Vikan - 02.03.1961, Side 15
„Hvaða sakleysingi er þetta, sem Alain hefur grafið upp,“ spurði hún og leit snögglega á
Bob. „Ég hef ekki hugmynd um það, veit bar a að hann heitir Bob ...
„Hefur þú komizt yfir peninga, Nicole? Því
trúi ég ekki!“
„Clo lánar mér,“ malaði Nicole og sneri sér
að vinstúlku sinni eins og blíð kisulóra. „Ég nota
númer þrjátíu og átta, Pétur, gleymdu þvi nú
ekki.“
Pétur kinkaði kolli og skildi við þær, en Clo
leit yfir að borðinu, þar sem þeir félagar sátu.
Þegar hún virti þá fyrir sér, var sem stór, star-
andi augu hennar yrðu enn stærri. En svo varp-
aði hún af sér viðjum íhyglinnar, sneri sér að
Nicole og spurði án þess að lækka nokkuð rödd-
ina: „Segðu mér eitt, hefurðu nokkurntíma sofið
hjá Alain?“
Sú ljóshærða virtist undrandi. „Nei . .. það hef
ég auðvitað aldrei gert. Skrítið, er það ekki? Ég
geri ráð fyrir að þú hafir reynt það?“
„Nei, það hef ég ekki gert,“ svaraði Clo, dreypti
á glasinu og setti það frá sér á borðið. Hendur
hennar voru hvikandi og eirðarlausar.
„Nei, hann hefur aldrei farið þess á leit við
mig, og sjálfri hefur mér aldrei dottið það i hug."
,;Það er einkennilegt. Þig virðist þó ekki skorta
þessháttar hugdettur, svona yfirleitt," mælti Nic-
ole og hló við.
„Hann talar of mikið. . . Þar að auki hef ég
heldur slæma reynslu. . ."
„Segðu mér söguna, amma. . .“
„Gáfaðir menn eru heldur lélegir rekkju-
nautar."
Hún stóð upp frá borðinu. „Ég hef ekki minnst
á kvöldið við hann enn, eða hvað?
„Nei, það held ég hreint frá, gamla mín.“
Alain masaði án afláts, og Bob hlustaði á hann
með öðru eyranu. Hann starði hálfluktum augum
í tómt glasið. Alain dró djúpt að sér sigarettu-
reykinn á milli þess er hinar spöku setningar
streymdu af munni hans.
„Veiztu hverskonar ungt fólk það er, sem yfir-
leitt sækir þennan veitingastað?" spurði hann."
Það er einmitt það æskufólk, sem almenningur
hefur ýmugust á. Ungt fólk, sem hefur það fram
yfir fjöldann, að það hefur átt sál, enda þótt það
hafi glatað henni. Þetta unga fólk, sem ekki sam-
rvmist draumi Guðs. Draumsins, sem Guð dreymdi
áður en hann var allur. Nú lætur hann allt af-
skiptalaust, og það er enn lakara."
„Má ég trufla ykkur? spurði Clo og beitti radd-
töfrum sínum til hins ýtrasta.
Bob varð litið upp. Friðleiki Clo hreif hann ekki
líkt því eins og hinn ytri vöxtur hennar, þótt sum-
ir kynnu að hafa talið hana helzt til holdskarpa...
Minnir í senn á unga skógarhind og ópíumneyt-
anda, hugsaði hann.
„Foreldrar mínir brugðu sér upp 5 sveit," sagði
hún með nokkurri áherzlu. eins og hún áliti það
ekki ómerkilega frétt. „Gleðin byrjar klukkan
tíu heima hiá mér. Allt í lagi?"
„Ég er nú hræddur um það!" svaraði Alain.
„Þú ert líka velkominn," mælti hún og sneri
sér að Bob.
„Ég tek því með þökkum," svaraði Bob af ein-
lægni.
