Vikan


Vikan - 02.03.1961, Síða 4

Vikan - 02.03.1961, Síða 4
Þór Baldurs: LÆKNINGAR íyrir tilverknað íramliðinna Hann sagöist hafa sjóntæki í miðju enni og sjá með því sveiflur og ljós- víddir sem ekki teldust til jarð- neskrar skynjunar. Margir eru þeir, sem til andalækna hafa leitað hérlendis og þá oft með misjöfnum ár- angri. Telja sumir sig hafa fengið algeran bata fyrir tilverknað þeirra, en aðrir segja sig ekki hafa orðið fyrir neinum áhrifum. Ég hef rætt persónulega við andalækni einn hér í bæ og tel mig hafa orðið fyrir góðum áhrifum af. Þetta var síðsumarsdag einn árið 1957. Ég hafði orðið lasinn þá um morguninn, en lagðist þegar á daginn leið, og var að brjóta heilann um, hvort ekki væri rétt að ræða um þetta við mann, sem ég hafði heyrt, að hefði yfir undarlegum hæfileikum til lækninga að ráða. Hafði ég samband við hann þá um daginn, og mæltum við okkur mót þá um kvöldið. Þótti mér undarlegt, hversu hann skyggndi mig og sagði mér veikindasögu mína alla ævina, án þess að ég segði orð, og var úr nógu að moða af þvi tagi hjá mér. Hélt hann fyrir augun, meðan á þessu stóð, og hélt i hönd mér. Sagði liann mér eftir á, að hann hefði eitthvert sjón- tæki i miðju enni, sem sæi sveiflur eða ljósvidd- ir, er teldust ekki til hinnar jarðlegu skynjun- ar. Hann sagði mér, að ekki hefði þessi hæfi- leiki sinn verið meðfæddur, heldur hefði hann fyrst orðið var við útgeislun frá myndum af fólki, og hefði hann þá farið að leggja rækt við þetta og farið að sjá meira og meira smám saman. Hann tjáði mér einnig, að ég gæti orðið gamall maður, ef ég fengi mér rólegt starf. Ræddum við um dulfræðileg efni nokkra stund, og hélt ég svo heim á leið. Hið undarlega við þetta allt saman gerðist, eftir að ég var háttaður og búinn að koma mér notalega fyrir. Hafði ég iegið svona nokkra stund í rökkrinu, þegar ég sá hann koma út í gegnum einn vegginn. Sýn þessi hélzt ekki lengi, én mér var eins og bylt til í rúminu, hálfkastaðist til. Hafði hann birzt mér þarna ljóslifandi og virtist eins ljóslifandi og fyrr um kvöldið, þegar við ræddum saman. Ekki sá ég betur en tveir menn kæmu með honum, en þeir hurfu sjónum mínum, eins og hann hafði gert- Hugleiddi ég atburð kvöldsins nokkra stund og þótti einsætt, að þarna hefði hann verið að húsvitja hjá mér og athuga, hvort hann gæti ekki hjálpað mér frá æðri sviðum. Fann ég ekki betur daginn eftir en mér liði miklu betur. Þessi atburður varð mér persónulega því fullkomin sönnun 'um getu andalækna. Tvisvar á eftir eða um tveimur til þremur mánuðum siðar varð ég var við svipuð áhrif og held, að hann hafi verið þarna að verki. Mér er einnig kunnugt um fleiri tilfelli, samt ekki í sambandi við þennan andalækni. Þessi tiifelli voru kona með þvagsteina og hitt til- fellið með sjúkdóm i nýrum. Bæði fengu þau fullan bata nóttina eftir, að rætt hafði verið við andalækni, og var þó hinn nýrnasjúki kom- inn á spítala og beið eftir uppskurði, þegar atburðurinn gerðist. Hafði hann þjáðst lengi og var orðinn mjög niðurdreginn og slæptur. í fyrra tilfeiiinu hafði sjúklingurinn átt við langvinnar þjáningar að stríða, og var þessi hjálp ómetanlega gagnleg, þar sem komizt varð hjá uppskurði. En hvernig skyldi