Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 16
GOTT UPPELDI.
í dýragarðinum í Basel í Sviss fæddist api nokkur
og var nefndur Goma. Hann er nú rúmlega ársgam-
all og orðinn eftiílæti allra. Forstjóri dýragarðsins
tók hann til sín, að vísu ekki eingöngu vegna þess,
hve honum þótti hann skemmtilegur, heldur lika
af því, að hann aetlaði að gera tilraun, sem væri í
þvi fólgin, hvort ekki yrði lengri ævi apans, ef hann
yrði látinn lifa menningarlífi okkar. Gorilluapar taka
þroska fyrr út en menn, og Goma mun verða full-
þroska á tíunda ári. En þess ber líka að gæta, að
meðalaldur þeirra er ekki nema 35 ár.
ÁST MEÐ GRÍMU
Elskendurnir ungu á myndinni eru ekki að gera ■, ð gammni sínu með því að seja upp gasgrímu
á . fefnumótum sínum. Þau eiga nefnilega heima í franska bænum Lacq, og þar á staðnum er
lítærðar-gasstöð, sem vinnur gasið úr jörðinni. Vegna sérstaklega mikils brennisteinsinnihalds
þessa náttúrugass er úrgangurinn mjög eitraður. Þegar vindáttin breytist, leggur eiturgasið yfir
einhvern hluta bæjarins, og fólk verður að gripa til gasgrimunnar. Og þannig er um hin borgar-
hverfin. Allir bæjarbúar eru á stöðugum verði gagnvart gasinu. Skólabörn hafa gasgrímur liggj-
andi fyrir framan sig á borðunum og taka þær með sér, hvert sem Þau fara.
Til Póstsins, Vikunni, Reykjavík.
Ég vona, a<5 þú sért svo fróður að geta frætt
mig um höfund þessarar ágætu stöku:
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlátt yfir storð.
Þeirra mái ei talar tunga,
— tárin eru beggja orð.
Með kærri þökk, Hervör.
Hún er eftir ólöfu frá Hlöðum.
Þið eyðileggið myndimar.
Kæra Vika.
Mig hefur lengi iangað til að skrifa ykkur
og vekja athygli ykkar á einu atriði í sam-
bandi við forsiðuna á heiðruðu blaði ykkar.
Undanfarin ár hafa birzt á forsíðunni ákaflega
skemmtilegar myndir, gerðar af Halldóri Pét-
urssyni, og hefir mig langað til að halda þeim
saman og jafvel ramma inn og hengja upp á
vegg. En gallinn er sá, að þið eyðileggið alltaf
myndirnar með því að klessa VIKAN og dags.
o.fl. inn á miðja mynd. í guðanna bænum
hættið þessu og takið ykkur til fyrirmyndar
til dæmis forsiðu Tidens Kvinder. Allir geta
séð, að þetta er Vikan, þótt ekki sé nafnið
prentað með risaletri á m'iðja forsíðuna.
Þökk fyrir veitta ánægju við lestur skemmti-
legs blaðs.
Kveðja, E. Gíslad.
Svar vifí þessu birtist í 5. tbl., 2. febrúar.
Er það á afturlöppunum?
Mér finnst þetta blessað útvarp okkar alyeg
á afturlöppunum, hvað danslög snertir. Ég las
b’-éf í póstinum fyrir nokkru og lýsti bréf-
ritari þar yfir óánægju út af spiladósinni, sem er
notuð sem þagnarmerki. Gat hann um að sparka
henni úr útvarpssal. En ef henni væri sparkað,
mætti alveg eins sparka annarri spiladós. Það
er sú. sem velur danslögin á sunnudögum. Það
er varla liægt að hlusta á þetta bölvað gaul,
hvað þá dansa eftir þvi, sem stjórnandinn
■"elur. Svo er það þessi danskennsla, sem
enainn skilur. Hvernig væri að leyfa Rigmor
Hansson — eða Hermanni Ragnars — að
komast að, þar sem hún hefur meiri reynslu,
að mínnsta kosti er hún áreiðalnega búin að
kenna leneur. Og hvernig væri að láta hlióm-
sveitarstióra velja lögin (t.d. Svavar Gests) ?