Hún leit til hans djörfum augum. Brosti litið
eitt og hélt á brott, sveiflaði m.iúklega grönnum
mjöðmunum, sem nutu sín betur fyrir það hve
gallabuxurnar voru nærskornar. Svo leit hún um
öxl, horfði til þeirra hálfluktum augum um leið
og hún mælti sinni ljúfustu röddu og brosti við:
„Þið skuluð fá að sanna, að ég er góð heim að
sækja."
Þetta hlýtur að vera einskonar prófraun sem á
að leiða í ljós hvort ég sé úthverfabúi í verunni.
Geri ráð fyrir að ég hafi verið lokkaður i gildru,
hugsaði Bob, og leit út undan sér á Alain, eins
og hann vildi sjá það á honum, hvort þau hefðu
hann að fífli. En Alain sýndi þess ekki nein
merki.
„Hver er hún?" spurði Bob og reyndi að láta
sem honum kæmi ekkert á óvart. „Skrítin táta?
Hvað finnst þér?"
Alain hvíldi olnbogana á borðinu og lagði hnúa
að vöngum sér. Svo hermdi hann eftir rödd farar-
stjóra, sem þylur upp úr leiðarvísi:
„Clo er komin af hinum göfugustu krossferða-
riddurum. Kynþorsti hennar er með ólikindum.
Hún er dóttir de Vaudrémont greifa. Einn af
frændum hennar hefur hlotið legstað í Pantheon.
Sómafólk allt það fólk.“
Bob skellihló og reis úr sæti. Hann kvaddi
þennan nýja kunningja sinn með handabadi. „Jæja
— ég verð að fara. Félagi minn bíður heima “
Alain sleppti hendi hans ekki þegar. „Getur
þú . . . lánað mér tvö hundruð franka mælti hann
og lækkaði röddina.
„Vitanlega." Bob fór í vasa sinn og náði í pen-
ingana, sem hann rétti Alain. Og Alain stakk
peningunum í vasa sinn, tautaði einhver þakkar-
yrði, en hækkaði síðan röddina: „Jæja, þá er
þetta úr sögunni. Hittumst. að Tbac du Trocadéro
klukkan níu."
„Skal ekki bregðast," svaraði Bob glaðlega.
Þegar Alain sat einn eftir, teygði hann langar
bífurnar inn undir borðið og kallaði til þjónsins
hárri röddu: „Étienne, færðu mér sunnudags-sam-
lokurnar mínar."
ÞRIÐJI KAFLI.
Stundarkorni eftir að Bob kom heim bar Bern-
ard að garði, og innan skamms voru þeir félagar
farnir að glíma við námsefni sitt.
íbúðarhús Letelliers var íburðarmikið á allan
hátt og húsgögnin af eldri gerðinni. Herbergi Bobs
var hinsvegar I algerri mótsetningu hvað það
snerti — bjart og stílhreint og allir litir þess
skærir. Hann kunni vel við sig þar og öðru hvoru
bauð hann kunningjum sínum heim; þeir voru
ekki margir, hann valdi sér þá að vinum sem
hann áleit greinda og alvörugefna, eins og Bern-
ard. Bernard var bezti drengur; ákjósanlegasti
lestrarfélagi, þegar próf var á næstu grösum.
Frú Letellier leit inn til þeirra, þar sem þeir
sátu önnum kafnir við lesturinn. Hún var ungleg
og mesta glæsikona, leit ekki út fyrir að vera
degi eldri en þrjátíu og fimm. Bob unni henni og
var stoltur af henni.
„Látið mig ekki trufla ykkur," sagði hún við
Bernard. „Mig langaði bara til að spyrja hvort ég
mætti gera ráð fyrir þér við kvöldverðarborðið."
„Það er mér sönn ánægja, ef það veldur yður
ekki ofmikilli fyrirhöfn," svaraði Bernard hæ-
verskulega.
„Eruð þið að hlusta á tónlist?" spurði hún um
leið og henni varð litið til radíógrammófónsins og
brosti við.