standa á því, að sumir fá ekki lækningu, þó að leitað sé til þessa ágæta andalækningafólks? Mér er kunnugt um tvær höfuðorsakir til þessa. Hin fyrri er sú, að sjúkl- ingurinn lokar fyrir möguleika til lækningar með vantrú sinni á lækninguna. Trúin á lækn- inguna mun vera eitt höfuðskiiyrði þess, að hún takist, og svo mun einnig oft vera um ineðaiaiækningar nútímans. Hugsanagangur fólks hefur sem sé meiri áhrif tii góðs eða ills en margan grunar. Siðari ástæðan fyrir mis- tökum, þótt trúin sé nægileg, er talin vera sú af dulfróðum mönnum, að hinn innri maður eða hin dulda vitund telji alls ekki æskilegt fyrir manninn að halda lifinu áfram 1 þvi formi, sem því er lifað, — sem sé, að maðurinn hafi ekki meira að læra á jarðsviðinu, og beri því að leysa líkamann upp tii að losna úr böndum við hann. Með því kemst vitundarstigið upp á næsta atig fyrir oían hjá öilu venjulegu fólki og fær aðstæður til þroskunar sálarinnar i öll- um þeim aragrúa möguleika, sem bjóðast þar eins og hér. Astæðan til þessa er sú, að okkur mönnunum hættir til að stirðna i skoðunum og aðstæður lifsþróunarinnar verða allt annað en æskilegar fyrir oss. Til munu þeir, sem eru þeim hæfileikum gæddir að geta læknað með því að leggja hend- urnar á hinn sjúka líkamshiuta. Ekki er mér þó kunnugt um nein slík dæmi hérlendis, en mér kemur til hugar sagan af Lilian Baines, sem starfar i Bláa hringnum. Ilún var komin af auðugu foreldri, en vissi ekkert um hæíi- leika sinn fyrr en í heimsstyrjöldinni, þegar einn af undirmönnum hennar varð helsjúkur og bráð nauðsyn lækningar. Enginn læknir var þó nærstaddur, og hið einkennilega gerðist, að Lilian fannst sem hún gæti iæknað manninn með þvi að leggja höndina á hinn helsjúka líkamshluta. Ekki hafði hún fyrr snert mann- inn en rafstraumur virtist ganga gegnum hend- ur hennar og maðurinn varð alfrískur þegar i stað. Eftir þennan atburð fór hún að hugsa um lækningar og opnaði Bláa hringinn i Lon- don. Lækningastofa hennar þar er þéttskipuð sjúklingum, og allir tala þeir um hinar ótrúlegu lækningar Lilian Baines. Mikið er einnig um lækningar við trúarat- hafnir, og margir eru þeir, sem telja sig eiga bata sinn að þakka tilbeiðslu ýmissa trúar- safnaða. Flestar slikar trúarlækningar munu vera grundvallaðar á lækningum Jesú Krists, hinum mikla meistara. Er nokkuð athyglisvert, hve oft hann spurði sjúklinga sína, hvort þeár tryðu. Virðist hér því vera um grundvallar- atriði að ræða, hvort sjúklingar hans trúðu á mátt hans til að framkvæma lækninguna. Verð- ur ekki annað séð en Kristur hafi átt yfir svo sterkri ímyndunargáfu að ráða, að holdið eða m. ö. o. hið likamlega efni hafi bókstaflega farið algerlega eftir vilja hans og hugsun. Ef við snúum okkur að efninu um lækningar fyrir tilverknað framliðinna manna, vaknar sú spurning, hvernig slikt geti í rauninni gerzt. Ég persónulega hef myndað mér þá skoðun á málinu, að þeir lækni hina æðri sveiflutiðni líkama okkar, — það er að segja þá líkama, sem teljast ekki efninu til, en eru hins vegar á æðri sveiflusviðum, — þvi að sjúkdómurinn virðist vera gegnumgangandi gegniun öll sveiflusviðin, og þvi hærri sem þau eru, þeim 4 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.