inni í verzluninni standa tvær
t-elpur um fermingu og flissa. Þær
flýta sér að líta undan, þegar þær sjá,
að ég hef tekið eftir þeim.----------
Undarlegt, hvað ungt fólk er illa sið-
að nú á dögum — 1 mínu ungdæmi
— — — Nei, sleppum þvi.
Við Landsbankann stendur Friðrik
og les i blaði.
— Jæja, segi ég, — við erum stund-
vis eins og fyrri daginn.
Hann litur undrandi upp úr blað-
inu. — Voruð þér að tala við mig? —
Ó, Heiða, ert þetta virkilega þú?
-— Já, hver hélztu það væri, —
Elísabet Englandsdrottning?
■—• Nei, ég ætlaði ekki að--------
Hann hlær, og það er eitthvað í
þeim hlátri, sem ég kann ekki við.
Svo leiðumst við inn á Hótel Borg
— alveg eins og fyrir átján árum,
setjumst við borðið okkar. Þjónninn
er ekki hinn sami, en við fáum gott
kaffi og sandkökusneiðar. Við rifjum
upp gamlar endurminningar, reykjum
Camel og fáum heitara kaffi á könn-
una.
Klukkan hálfsex er ég loks komin
heim. Ég hef fataskipti með hraði
og er að Ijúka við að þvo upp og
ganga frá, þegar Lea kemur heim.
Hún slengir töskunni á borðið í for-
stofunni, gengur úr skónum og lætur
þá liggja eins og þeir vilja.
Hún kyssir mig á kinnina og segir
þreytulega:
— Attu kaffi?
— Það er vist kalt á könnunni,
fáðu þér mjólk.
•— Æ, nei, það held ég ekki, ég bið
bara eftir matnum.
Hún fer. Eg heyri, að hún opnar
dyrnar að svefnherberginu, dregur
stól að snyrtiborðinu og sezt. Ég byrja
að leggja á borðið og fer margar
ferðir frá eldhúsinu og inn i borð-
stofuna, og alltaf geng ég fram hjá
dyrunum, þar sem dóttir min er.
Lengi situr hún grafkyrr með hönd
undir kinn og starir inn í spegilinn,
jafnlengi og það tekur mig að setja
dúkinn á borðið, diskana, hnífapörin
og glösin, en þegar ég ber inn smjörið
og brauðið, er hún byrjuð að bursta
hárið hægt og nærfærnislega. Svo
kallar hún:
— Mamma, geturðu aðeins komið?
— Finnst þér ég ætti að breyta um
greiðslu eða lita á mér hárið?
— Þú að lita hárið, segi ég og verð
svo furðu lostin, að ég er næstum
búin að missa mjólkurkönnuna úr
höndunum.
— Já, því ekki? Önnur hver stelpa,
sem maður mætir, er með litað hár.
Og hún bætir við eftir augnabliks-
þögn: — Ég þarf nauðsynlega að
breyta mér eitthvað. Ég er alltaf með
sömu krökkunum, og þess vegna er
snjallt að skipta um andlit öðru
hverju.
— Þú líka, segi ég, áður en ég
veit af.
— Ég líka, hvað meinarðu?
— Æ, ekkert sérstakt, ég sagði
bara svona.
— Já, hún byrjar aftur að greiða
sér. — Ég gæti auðvitað látið klippa
mig. Fólk hlýtur að fá leiða á manni,
ef maður er alla daga eins.
— En þú sjálf þá, verður þú ekki
leið á fólki, sem er alltaf eins, t. d.
okkur pabba þínum. Aldrei skiptum
við um andlit. Það er ekki laust við
að ég hnjóti um orðin.
— Elsku góða mamma mín, hvernig
geturðu talag? segir hún hneyksluð.
— Það gegnir allt öðru máli um
ykkur.
— Þú átt við, að gamalt fólk geti
ekki breytzt til batnaðar — eða
hvað?
— Nei, svo sannarlega á ég ekki
við það. Fyrst og fremst eruð þið
ekki gömul, — ekki enn þá að minnsta
kosti, og í öðru lagi eruð þið ná-
kvæmlega eins og ég vil hafa ykkur.
Þú ert mamma, og pabbi er pabbi,
og ykkur má alls ekki breyta.
— Það er skrýtið.