„Þetta", svaraði Bob,“ er uppáhaldshljómplatan
min. Mulligan — Söngur Bernise. Ég á auðveldara
með að einbeita mér, þegar ég hlusta á hana.“
„Einkennilegt. Þegar ég var ung, gafst manni
þögnin bezt til Þess. En hvað ég ætlaði að segja
— er það satt, að þið af ykkar kynslóð séuð að
endurvekja Charleston á danssamkomum ykkar?"
„Það kemur fyrir að við dönsum'hann", svaraði
Bernard og brosti.
„Dansaðir þú hann í gamla daga, mamma?"
spurði Bob.
„Ég ■— hamingjan sanna. . . Ég var þá í vöggu.
Hvernig þú getur spurt, drengur. Jæja, svo þið
hafið þá ekki fundið upp á neinum nýjungum?"
Bob sá Alain, holdskarpan og úttentan, fyrir
hugskotssjónum sínum. Hann brosti, ekki að orð-
um móður sinnar, heldur að þessari mynd, og um
leið gat hann ekki annað en furðað sig á því
hve gerólikt bros Alains var brosi Bernards.
„Ó-jú, mamma", svaraði hann hógværlega. „En
ég veit ekki hvað hægt er að kalla það. . . Við
höfum fundið upp á einskonar örvæntingu . . .
dulfræðilegri örvæntingu."
Móðir hans hló, tindrandi björtum hlátri; skildi
auðheyranlega ekki neitt og gerði ekki heldur
neina tilraun til að skilja. Sagði við son sinn: „En
ógurlega skrítið", og um leið og hún hvarf á
brott, sagði hún: „Ég segi þjónustustúlkunni þá
að gera ráð fyrir gesti til borðs."
„Hvað þykistu eiginlega vera?" Bernard leit til
félaga sins.
„Hvað þykist þú vera?" svaraði Bob.
Um leið voru þeir komnir saman í áflog til að
fá hreyfingu á blóðið. Þegar Bernard fannst nóg
komið, strauk hEinn hárið aftur með báðum lóf-
um sinum. Hann var eldrauður i framan og stóð
á öndinni eftir átökin, og Bob var bæði rjóður
og móður. Bernard varp þungt öndinni og hló.
Allar hreyfingar hans og viðbrögð báru vitni því
að hann væri vel upp alinn, hraustur og ætti ekki
við nein vandamál að stríða.
„Jæja, eigum við ekki að líta eitthvað I bæk-
urnar áður en við förum niður að borða?" spurði
Bernard. „Jú, við skulum taka dálítinn sprett við
lesturinn."
„Fyrir eða eftir?" spurði Bob og yppti öxlum.
„Hvaða máli skiptir það, þegar öllu er á botninn
hvolft?"
Bernard starði á hann með undrunarsvip; drap
löngutöng á nef sér og hermdi eftir sirkusfífli.
„Ég skil; þér hefur orðið það á að fara að hugsa
á meðan þú rakaðir þig. Lengi lifi gjaldþrot sið-
gæðisins, örvænting og allt það! Sartre og
Kirkegaard, það eru okkar menn! Þú ættir að
fara í steypibað, karl minn ...“
„Áttu aldrei í innri átökum?" spurði Bob.
„Stöðugt."
Bob furðaði sig á svari hans og virti hann fyrir
sér af meiri athygli en áður. Bernard hafði lokið
við að lagfæra hár sitt og bindi, og tónlist
Mulligans var þögnuð ,og Bob veitti því nú fjrrst
athygli að lokatónninn í laginu var þungur og
langdreginn. „Það eru átökin, sem knýja mig
áfram við námið. Annars væri ég fyrir löngu
kominn fram á gjárbarminn. Þessaar myrku,
botnlausu gjár — þú skilur ...“
„En það er hugleysi?"
„Hvað er hugleysi?"
„Að keppast við námið eingöngu til þess að
forðast átökin! Til þess að sleppa við að hugsa ..
_„Að hvaða gegni kemur það að hugsa? Þekkir
Þú einhver lyf, sem að gagni mega koma; ein-
hverja lausn?“
Framhald 1 næsta blaBL
vikau 15