Vikan - 02.03.1961, Síða 28
Trúið
mér!
Hér er blaöiö,
sem húöin finnur
ekki fyrir
Pér hafið aldrei fengið slíkan rakstur sem petta nýja blað gefur yður. Það er ótrúlegt
hve skeggið hverfur án pess að pér vitið af. Með pví að nota nýja Bláa Gillette Extra blaðið
er sem ekkert blað hafi verið í vélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50
þér verðið að reyna það !
® Gillette er skrásett vörumerki
PÓSTURINN.
Framhald af bls. 16.
dansstaSi, þar sem stúlkur hafa verið í sumar-
kjólum innan um svartklœddar frúr. En þetta
gerir kannski ekki svo mikið til, ef fötin eru
þokkaleg, þó að einföld séu. Leikhús finnst
mér, að mættu gera hærri kröfur, til gesta
Sinna. Þangað fer maður ekki svo oft, að
manni finnst ekki eitthvað hátíðlegt við það.
Nú vil ég segja ]rér svolitla sögu. Ég brá
mér í leikhúsið á sunnudagskvöldið var til að
sjá I)on Pasquale. Ég skemmti mér eftir von-
um, en mir fannst verulega spilla stemmningu
' /öldsins, að krakkar, sem voru þar, voru
búin hreint eins og þau kæmu beint frá leik af
götunni. Ein telpa, um ]iað bil 10 ára, var
einfaldlega í peysu og síðbuxum, önnur í
peysu, pilsi, bláum sokkabuxum og sægrænum
liosum þar uian yfir. Enn ein var þar klædd
liversdagsfötum ineð heljarmikla hliðartösku
á öxlinni, sem henni fannst hún vera ákaf-
lroa i’in uieð. Kannski á bara að brosa að
þessu eða láta sem maður taki ekki eftir neinu,
en mér finnst, að mæður beri ábyrgð á klæðn-
aði barna sinna og ættu ekki að senda börn
sín svona til fara i leikhús. Smekklega klædd
börn eru ekki hvað sízt yndi augna okkar.
Með kærri kveðju.
Móðir.
Ég er hjartanlega sammála. Seint á siðasta
ári birtum við annað bréf svipaðs eðlis og
lögðum ]>ar áherzlu á forakt póstsins á
trassaskap í klæðaburði. Það er vitað mál,
enda engin mj speki, að fötin skapa mann-
inn, — ekki einasta þannig, að hann liti
betur út snyrtilega klæddur, heldur verður
hann um lcið ósjálfrátt meiri persóna og
ber meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Það
jnjðir: Hann kemur betur fram út á við og
verður viðkunnanlegri. Þær mæður, sem
hengja ýmis konar drapl á börnin sin, sbr.
hliðartöskuna, og halda, að þau séu þar
með orðin fin, hljót að vera eitthvað klár-
vígar með sitt eigið útlit.
BAST.
Framhald af bls. 23.
KARFA.
Byrjið á að sauma botninn saman, saum-
ið með þunnum bastþræði og stoppunál
(sjá mynd).
Botninn er um 7x12 cm. Hæð körfunnar
er um 6% cm. Hliðarnar vikka dálítið út.
Hankinn er myndaður þannig, að 2 fléttur
eru saumaðar saman hlið við hlið, 20 cm
á lengd.
Snyrtið nú körfuna með því að klippa
alla lausa bastenda og lakka hana síðan
með þynntu sellulósilakki. Látið körfuna
þorna vel, Þá harðnar hún af lakkinu. Látið
í körfuna að lokum lítinn bút af köflóttu
lérefti.
BRÚÐUYAGN.
Byrjið á að sauma körfu eins og II.
mynd sýnir. Karfan er um 14 cm á lengd,
8 cm á breidd og 6 cm á hæð. Bezt er að
kaupa tilbúin tréhjól eða nota gömul, ef
til eru. En einnig má búa til hjól með Því
að klippa þau út úr hörðum, þunnum pappa.
Klippið síðan gat í miðju, og saumið yfir
þau með basti, eins og I. mynd sýnir.
Ágætt er að festa hjólin með því móti að
þræða Þau upp á alúmín-bandprjón (eða
vir), sem er mátulega langur fyrir breidd
botnsins, beygja endann síðan dálítið nið-
ur, svo að hjólin detti ekki fram af. Saumið
prjóninn fastan undir miðjan botninn.
Stingið nú tágabútum niður í körfuna,
sem eiga að mynda handfang og skerm.
Yfirdekkið þá með basti. Snyrtið nú vagn-
inn á sama hátt og körfuna. Takið að lok-
um köflótt léreftsefni, um 10x32 cm á stærð,
sem saumað er yfir vagninn sem skerm-
ur. Saumið dálitla blúndu yfir samskeytin
að framan.
Hér kemur ungfrú Yndisfríð, yndislegri
en nokkru sinni áður og léttklædd að vanda.
Hún er alltaf að týna einhverju, blessunin
og þá finnst henni auðveldast að snúa sér
til ykkar, lesendur góðir, enda hafið þið
alltaf brugðizt vel við. Nú hefur hún týnt
hönzkunum sínum þegar hún þarf að
skreppa út, en samt fullyrðir hún, að
Þeir séu einhvers staðar í blaðinu. Ef
þið viljið hjálpa henni, þá fyllið út seðilinn
hér að neðan og sendið til Vikunnar, póst-
hólf 149. Ungfrú Yndisfríð dregur úr réttum
lausnum og veitir verðlaun: Stóran konfekt-
kassa að þessu sinni.
Merkið bréfin með „Ungfrú Yndisfríð 9“.
Hanzkarnir eru á bls.........
Nafn
Heimilisfang
Sími .........
Síðast er dregið var úr réttum lausnum,
hlaut verðlaunin:
UNNUR B. GlSLADÓTTIR,
Ásgarði 67, Reykjavík.
32 vméM