Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 6
EGAH Linda vaknaði, hafði hún hugboð um, að hún hefði losnað við þunga byrði. Hún lá með aug- un aftur og hlustaði á raddirnar undir glugganum. Vonbrigði. Hún skildi, að frelsi er aðedns hugmynd og á sér enga stoð. Hingað var hún komin til þess að taka ákvörðun, — sennilega mikilvægustu ákvörð- un, sem hún mundi nokkru sinni gera. Þennan stað hafði hún valið vegna þess, að hann stóð fyrir hug- skotssjónum hennar sem jarðnesk paradís, -— sá einn staður á jörð, þar sem maður gæti orðið fullkomlega hamingjusamur. Jerry hafði brosað að henni, brosað kaldranalega til málamynda og kallað hana væmnisskjóðu, — en ELLINOR ÖBERG ;hann hafði látið hana fara. Hann hafði gefið henni farmiða og þar að auki álitlega upphæð fjár. — „Ástæðan til þess er auðvitað mjög eigingjörn," hafði hann sagt. „Ég held nefnilega, að þú hljótir að sakna min, þegar ég er hvergi i grenndinni.“ Að visu fannst Lindu það skylda sín að sakna Jerrys ögn, en i hvert sinn, er hún reyndi að hugsa um útlit hans, var það faðir hennar, sem hún sá fyrir sér i stað Jerrys. Hún opnaði augun í skyndi og gætti þess að gráta ekki. Það voru nú liðin tvö ár, síðan Howard Peel, faðir henn- ar, dó, en hún saknaði hans svo ákaflega enn þá, að hún var sjálf undrandi á þvi. Og það fór i taug- arnar á Jtrry. Hann sagði henni margsinnis, að hann hefði aldrei ætlað sér að ganga henni í föður stað. Samt sem áður hafði Jerry að nokkru leyti skipað SMASAGA .sér í sæti föðurins gagnvart Lindu. 3LLINOR ÖBERG 'fiii ÞIG GRUNA í hinni löngu og ströngu banalegu Howards Peels hafði Jerry tekið við verzluninni, og seinna, þegar ljóst var, hvert stefndi um heilsufar föðurins, tók hann líka við stóra íbúðarhúsinu. Nú hafði verzlunin og ibúðarhúsið verið yfirfarið og gefinn nýtízkulegri blær en áður hafði verið. Það hafði lika verið skipt um starfsfólk. Linda varð sorg- bitin, þegar hún hugsaði til Jóhanns gamla og Pálínu. Þau höfðu lengi kotinu þjónað. Lengi hafði hún reynt að fá Jerry til þess að lofa þeim að vera áfram. Hann taldi þau hægfara og afkastalaus og sagði, að í við- skiptum yrði að skrúfa fyrir öll brjóstgæði. Svo var Jóhann orðinn gamall, — rétt um sextugt, — og Pálína átti fjögur föðurlaus börn. Það var augljóst mál, að hún gat ekki haft allan hugann við vinnuna. Hann hafði nú samt orðið við óskum hennar og lofað þeim að vera áfram. En svo var það aðeins örfáum mánuðum síðar, að þau sögðu bæði upp. Linda skildi það elcki, þau höfðu verið svo lengi við verzlunina. Hún mundi, að Pálína hafði sagt með þykkju: „Það eru fleiri leiðir til að losna við fólk en segja því upp.“ Hún hafði misst manninn i slrið- inu og verið í þjónustu föður hennar síðan 1940, en Jóhann hafði verið þar svo lengi sem hún mundi eftir sér. Linda hafði ekki gefið svo mjög gaum þessum bituryrðum Pálínu — eða ekki neitt alvarlega fyrr en nú, fannst henni. Það voru svo mörg smáatriði, sem öll lögðust á eitt um það, að hún hafði ekki enn þá ákveðið sig í því, hvort hún yrði eiginkona Jerrys. Ef til vill voru orð Pálínu ein orsökin. Hún reyndi að hugsa um allt hið góða, sem Jerry hafði gert henni. í íbúðarhúsinu gamla hafði hann innréttað þægilega íbúð handa henni og fundið starf lianda henni á skrifstofu verzlunarinnar til þess að þjálfa hana í þeim störfum, áður en hún leitaði sér vinnu annars staðar, en það var hún ákveðin i að gera. Hann hafði líka gefið henni margar ágætar gjafir, og það var ekki honum að kenna, þótt hún væri ekki alltaf hrifin af þeim. Henni fannst, að gjaf- 'ir hans gerðu hsma skuldbundna honum. Og þá skuld mundi hún ef til vill aldrei geta greitt