Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 8

Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 8
GUÐMUNDUR JONATAN GUÐMUNDSSON „SJÁLFRENNINGURINN“. BIFREIÐIN býður upp á marg- vísleg ævintýri. Unga fólkið hefur eignast hana og jafnvel gamalt fólk á sínar skemmti- legustu minningar í sambanrli við hana. Þeir, sem færldir eru rétt eftir siðustu aldamót, tóku bifreiðinni tveim höndum á unglingsaldri, dreymdi um hana, en grunaði varla að þeir myndu nokkru sinni verða svo öflugir, að þeir gætu sjálfir eignast slíkt farartæki. í hæsta máta vonuðu þeir, að þeir yrðu einhvern- tíma svo miklir heldri menn, að þeir fengju að sitja i bifreið dálit- inn spöl. — Þessir menn og eldri, minnast þess að i bernsku bifreið- anna, um 1913 og næstu árin þar á eftir, var hún kallaður „sjálf- renningur“ og það fylgdi þessum „sjálfrenningi“ ekki aðeins aðdáun heldur og einnig ótti. Einn af rit- höfundum þjóðarinnar hefur gefið greinagóða lýsingu á því, er fyrsta bifreiðin kom í þorpið þar sem hann ólst upp. Koma hennar hafði verið boðuð og fólkið var fullt eftirvænt- ingar. Þegar til þessa furðutækis sást — í rykskýi — í allmikilli fjar- lægð, fór fólk að týnast út úr kot- unum. Enginn þorði út á þorpsgöt- una, en allir röðuðu sér innan grjót- garðanna og skimuðu óttaslegnir i austurátt þangað, sem von var á að „sjálfrenningurinn“ kæmi. Og loksins kom hann, rann áfram án þess að nokkuð drægi liann eða ýtti á eftir honum. Annað eins hafði aldrei sést. Deilur risu upp um nafn þessa nýja tækis og „sjálfrenning- urinn“ hvarf úr sögunni, en „bif- reiðin“ kom i staðinn, þó að „bíll- inn“ hafi orðið fjári lífsseigur. Síðan þetta var, eru aðeins liðin 47 ár. Það er ekki langur tími, en hann nægir til þess að „sjálfrenningur- inn“ liefur skapað þúsundum manna örlög, breytt öllu og umsnúið, gert menn flugríka og fátæka, bætt heilsu manna og slasað, limlest og drepið svo að okkur hrýs hugur við. Bifreiðin hefur jafnvel gert menn að kóngum. Áður hefur Ald- arspegill Vikunnar gegnumlýst þrjá bilakónga: Egil Vilhjálmsson, Krist- ján Kristjánsson og Steindór Ein- arsson. Það eru ólíkir menn, sinn af hverri sort, en kóngar samt. Og nú skal ljósinr beint að þeim þriðja sem sumir kalla Bílakóng- inn á Klapparstíg: Guðmundi Jónatan Guðmundssyni, sem segja má að hafi skotið upp á við- skiptahiminn Reykjavíkur eins og spútnik á örfáum árum, þotið upp af sínum „banabeði“ af þvi að hann neitaði að viðurkenna stað- reyndir. FYRSTI HVERGERÐINGURINN. INU SINNI dreymdi nokkra framkvæmda- og hugsjóna- menn um það, að í Hvera- gerði í Árnessýslu risi upp myndarlegur iðnaðarbær. Þá hafði lítið verið talað um garðrækt, nema kartöflur og rófur, en því meir um nauðsyn þess að vinna íslenzka ull, að setja upp tóvinnuvélar og vef- stóla erlenda og vefa þar allt, sem hægt væri úr ullinni, til þess að ldæða islenzkar konur og karla ut- ast sem innst. Þessi draumur varð til þess, að nokkrir menn bund- ust samtökum, keyptu tóvinnuvélar frá öðrum löndum, byggðu hús við Reykjafoss í Varmá og settu þar upp vélarnar. Meðal þessara manna, og að líkindum helzti framkvæmda- maðurinn og stærsti hluthafinn, var Guðmundur Jónsson frá Hrauni i Ölfusi. Hann flutti í nýja húsið við Reykjafoss, valdi vefnaðarverk- smiðjunni nafn og gerðist forstjóri hennar. Hann var kvæntur Jónínu Árnadóttur frá Stokkseyri, og 28. okt. 1903 