Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 6

Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 6
JPPEf p§gí2* f v t? SAGAN af útkjálkapiltinum, sem leggur af staS út í heiminn, ratar i ótal ævintýri og kemur svo einn góðan veðurdag að hliðum höfuðborgarinnar, heldur ótrauð- ur inn fyrir, inn í þá undraveröld skrauls, for- dildar, skarkala og glaums, sem honum hafði ekki einu sinni tekizt að mana fram í óstýri- læti dagdrauma sinna; stendur fyrst í stað öld- ungis höggdofa yfir öllum ósköpunum en kastar sér svo út í hringiðu atburðanna, sem bera hann fyrr en hann veit orðið af á hina ótrúlegustu staði þar sem hann lcemst i kynni við þær ólik- ustu manntegundir — hofmenn og skelma, guðsmenn og glæpahyski, marskálka og skenkj- ara, dándiskvinnur og vændiskvendi, aðals- fólk og aumingjalýð, presta og böðla, eðalmenni og úrhrök — já, kemst að lokum í kynni við kónginn sjálfan; þessi saga hefur oft verið sögð og i ótal afbrigðum, en sjaldan af því látleysi og trúverðugleik, sem einkennir frásögn Jóns Ólafssonar Indíafara af vist sinni í Kaupenhafn. Maður gæti freistazt til að trúa, að hann hefði haft með sér að heiman einhvern verndargrip, brimsorfinn smástein úr fjörunni eða kvistbrot úr vögguskriflinu, sem sökk undir honum i bæjarlækinn — eitthvað sem hélt honum á yfir- náttúrlegan hátt í órofatengslum við uppruna sinn og eðli á hverju sem gekk. Hann berst með hringiðunni en lætur hana aldrei færa sig í kaf; hann horfir skyggnum og athugulum aug- um smalans úr Dvergasteinshlíðinni á allt sem fram fer, en býsnast ekki yfir neinu og kemur ekkert að óvörum. Hann er áhorfandinn, sem skemmtir sér að visu prýðilega, en lætur ekkert ná þvi valdi á sér að það glepji skynsamlegt mat hans og dómgreind; smaladrengurinn, sem hefur lagt sig til svefns i álfahvamminum og lifir i draumi sinum öll undur huliðsheima, en veit þó alltaf að því aðeins megi hann vakna aftur heill af draumi sínum, að hann neyti ekki neins þess, sem álfarnir freista hans með og hagar sér samkvæmt því, enda þótt hann gangi með þeim i dansinn og skoði gull þeirra og gersimar. Og Jón Ólafsson vaknaði andlega hlill af draumi sinum, enda þótt álfar kæmu fram við hann nokkurri hefnd fyrir þrákelkni hans og óþýðleik, þannig að hann bæri nokkur merki draumsins likamlega. Og hann mundi draum sinn og kunni að segja frá honum ... KÖMMU eftir að Jón var innskrifaður i kóngsins bók sem skotliði og hafði unnið þjónustueið sinn hátíðlega, bar svo við er hann var á gangi árla morguns í grennd við Frúarkirkju, að karlmaður og kven- snift, sem gengu á undan honum að brunni ein- um, er þar var, gáfu frá sér mikið hljóð er þeim varð litið ofan í brunninn; sögðu að þar flyti eitt dautt meybarn. Gekk Jón þangað „skyndilega og leit hvað skeð var. Slíkt frábært tilfelli barst skyndilega um borgina og rann- sökun gjörð með ýmsum hætti og úr þeirri sókn strax næsta morgni fimm hundruð þjónustu- meyjar upp á ráðhús og hafðar og þar til reynt, hvort nokkur mjólk væri í þeirra brjóstum, hvað ei fannst vera hjá nokkurri þeirra. Og af sllku tilfelli gekk veinan og grátur í borginni, og í kirkjunni bæn gjörð til Guðs að auglýsast mætti, hvað þó ei skeði augljóslega, utan hvað tilgátur voru, að komið mundi frá húsi einnar hálærðrar persónu M. Hr. m. Var þá við lokið Kristján IV., konungur fslands og Danmerk- ur á þeim árum, er Jón Indíafari kynntist honum. . .... ...:.« ■ • : • ?.•.;:••.••.• •. ®g|^|||É|Sl| , ... : & A •• Amakurstorg á dögum Jóns Indíafara. Fyrir miðju gnæfir turninn á Nikulásarkirkju.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.