honum. En Jerry hló bara og sagði, að þvi réði hann sjálfur, hvort hann gæfi henni gjafir. ADDIRNAR utan við gluggann komu Lindu til að fara fram úr rúminu. Hún ætlaði svo sannarlega ekki að eyða fyrsta deginum hér í rúminu. Það hafði verið myrkt af nóttu, þegar hún kom á litla sviss- neska fjallahótelið i gærkvöldi. Á þessu hóteli hafði hún eitt sinn verið í leyfi og átt dásamlega daga með föður sinum. Hana hafði langað til þess að sjá staðinn aftur, og hún var ekki i vafa um, að hann yrði eins og áður. Hún mátti ekki gleyma tilgangi fararinnar. Hér yrði hún að gera það upp við sig, hvort hún vildi verða eiginkona Jerrys. Hún yrði að gera sér ljósar tilfinningar sinar til hans. Þegar heim kæmi, yrði hún að gefa honum svar. Það var eðlileg krafa frá hans hendi eftir allt, sem hann hafði gert fyrir hana. Eiginlega ætti það ekki að vera svo erfitt að svara, — nema þá, að Jerry hefði rétt fyrir sér, þegar hann talaði um vanþroska hennar þrátt fyrir 21 árs aldur. Þroskuð kona hlyti alltaf að vita, hvað hún vildi. J ” ERRY THORNTON starði ut um glugga flugvél- arinnar og var óþolinmóður. Þegar hann horfði á skýin umhverfis, fannst honum hraði vélarinnar eng- inn. Flugvélin lenti, og hann hugsaði með ólund til langrar ferðar með áætlunarbílum og öðrum frum- stæðum og hægfara farartækjum. Hvers vegna í ósköpunum hafði Linda valið þennan afskekkta stað? Hann hefði átt að setja sig upp á móti þessari fyrir- ætlan hennar. Að minnsta kosti gæti hann séð til þess, að hún færi þangað ekki aftur. Hann gæti séð til þess með góðu. Aldrei mundi hann hverfa frá þeirri meginreglu að forðast væmni, en hann gerði sér ljóst, að með góðu aðeins mundi hann sigra Lindu. Hún var barnsleg og einlæg. Hann vissi, að fegurð hennar var slík, að blaðaljósmyndarar mundu veita þvi eftirtekt, og þau kæmust i blöðin með fína fólkinu. Jerry langaði til þess að umgangast fint fólk. Peningar voru að vísu þungt lóð á metaskálinni, en falleg kona var nokkuð, sem hann hafði frá barn- æsku haft með í framtíðaráformum sínum, — kona, sem væri yngri og fallegri en Cecely Crane, sem eitt sinn hafði hlegið að bónorði hans, af því að hann hafði í þá daga verið heldur bágstaddur fjárhags- lega, — að minnsta kosti ekki líkt þvi eins rikur og faðir hennar, Thomas Crane. Honum fannst, að hann mundi sigrast á Cecely og vinna bug á særðu stolti þann dag, er hann keypti allt góssið frá Thomas Crane — með Lindu sér við hlið. En Linda hafði ekki enn þá gefið honum svar, og siðustu bréf hennar höfðu rótað svo við honum, að hann hafði ákveðið að láta fyrirtækið lönd og leið í bili og ná í hana til Sviss. Hún hafði að vísu ekki sagt neitt beint, en þessi Rudi Heinz var helzti ofarlega í huga hennar, eða svo réð hann af skrifum hennar. Hann vissi, að hún hafði hitt hann, þegar hún var barn. Hann var þá unglingur og kenndi byrjendum á skiðum. Nú hafði hann erft hótelið að föður sinum látnuin. Samt fannst Jerry, að titillinn „hóteleigandi“ mundi út af fyrir sig ekki hafa mikil áhrif á Lindu. Hún virtist ekki meta slíka hluti mikils. En þessi Rudi virtist vera helzt til stór hluti hins rómantíska draums hennar um svissneska paradis. Þess vegna var hann hættu- legur. Þess vegna yrði hann að koma Lindu burt af þessum stað, áður en hún yrði eins ástfangin af honum og umhverfinu. Linda hafði hingað til aldrei orðið ástfangin, og Jerry gerði sér engar falskar vonir um tilfinningar hennar gagnvart honum. Eigin- lega skipti það ekki heldur máli, — ekki verulega. Ef hún hins vegar yrði ástfangin af öðrum, mundi ............... '• v-'*- ......... VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.