fæddist þarna fyrsta barn- ið i Ilveragerði, fyrsti borgari Hveragerðis: Guðmundur Jónatan. En Hveragerði var reyndar ekki orðið sérstakt hreppsfélag þá. Hann getur þvi nú, eftir að Hveragerði er orðinn svo merkur og lands- kunnur staður, stært sig af því, að hann sé fyrsta mannveran, sem fæddist á þessum stað frá örófi alda. Ekki stóðst hin nýja verksmiðja lengi fásinni og vantrú landsmanna, — og þá fyrst og fremst bænda í Ár- nesþmgi og á Rangárvöllum, eða tildurstilhncyingar annarra lands- manna, sem hefðu átt að kaupa klæðin, því að eftir skamma hríð varð að selja vélarnar fyrir tiltölu- lega lítið verð. Og nýja húsið, sem fyrsti H\ i rgerðingurinn fæddist 1, féll í rúst, en enn má sjá stólpa úr því og undirstöður við fossinn. Fossinn átti að nokkru að standa undir runninum, knýja vélarnar, og mun því vera ein fyrsta tilraun- in, sem gerð var til þess að beisla fossaflið, — og á næstu grösum var nóg af lieitii vatni, livort sem það var leitt í húsið eða ekki, en að minnsta kosti var hægt að baka all- an brauðmat i hverunuin og þvo þá þvotta, sem þurfti. Fyrsti H vergerðingurinn dvaldi ekki lengi á fæðingarstaðnum, en vel má vera að hann hafi ineð móð- urmjólkinni drukkið eitthvað í sig úr skauti hinnar sérkennilegu nátt- úru, að minnsta kosti hefur skap hans alla tíð verið ókyrrt, ólga í því, framkvæmdavilji og nokkurs- konar upphlaupafýsn, — þar er úð- inn frá fossinum, og hann hefur allt frá barnæsku átt í baráttu við svo mikla bjartahlýju og miðlað úr eigin sjóði, ef þar hefur nokkuð verið, en þar hefur ýmist verið al- ger þurrð eða dálagleg undirstaða, að aldrei hefur neitt festst lengi við hann, nema ef til vill hin allra síðustu ár, eftir að honum varð ljóst, að þá og þegar gæti hann orð- ið uppnuminn og yrði þá að hverfa frá öllu hérnamegin, fyrirvaralaust. EGAR FAÐIR Guðmundar Jónatans seldi eignirnar í Iiveragerði, flutti hann til Eyrarbakka og gerðist þar verzlunarmaður. Brátt varð hann forustumaður i þorpinu, oddviti i marga áratugi, hæggerður og ró- lyndur, gjörhugull og hvers manns hjálparhella svo að jafnvel hrepps- sjóður var i hættu, enda mikil fá- tækt og margir sveitarómagar, en þeir þá eins og börn oddvitans, sem honum bar skylda til að sjá fyrir. Þetta er um föður söguhetjunnar og sagt aðeins til þess að gefa hug- mynd um þann arf, sem hún hlaut, þann jarðveg, sem hún er sprottin upp úr, enda hægt að finna við þá könnun skýringar á mörgu því, sem seinna varð um hana. STRÁKAPÖR. Þegar Guðmundur Jónatan var ungur drengur var hann svo óróa- gjarn og uppáfyndingasamur að ekkert stóðst fyrir. Hann var ýmist upp á mýri eða út undir brimgarði, annað hvort að hjálpa einhverjum, sem átti bágt eða að fremja stráka- pör, til ergelsis fyrir þá, sem hon- um mun hafa fundist, þá stundina, að ætti að ergja fyrir eitthvað það sem þeir höfðu gert á hlut einhvers. Þegar honum óx aldur sullaðist hann á sjóinn og byrjaði svo snemma að skvetta í sig, að það var hreinasta lineyksli í þessu bann- og bindindis-þorpi, þar sem enginn sást fullur nema á sumardaginn fyrsta, þegar stilltir og virðulegir formenn veltu hver öðrum upp úr flæðarmálinu og stóðu upp með sand í hári og vitum, en læddust daginn eftir meðfram grjótgörðum skömmustulegir og utan við sig. Hann reri hjá Jóni í Mundakoti, sjálfum hreppsstjóranum, föður Ragnars í Smára. Hreppsstjórinn skyldi ekkert