Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 14
Saga þessi gerist meö-
al œsJcufólks í París.
Ungur námsmaöur, Bob
Latellier, kemst fyrir
einkennilega hendingu í kynni viö Alain nokk-
urn, furöulegan mann, sem gengur undir nafninu
„skynsemipostulinn“ meöal félaga sinna — og
Bob fcer brátt aö reyna aö þessir félagar eru
ekki síöur furöulegir en Alain sjálfur; aö minnsta
kosti ólíkir því sem Bob á aö venjast.
prófunum og hann kostar námið. Við látum hvorn
annan í friði.“
Alain brosti. Hann var í rauninni ófríður, en
bros hans var aðlaðandi. Tennurnar hvítar og
sterklegar, andlitið grátt og guggið eins og oft
vill verða þegar menn eta sig aldrei sadda, en fá
sér bita og bita hvenær sólarhringsins sem er.
„Drykkja og dans á hverju laugardagskvöldi,
og þú ert orðinn leiður á lifinu,“ mælti hann
hugsi. „Þú kærir þig ekki um að leita á náðir
eiturlyfjanna, er það? Nei, þig dreymir eitthvað,
sem veiti þér meira og spyrð sjálfan þig hvar
það geti verið að finna. Hef ég rétt fyrir mér?“
„Þú hittir naglann á höfuðið," svaraði Bob, og
það leyndi sér ekki í svip hans, að hann hélt hálft
í hvoru að Alain hlyti að vera huglesari. Að
minnsta kosti fann hann, að þarna átti hann
fullum skilningi að mæta, og það birti yfir honum.
En Alain brosti ekki lengur. Hann starði með
nokkurri andúð í ljósgulan vökvann í glasinu.
„Stór orð án nokkurs innihalds ... andvarpaði
hann. „Gróðurhúsauppeldi, pabbi sér fyrir öllu,
dálítill lestur til að ná sómasamlegum prófeink-
unum og komast áreynslulitið áfram I lífinu. Ó,
þessi andstyggilegi 16. borgarhluti! Allir töltandi
í slóð André Gide, með sem viðtækastar siðgæð-
isundanþágur upp á vasann. Sami grauturinn í
sömu skál ...."
Bob gaf þjóninum merki um að hann mætti
eiga skiptimyntina, og maðurinn, sem var ber-
sýnilega óvanur slikri rausn, hneigði sig djúpt.
Bob tók þakklæti hans fálega, sneri sér að kunn-
ingja sínum og spurði: „En hvað um Þig?“
„Mig?“
„Fjölskyldu þina?“
„Fjölskyldu mina, ójá. Faðir minn -— hvað á
ég að segja um hann? Verzlunarmaður I Niévre.
Alain Clo
Orhrak! Úrhrak af lökustu tegund! Hætti að
styrkja mig, þegar ég gerði uppreisn gegn lífs-
þrælkuninni ...“
„Og hvað bar til að þú gerðir uppreisn?" spurði
Bob af áhuga.
„Þoldi hana ekki lengur. Ekki stundinni leng-
ur. Einkennilegt hve allt starf getur verið mann-
skemmandi. Yasmed kann utanbókar svar Louis
Jouvets í „La Charette Fantóme: „Minnstu þess,
Davíð, að vinnan veldur manni hugarangri, þreytu
og vanheiðri. Og auk þess gerir hún þig aldrei
ríkan!“ Eða hefur þú heyrt þess manns getið,
sem varð ríkur af vinnu sinni?“
Hann hafði hermt eftir drafandi rödd Jouvets,
en breytti nú um róm. „Þetta er að vísu sagt sem
öfugmæli, en þó er það svo satt, sem það getur
verið. Hann hefur svo sannarlega rétt fyrir sér.
Ef þú kemst ekki hjá þvi að deyja af skorti, er
hyggilegast að gera það án þrælkunar í ofanálag."
„En á hverju lifirðu?" spurði Bob með vaxandi
áhuga. „Og hvar býrðu?“
„Ég sef hjá kunningjum mínum, strák eða
stelpu eftir því sem verkast vill ... Það veldur
mér ekki neinum örðugleikum. Þetta eru allar
eignir mínar í þessum heimi, kunningi.“
Hann dró tannbursta upp úr vasa sínum.
„Ég tek ofan fyrir þér,“ mælti Bob undrandi.
„Þakka þér fyrir.“
„EA sendir mamma þín þér þá ekki peninga,
svona endrum og eins?“
„Það mundi verða dálítið erfitt fyrir hana að
koma þeim ..
Það brá fyrir hörku í svip Alains. Hann stakk
hendinni í vasa sinn, dró upp pakka af ódýrum
sígarettum og kveikti sér í einni án þess að bjóða
Bob.
„Ég var ekki nema sex ára, þegar hún lagði
upp laupana."