— Nei, það er einmitt ekkert
skrýtið. Núna, þegar allt er á fleygi-
ferð og hver einasta manneskja, sem
maður talar við, er í nokkurs konar
kapphlaupi við sjálfa sig, segir eitt
í dag og annað á morgun, vill eitt
í dag og annað á morgun, þá er dá-
samlegt að eiga heimili, sem maður
getur verið alveg viss um, að sé ná-
kvæmlega eins i dag og það var í
gær. Og þótt allir aðrir svíki, eruð
þið ávallt hin sömu. Þið eruð sú
kjölfesta, sem ég get alltaf reitt mig
á. Mamma, Þér finnst ég kannski
langorð og hátíðleg, en ég sver, að
ég meina þetta, sem ég segi. Ykkur
má aldrei breyta, aldrei. Skilurðu
það? Síðustu orðin kafna í kjökri,
og ég lofa henni að gráta í fangi
mínu. Ég veit, að orsökin til þessa
alls saman er aðeins ein: ástarsorg.
— Lea mín, er það Óskar? segi ég,
þegar gráturinn rénar.
— Já, mamma. Hann er búinn að
fá leiða á mér. Frænka hennar Ástu,
— þú veizt, — þessi frá Sviss, — er
líka voða sæt og smart, svo að ég skil
þetta vel E'n þetta er allt í lagi. Ég
á víst eftir að hlæja að þessari ástar-
sorg minni, en hún er ekkert léttari
fyrir það núna.
Hún stendur upp, léggur hendurn-
ar um háls mér, horfir blíðlega á mig
og segir:
— Elsku mamma mín, þú ert svo
góð, alltaf sú sama, þú og pabbi. Guði
sé loí.
Hún kyssir mig á kinnina og strýk-
ur hendinni yfir hár mitt.
— Varstu að þvo þér?
— Já, flýti ég mér að segja.
Hún horfir rannsakandi á mig dá-
litla stund, en ég losa mig úr fangi
hennar og segi til að leyna vandræð-
um minum:
— Ég má vist ekki vera að þessu,
pabbi þinn fer að koma.
— Já, get ég ekki hjálpað þér? Þú
þarft að setja rúllur í hárið fyrir
mat. Alltaf getur verið, að pabbi
finni upp á því að fara út, og þá
getur þú ekki farið með honum svona
með slétt hárið. Heyrðu, mér finnst
þessi varalitur ekki fara þér vel. Ég
sá strax, þegar ég kom heim, að þú
varst einhvern veginn öðruvisi en þú
ert vön. Ég hélt þú værir lasin, en
nú veit ég, að það er varaliturinn —
og slétta hárið.
Allt í einu langar mig til að skelli-
hlæja, því að nú sé ég sjálfa mig í
spéspegli. Nú veit ég, hvers vegna
stúlkan á snyrtistofunni brosti, og ég
fyrirgef henni af öllu hjarta, þó að
hún hafi verið að hæðast að mér. Ég
fyrirgef lika telpunum, sem flissuðu.
Þeim var það sannarlega ekki of gott.
Og Friðrik, ég dáist að kurteisi þinni
og hetjulund að fara með mig á
Borgina, eins og ég leit út.
Ég skotra augunum snöggvast í
spegilinn, og þið ættuð bara að vita,
hve mér líður vel, þegar ég hef rekið
út úr mér tunguna framan i þessa,
sém þar mætir mér. Mig langar að
gefa henni langt nef líka, en stilli
mig, því að ég er frekar vel siðuð
kona. I staðinn brosi ég laumulega
og kinka kolli, þvi að við tvær, þessi
í speglinum og ég, eigum leyndarmál,
sem við erum staðráðnar í að varð-
veita vandlega.
Þegar Egill eldri kemur heim
stuttu seinna, er ég með klút um
höfuðið og ómáluð. Hvað er sjálf-
sagðara, þegar maður er með ný-
þvegið hár? ^
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður hald-
inn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 3.
júní 1961 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á
liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfirstandandi ári,
og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end-
urskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1960 og efna-
hagsreikninga til 31. des. 1960 og efnahagsreikning með
athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu
ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess cr frá fer, og
eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillög-
ur koma fram).
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um-
boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik, dagana
30. maí — 1. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð
til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik.
Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu
komin á skrifstofu félagsins i hendur til skráningar, ef unnt er,
viku fyrir fundinn.
Reykjavik, 10. janúar 1961-
STJÓRNIN
yixAN 31