Vikan


Vikan - 02.03.1961, Page 13

Vikan - 02.03.1961, Page 13
Konan að baki mannsins I. Hfisfreyjan í Gljúfrasteini Viðtai yið fru Auði Laxness Efri myndin: Frú Auður Sveinsdóttir að heimili sínu f Gljúfrasteini. Við hlið henn- ar er „applíkeraður“ púði eftir hana sjálfa með gömlu tréskurðar'- mynztri. Svart steinbítsroð er saum- að niður á hvítt „boy“ með silfur- vír. Þarna er frú Auður fyrir framan fallegt teppi, sem hún hefur einnig sjálf saumað og tekið eftir gömlu mynztri. Því miður náði ljósmynd- arinn ekki meiru með af teppinu. Einn lygnan vetrardag eftir mikla umlileypinga lögðum við leið okkar upp að Gljúfrasteini, húsi skáldsins, en ekki til að hitta það að máli, heldur konu þess, frú Auði Laxness. Sá fyrsti, sem við liitt- um á hænum, var stór, loðinn og svartur liundur, sem fagnaði okkur með áköfu gjammi. Síðan, eftir að við höfðum knúið dyra, tók frú Auður á móti okkur, lágvaxin, dökkhærð og hrosmild kona, sem fyrst i stað hafði nóg að gera við að hemja for- vitnar telpur og stugga hundinum í burtu. Okkur var tjáð, að hundurinn væri ekki heimilisfastur þarna, væri af næsta bæ, en kæmi daglega í heim- sókn. Telpurnar sýndu okkur mikinn áhuga. Þeirri eldri, Siggu, svipar mjög til föður síns, en þeirri yngri, Dunu, meira til móðurinnar. Þótti þeim það einkar forvitnilegt, að blaðamennirnir skyldu að þessu sinni vilja tala við mömmu, en ekki pabba. Að lokum tók vinnustúlkan þær í sínar hendur, þýzk stúlka, sem augsýnilega var þeim mjög hugþekk. — Þér hafið alltaf vinnustúlkur, er ekki svo? — Jú, og hef alltaf verið ánægð með þær, þannig að ég hef ekki mikið af því að segja, hve erfitt sé að halda vinnustúlkur. Annars hef ég einhvers staðar heyrt það, að ekki séu til skemar vinnu- stúlkur, aðeins slæmar húsmæður. Ekki veit ég hve mikið satt er í því, en ég minnist þessa oft, þegar við á, og hjá mér hefur þetta alltaf gengið eins og í sögu. Það gæti líka stafað af því, að hingað koma ekki nema rólegar stúlkur, hinar gætu ekki verið svona langt frá skemmtanalífinu. — Er nú ekki erfitt að halda hús, bæði svona fjarri bænum og þar sem óhjákvæmilega er mikill gestagangur? — Nei, það er það ekki. Ég hef eigin bíl til af- nota og fer auðvitað mjög oft i bæinn til að verzla. Mjólk og egg fáum við á næsta bæ og kaupfélag er hér rétt hjá. En þetta var óneitanlega erfiðara, þegar við höfðum hvorki rafmagn né hitaveitu það er að segja, við höfðum rafmagnsmótor, en nú hef ég flest nútímaþægindi. Þar að auki eru húsverk hvorki erfið né þreytandi, ef maður hefur einhvern áhuga fyrir þeim og leggur sig fram við þau. Ég lærði fljótt, að það borgar sig að taka til höndunum jafnóðum á þann hátt verður meira úr tímanum. — Munduð þér ekki heldur kjósa að búa í bænum? — Nei, alls ekki. Ég kann vel við mig hér, og fólkið hérna i sveitinni er svo indælt. Fyrst voru þetta auðvitað dálítil viðbrigði, en nú vildi ég ekki skipta. — Eruð þér þeirrar skoðunar, að ungar stúlkur eigi að mennta sig, eftir þvi sem þær geta, stunda sjálfstætt starf og jafnvel vinna úti eftir giftingu? — Já, mér finnst sjálfsagt að stúlkur mennti sig eftir því sem tök eru á og þær langar til og séu þær giftar finnst mér þær eigi að vinna við sitt starf eins lengi og þær geta heimilisins vegna. En þetta fer auðvitað eftir heimilisaðstæðum. Sjálf vann ég úti fimm fyrstu árin eftir að ég gifti mig, en til lengdar var óframkvæmanlegt að stunda vinnu og búa svona fjarri bænum, og þar að auki reyndist æ meiri þörf fyrir mig heitpa. — Hvaða menntun hafið þér og við hvað unnuð þér, áður en þér giftuð yður? — Ég varð fyrst gagnfræðingur, en lærði svo að taka röntgenmyndir og vann lengi við það. Svo, eftir að ég giftist, var ég einn vetur í handavinnu- kennaradeild Handiðaskólans og hef þannig rétt- indi til að vera barnakennari i handavinnu. Nú er búið að sameina þetta nám Kennaraskólanum. — Þér saumið þá mikið, tii dæmis á telpurnar? — Nei, ég hef ekki gaman af því að sauma fatn- að. Ég vil helzt sauma út og þykir gaman að „applikera“, en þá vil ég teikna mynztrin sjálf, því að ég hef enga ánægju af þvi að fá þetta allt upp i hendurnar, litaröðun og mynzturteikningu. — Listiðnaður er þá aðaláhugaínál yðar? — Já, einn vetur vann ég á Þjóðminjasafninu við að gera við gamlar hannyrðir, og þar sá ég margt og lærði, sem mér er ómetanlegt. —■ Við sjáum, að hér eru mynztur í veggteppum og'púðum tekin upp úr gömlum hannyrðum. — Já, sum eru meira að segja tekin eftir göml- um tréskurði. Það mætti gera meira af því að varðveita þessi gömlu mynztur, því að þau eru bæði falleg og listræn. — Hefur yður aldrei langað til að verða málari? — Nei, mér finnst fristundamálun vera hálf- gerð móðgun við málaralistina, því að þeir, sem fást við að mála i tómstundum sínum, vilja helzt aldrei viðurkenna, að málverk þeirra séu verri en góð listaverk. — Eruð þér í einhverjum sérstökum félags- samtökum? — Ekki svo heitið geti. Ég er reyndar i kvenréttindafélaginu, en tek ekki virkan þátt í starfseminni, einkum þar sem mér er nokkuð óhægt um vik. Svo er ég i kvenfélaginu hér í sveit- inni og þar eru margar konur, sem gott hefur verið að kynnast og vinna með. — Takið þið ekki mikinn þátt í samkvæmis- lífinu? — Jú, en ekki úr hófi, þannig að okkur verði það leiðigjarnt. Og það væri mjög erfitt fyrir okkur, ef við hefðum ekki íbúð í bænum, sem við gistum í öðru hverju. Framhald á bls. 35. VIKAN 1 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.