Hverfidyrnar opnuðust og nýr gestur gekk inn
í salinn. Holdskarpur, hvitur á hörund með roða
i vöngum og svo smekklega klæddur að stakk
nokkuð í stúf við umhverfið. Hann hafði stór, blá
augu og brosti við Alain.
„Halló, Pétur. Þú virðist hafa orðið bergnum-
inn síðustu dagana!"
Pétur rétti honum hvíta, vel snyrta hendi.
„Hvað er í fréttum?" spurði hann með áberandi
bandarískum málhreim.
„Eiginlega ekki neitt. Við sitjum hérna bara og
Bob Mic
höfumst ekki að. Þetta er nýr kunningi, Bob
heitir hann. Þú hefur verið tekinn fyrir smygl og
setið í steininum. Játaðu, karlinn."
„Ég hef verið uppi i fjöllum. 1 skiðamannagisti-
húsi!“ svaraði Pétur og hló við. „Mér var boðið."
Hann dró seiminn á setningunni, eins og hann
vildi gefa til kynna einhverja sérstaka merkingu.
„Var gott skíðafæri?" spurði Bob af áhuga. Ein
af skemmtilegustu endurminningunum, sem hann
átti, var um vetrardvöl í Mégéve, enda þótt hann
hefði fótbrotið sig á gömlu ólympíuleikjabraut-
inni.
„Skíðafærið ?“ endurtók Pétur. „Þarna var
næturklúbbur með danshljómsveit. Þvílík hljóm-
sveit, ó, boy! Frá þvi fimm á kvöldin til sex á
morgnana. Tika-tl-bomm! Tika-tí-bomm!“
„En fóruð þið þá ekki á skíði á daginn?" mald-
aði Bob enn í móinn og starði stórum augum á
þennan nýkomna gest. Honum þótti allt í einu
sem hann væri ákaflega ungur —- og fáfróður
millistéttadrengur.
„Á daginn," drafaði Pétur, „var ég í rúminu —
og ekki maður einsamall. Ég varð að sýna ein-
hvern þakklætisvott fyrir boðið, eða öllu heldur
að borga nokkuð fyrir ferðalagið, einfaldur minn.“
Hann varp þungt öndinni, og um leið var kallað
á hann konurödd innar úr veitingasalnum.
„Pétur!"
Bob fannst hann vera kominn til framandi lands,
eða öllu heldur á aðra plánetu, eina af þeim sem
lýst er í þeim furðusögum, sem hann hafði gaman
af að lesa í vísindareifaratímaritum. Á einni og
sömu stund hafði hann komist að raun um hina
furðulegustu hluti — eins og það, að maður getur
lifað án atvinnu og án þess að eiga sér fastan
samastað, þótt maður eigi ekki annað en tann-
bursta; að maður getur lagt sig niður við að
stela hljómplötum, þótt maður hafi ekki ágirnd
á henni, dvalist í skíðamannagistihúsi til þess eins
að hlusta á jazz, og að ástaratlot gætu gengið
og gilt sem heiðarlegur gjaldmiðill. Hann virti
Alain fyrir sér í laumi, eitthvað svipað því sem
Faust hefur að öllum líkindum virt Mephistopheles
fyrir sér, eftir að hafa gert við hann samninginn
og undirritað blóði sínu. Pétur hafði vikið frá
Þeim og stóð nú á tali við tvær stúlkur sem kallað
höfðu á hann: dökkhærða stúlkUj tuttugu og fimm
ára eða Þar um bil og ljóshærða, eitthvað um
tvítugt. Hann heilsaði þeim með handabandi, laut
að þeim og sagði í hálfum hljóðum: „Ég hef kom-
ist yfir slatta af ítölskum og enskum gúmvörum.
Hafið þið áhuga á þeim?“
„Ég hefði gaman af að líta á þær,“ sagði sú
dökkhærða.
Hún var mjög grönn, með há kinnbein, sem
fljött á litið gerðu hana sviplíka Marlene Dietrich,
þrátt fyrir svarta hárið sem hún bar hálfsitt og
kærði sig kollótta um tízkuna, Krókódílaskinn-
taskan hennar, kápan hennar mjóhælaskórnir
stungu í stúf við heildarsvipinn þarna í veitinga-
stofunni. Vinstúlka hennar var lægri vexti og
þreknari og greiddi hár sitt svipað og ljóshærða
stúlkan á málverki Pieasso; hún var björt á hör-
und með litið og stutt nef.
„Allt í lagi, Clo,“ svaraði Pétur þeirri dökk-
hærðu.
„Hvaða sakleysingi er þetta, sem Alain hefur
grafið upp,“ spurði hún og leit snögglega á Bob.
„Ég hef ekki hugmynd um það, veit bara að
hann heitir Bob . .. Ég hef líka komist yfir skó
frá Rómaborg."
„Taktu eina frá handa mér,“ sagði sú ljós-
hærða.
FORSAGA
14 VIKAN