Ée veit, að margir eru mér sammála um þetta.
Vertu blessuð, Vika mín, og þakka þér fyrir
allt gott.
... '__' ' " ....... ,v
S. og B.
P.S. Æskan og lifið er alveg ágætur þáttur i
i hlaðinu, en hvernig væri að fá eins og 10
vinsælustu lögin (lista) ?
Vifí svörufíum þessu afí verulegu leyti í
sífíasta pósti, og læt ég nægja afí visa. til
þess svars. Sá tillaga afí láta hiiómsveitar-
stióra velia danslögin finnst mér hafa. þó
nokkufí til síns máls og væri athugandi
furir útvarpifí, þó elcld endilega í stafí
'lunskcnnaranna, heldnr á öfírum tima. —
Vifí skulum hafa vinsældarlistann bak vifí
rgrafí.
,.Lög fyrir afbrigðilegt, ungt fólk.“
Vikan, Reykjavik.
Kæra Vika.
Viltu gera svo vel að birta þetta fyrir okkur.
Útvarpsþátturinn Lög unga fólksins var á sin-
um tíma mjög vinsæll þáttur meðal ungs fólks,
enda var það markmið hans að flytja i útvarpinu
l>au lög, sem ungt fólk hafði mest gaman af
að hevra, og var nafn hans valið i samræmi
við það.
Nú hefur verið hleypt i þáttinn manni þeim,
er Þorkell heitir. Hann hefur komið þar inn
lögum, sem allur þorrinn af ungu fólki hefur
ekki nokkurn minsta áhuga á, jafnvel þótt út-
skýringar fylgi. Markmið mcð þessu hefur
sjálfsagt verið að glæða áhuga ungs fólks á
hinni svokölluðu æðri tónlist, en það teljum
við hafa mistekizt gjörsamlega með þessari
ráðstöfun. Þegar svona er ruðzt inn á svið
unga fólksins og reynt að troða upp á það ein-
hverju, sem það vill alls ekki heyra, fyllist það
aðeins réttlátri gremju og slekkur á útvarpinu
eða stillir á Kanann. Hann reynir nefnilega
ekki að troða upp á mann sinfóníum, þótt
kannske sé hann slæmur (ekki þó að okkar
dómi), greyið. Og hvaða gagn gerir þá að
spila sinfóníurnar í okkar þætti?
Krafa ungs fólks er þvi að fá „lög unga
fólksins" eingöngu aftur i þáttinn, svo að hann
fái borið nafn sitt með rentu og ungt fólk
haldi áhuga sínum á honum. Tillaga okkar til
úrbóta fyrir það ungt fólk, sem vill hlusta á
prelúdiur, er sú, að útvarpsráð stofni nýjan
þátt. Nafn hans gæti til dæmis verið Lög fyrir
afbrigðilegt, ungt fólk.
Hvað segir um þetta, Vilta min? Ég vona
innilega, að þú sért á sama máli. Þakka þér
svo fyrir Stínu og Stjána og allt það.
Blessuð
Tveir óánægðir.
Nú finnst mér þifí nokkufí vifískotaillir,
cinkum þó ósanngjarnir í garfí aumingja
Þorkels. Án þess afí ég geti fulhjrt um þafí
þgkir mér trúlegast, afí ha.nn hafi verifí
fenginn til þess arna, í stafí þess afí honum
hafi verifí „hleypt inn í þáttinn". Afí öfíru
leyti er ég svona fast afí því sammála. ykkur
og vona, afí úr rætist og þifí getifí afí nýju
orfíifí ánægfíir mefí þáttinn ykkar.
Stína og Stjáni bifíja afí heilsa ykkur.
Menningarleysi í klæðaburði.
Iíæri Póstur.
Er það rétt, að ekki sé til nokkur staður i
borginni okkar, þar sem fólk fer ekki nema í
sinum beztu spjörum? Ég hef komið á ýmsa
Framh. á bls. 32.
16 VIKAN