i sjóveiki drengsins, sem aldrei hafði verið sjóveikur, og hélt að óveður væri í aðsigi, sem hann skildi þó ekki, en réði af sjó- veikinni, en skýringin var einl'ald- lega sú, að drengurinn hafði komist i brennivin kvöldið áður og druklc- ið frá sér vitið — og timburmenn og meðfylgjandi velgja fylgdi i kjöl- farið. Þegar hann var i barnaskóla var allt á tjá og tundri i kringum hann. Oft lenti hann i blóðugum slagsmálum og allt af út úr því að hann vildi rétta hlut lítilmagna, en oftast stóð hann þó upp úr þeim glaður og reifur og fús til sátta. Enginn strákanna var eins slyngur og hann í glímu, sérstaklega sveiflu, og hefur skólabróðir hans sagt að aldrei gleymi hann Guðmundi Jónatan skellililæjandi með miklu stærri raum í viðstöðulausri sveiflu — hendandi honum frá sér að lok- um svo að hann lá endilangur og kotfallinn. Svo kom billinn. Guðmundur Jónatan var þá ekki hár í lofti, en hann langaði að eiga svona sjálf- renning. Hann þekkti dálítið til vél- anna í mótorbátunum, en slikar landvélar hafði hann aldrei séð fyrr. Hann eignaðist líka snemma bílskrjóð, vörubíl, og dröslaðist á honum um þorpið og upp um sveit- ir, ýmist í vinnu með hann eða á skemmtireisum svokölluðum upp uin sveitir. En lítið var að gera fyrir vörubilinn og þó var allt reynt til þess að láta fyrirtækið bera sig. Svo var pólitikin á hinn bóginn og hún var tímafrek. Hann varð besti og slægasti „agitatörinn“ og hjó í hvert sinn, sem þurfti og hitti ná- kvæmlega naglann á höfuðið. Að vísu var hann aldrei talinn for- ystumaður síns flokks á staðnum, en ef einhverju þurfti að koma fram meðal þorpsbúa varð fyrst og fremst að fá Guðmund Jónatan til þess — og þegar búið var að starta honum — fór hann á fulla ferð. ANN reyndi allt. Og hann keypti vélbát og gerði hann út og var sjálfur formaður. Hann lá fyrir utan brim- sundin á Eyrarbakka, eldsnar í hugsun, eldfljótur í handtökum, en alltaf lielzt um of djarfur þó að aldrei yrði að slysi á mönnum. Hann sullaðist inn úr á siðasta lagi. Og þegar inn úr var komið, og hann var búinn að lita um öxl á ólgandl brimið og ófært sundið, þá hló hann allur — og hlátur hans hefur alltaf verið þannig, að allir hafa hlegið með honum. Og hann reri úr Þor- lákshöfn. — Og þar var sama sagan sögð. Þrælduglegur, eldsnöggur, alltaf kátur, en allt að því sjóflón, rcri oft einskipa, þegar enginn ann- ar vildi fara út, aflaði mjög vel, en tefldi á tæpasta vað, djarfari til tækifæranna en flestir ef ekki allir aðrir. Og varð svo undarlega láns- samur, að aldrei hlekktist honum á. Menn hristu þá.oft hausana yfir „lielvítis glannaskapnum í Gvendi Jónatan“. — YFIRMAÐUR PÖRUPILTA. N SVO varð hann allt i einu heldri maður, og eiginlega án þess að liann hefði nokkurn tima látið sig dreyma um það, að hann gæti orðið heldrimaður, eða embættismaður, ef menn vilja heldur nefna það svo. Vinnuhælið á Litla Hrauni stóð þarna. Það hafði byggst með þeim hætti, að lækna- stríð hafði geysað i þorpinu og ann- ar helmingurinn ætlaði sér að byggja spítala handa þeim lækni, sem hann vildi hafa um kyrrt — og þá á móti þeim lækni, sem stjórnarvöldin fyrir sunnan höfðu slcikkað upp á Eyrbekkinga. En svo hjaðnaði stríðið — og „spítalinn“ stóð eins og tálguð beinagrind. Þá kom Jónas frá Hriflu og gerði hann að fangelsi. Þarna stóð fangelsið B VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.