Vikan


Vikan - 02.03.1961, Page 24

Vikan - 02.03.1961, Page 24
hljómlist Þegar rætt er um hljómsveitir manni í milli, er mestmegnis talað um þær sem leika eingöngu fyrir nýju dönsunum. En það er nú svo, að gömlu dansarnir eru iðkaðir jöfn- um höndum af þjóðinni. Því viljum nokkur slavnesk lög á þeirri skemmt- un sem Vikan hitti þá félaga að máli og má segja að allir hrifust af eðii- legri innlifun Elínbergs. Elínberg er Reykvíkingur í húð og hár fæddur í Merkissteini í Vesturbænum, þar E. K. KVARTETTINN. við kynna hér kartett, sem að mestu leyti helgar sig gömlu dönsunum. Hann er kallaður E.K.-kvartettinn Er hann kenndur við trommuleikara og söngvara kvartettsins Elínberg Konráðsson. Það er eitt sem er ein- kennandi fyrir þessa menn og það er hversu áhugasamir og skemmti- legir þeir eru í hljóðfæraleik sínum. Það er ákveðin stemmning þar sem þeir leika fyrir dansi og hún ekki af lakari endanum. Slíkt er alltaf hverjum dansleik til mikils gagns. sem nú er Vesturgata 12. Hann skemmti í skíðaskálanum í Jósefs- dal með gítarleik og söng. Ennfrem- ur hefur hann leikið og sungið í Þórscafé með J.H.-kvintettnum. Níels Sveinsson. Svo er Niels Sveinsson. Hann leikur jöfnum höndum á píanó og harmon- ikku, en það er einmitt nokkuð sem tíðkast hjá þessum kvartett, sem sé að skiptast á um hljóðfæri. Niels er ættaður úr Eyjafirði og þar hefur hann líka leikið sín fyrstu lög á harmonikku. Um tímabil lék hann á Hótel Norðurlandi á Akureyri, eða nánar tiltekið frá 1948 til 1951. En undanfarinn áratug hefur hann eig- inlega ekkert fengist við hljóðfæra- leik opinberlega fyrr en nú upp á síðkastið og þá með þessum núver- andi félögum sínum og eitthvað með öðrum. Næstan að telja er Gunnar Parmes- son. Hann var lengi starfandi reið- hjólasmiður og viðgerðamaður á Húsavík. Og þá lék hann á gítar þar og á dansleikjum víðsvegar í sýslunni. Elínberg KonráSsson. Nú er fyrstan að taka Elínberg Kon- ráðsson. Hann hefur iðkað sönglist af miklum móð alla tíð. Sjálfum seg- ist honum svo frá að söngur sé sitt líf og yndi og tökum við það vel trú- anlegt. Að minnsta kosti lá hann ekki á liði sínu þá er við heyrðum til. Til gamans má nefna það, að hann söng Gunnar Parmesson. Svo fluttist hann til Reykjavíkur og hefur meðal annars leikið í J.H.- kvintettnum í rúmt ár og líka í hljómsveit Guðjóns Matthíassonar. 1 fyrrahaust stofnaði hann tríó ásamt Þeim örvari Kristjánssyni frá Horna- firði og Elínbergi og léku þeir hér og hvar í rúmt ár. þá helzt einhver sem almennilegt gagn er að. Þessi rakvél hérna er mjög skemmtileg að öllu leyti og lag- leg í þokkabót. Rakblaðið er hálft og er því rennt inn um aðra hlið rakvélarinnar og ýtist Þá það sem fyrir er út. Settið, það er að segja, Það er víst alvanalegt að strákar 13 til 14 ára fara að athuga alvar- lega, hvort þeir þurfi ekki raksturs með. En líklegast komast þeir af með rakvélina hans pabba síns svona fyrst framan af. Hitt er svo annað mál að þegar menn þurfa að fara að raka sig eitthvað að ráði, þá dug- ar ekkert minna en eigin rakvél og rakvélin og 24 blöð kostar 256.00 krónur og er það svo sem dálaglegur skildingur. En blöðin eru alveg sér- stök að gæðum og bygging vélarinnar öll á þann veginn, að menn fá sem beztan rakstur. Ekki má vanta rak- sápu, rakspira og púður til að auka á ánægjuna. 1 kassanum er spírinn og púðrið og kostar það hvorttveggja 118.00 krónur, og eru þetta sérstak- lega góðar vörur. Raksápan er kannski með því skemmtilegra, sem hægt er að fá af þeim varningi. Hún er mjög snyrtileg í meðförum og hef- ur þann mikla kost að ekki þarf að nota bursta, heldur nuddar maður þessu inn í húðina með fingurgóm- unum og svo er nú rúsínan. Það þarf ekkert vatn. Það er hægt að steypa sér beint í raksturinn. Sápan kostar 50.00 krónur og svo er bara að óska ykkur heilan rakstur. Ásgeir Sverrisson heitir fjórði mað- ur kvartettsins ,en hann var víst bara í forföllum og virðist ekki vera alveg ákveðið með fjórða mann í kvart- ettnum. Ásgeir var um tirpa ássunt Gunnari i J.H.-kvintettnum í Þórs^ café og virðast þeir félagar hafa rekið þar saman, enda ekki ótítt að hljóðfæraleikarar hafi verið i mörg- um hljómsveitum og vixlast allavega milli þeirra. Ásgeir og Niels skiptust á um píanó og harmonikku og þó eru þeir vist báðir frekar hlynntir nikk^ unni. Ásgeir hefur einnig leikið með Carli Billich i Góðtemplarahúsinu veturinn 1956 til 57 og Óskari Cortez í Ingólfscafé. Svo hefur hann leikið mikið með Aage Lorange. Þá eru þeir nú upptaldir fjórmenn- ingarnir og verður að taka fram að Ásgeir lék þarna með þeim I for- föllum. Enda þótt kvartett þessi sé ekki i sem föstustu skorðum má gera ráð fyrir að þeir leiki meira eða minna saman um næstu framtið og viljum við óska þeim alls góðs. Bókahnifar hafa um langt skeið verið allir á einn veg hvað snertir útlit en nú eru menn byrjaðir á þvi eins og í öðrum greinum, að gera vopnið frumlega úr garði. Blaðið er úr tré en skaptið úr málmteini. Það er um ýmsar aðrar gerðir að ræða og kosta allar gerðirnar það sama, eða rétt innan við 200.00 krónur. Tveir áhugasamir spyrja okkur hvort við getum birt myndir af stærri gerðum af Pianoorgönum. Það er nú ekki hlaupið í það, þar sem þar er um að ræða einar 3 eða 4 tegundir. Hinsvegar gætu þeir reynt að hafa samband við Hljóðfærahús Reykja- víkur, Bankastræti 7, þar er vist að fá auglýsingapésa um stærðir og gerðir. Um reynsluna á þessum hljóðfærum er okkur ekki svo gjörla ttu þetta? 2B VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.