Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 22
Pnsknmntur I þeyttum eggjahvítunum blandað var- lega saman viO. Skál eöa mót er skolað úr kðldu vatni og rúllutertusneiöunum raðað I botn og barma. Sítrónubúðingnum hellt yfir og látið stífna. Þegar búðingurinn er borinn fram, er hann losaður frá börmunum og hvolft á fat. Skreyttur með þeyttum rjóma og kokkteilberjum eða öðrum ávöxtum. Páskamatur. Páskaborðið er sjálfsagt að skreyta eftir efnum og ástæðum, með gulum og grænum litum. Á meðfylgjandi mynd er dúkað borð fyrir morgun- verð og er þá skemmtilegur siður að hafa soðin egg og nýbökuð horn eða bollur ásamt kaffi, te o. fl. Miðd egis verður. Fylltur lambsbógur eða læri. 1 lambsbógur eða læri, 300 gr hakk- að kjöt (kálfa og svínakjöt er bezt saman), 1 egg, 2 matsk. brauðmylsna, 1—2 matsk. mjólk, salt, pipar, 1 lauk- ur, gulrótabitar (1—2 gulrætur skornar i teninga og suðan látin koma upp). Beinið er tekið úr bógnum eða lær- inu, sem áður hefur veriö þvegið með deigum klút. Salti og pipar nuddað inn i kjötið. Hakkaða kjötinu, brauð- mylsnu, mjólk, söxuðum lauk, og eggi ásamt kryddi og gulrótateningum er blandað saman. Steikin er saumuð nákvæmlega sarnan með mjúku deigu bómullargarni. Salti nuddað yfir kjöt- ið og þunnu lagi af smjörlíki smurt yfir. Látin í smurða ofnskúffu. Brún- uð efst í ofninum og síðan steikt og soðin í litlu vatni 1% klst. eða þar til kjötið er gegnum soðið. Bezt er að ausa yfir öðru hvoru, annars má reikna með lengri suðutíma. Síðustu 30 til 40 mín. eru hráar, flysjaðar kartöflur steiktar með. Sósan er jöfn- uð með hveitijafningi, bragðbætt og gott er að setja 1—2 matsk. af þeytt- um rjóma í hana. Borið fram með grænum baunum og hráu salati til dæmis úr gulrótum, eplum, sykri og sítrónusafa. Páskaterta. Deigið: 250 gr. hveiti, 125 gr. smjörlíki, 1 egg, salt, ca. % dl. kalt vatn. n bætt með sítrónusafa og karrý. Einnig er ágætt að hræra salatkremi og enskri sósu saman við. Tertubotninn er smurður með majones. Þar yfir er gott að setja aspas eða sveppi og strá karsa ásamt dálitlu salti. Majon- eslagi smurt þar á. Því næst er raðað eggjasneiðum, rækjum og olívusneið- um. (Sjá mynd). Síðast er karsinn klipptur yfir og það, sem eftir er, sett í smámót, ef vill. 1 staðinn fyrir sveppi eða aspas er gott að hafa reyktan lax, sem þá er skorinn í smábita. Súkkulaðikaka. 125 gr. súkkulaði, 125 gr. sykur, 125 gr. möndlur, 125 gr. smjörliki, 4 egg, 2 matsk. hveiti, % tesk. lyftiduft. Súkkulaðið er brætt yfir gufu. Smjörlíkið hrært með sykrinum þar til það er létt og ijóst. Eggjarauð- urnar hrærðar í ein og ein, þvi næst saxaðar möndlur (sem er hægt að drýgja með söxuðum rúsinum) hveiti, lyftiduft og stifþeyttar hvíturnar. Bakað í tveimur meðalstórum tertu- mótum. Þegar kakan er borin fram er hún lögð saman með góðu mauki og þeyttum rjðma. Hjúpsúkkulaði, sem brætt er yfir gufu ásamt 1 tesk af matarolíu er látið í jafnt lag ofan á kökuna, þeytt- um rjóma sprautað í hring og rifnu súkkulaði stráð yfir. Einnig er fallegt að skreyta þessa köku með rauðum kokkteilaberjum. Drottninj?arábætir. 10 sneiðar slöngukaka. Fylltar kökur (Liusur) Deigið: 250 gr. hveiti, 200 gr. smjölríki, 60 gr. flórsykur. Fylling-. Aprikósumauk. 100 gr. aprikósur, 150 gr. sykur, dálítið vatn (2 dl), rifið hýði af 1 appelsínu. Hnoðað deig, kælt, flatt út, skorið með kringlóttu móti. Smámót eru klædd innan með deiginu. Ein tesk. af aprikósumauki látin í hvert mót og jafnstór kaka látin yfir, þrýst vel saman með fingrunum. Bakað við góðan hita 225-—250° í 12 minútur. Þegar kökurnar eru bakaðar eru þær látnar standa í mótinu nokkra stund áður en þær eru teknar úr. Aprikósumauk: Aprikósurnar eru lagðar I bleyti yfir móttina í 2 dl. af vatni. Soðnar með sykrinum og appelsínuhýðinu 5—10 mín. eða þar til þær eru komn- ar í mauk. Kælt. Gott í margs konar kökur. Hveitið er sáldað, saltið sett saman við, smjörlíkið mulið í og vætt I með vatninu, hnoðað, látið biða á köld- um stað um eina klst. Deigið er nægi- legt í meðalstórt tertumót (um 22 cm. í þvermál) og átta til tíu smá mót. FYLLING: Majones úr 2 eggja- rauðum og 3 dl matarolíu. Bragð- Sítrónubúðingur: 3 egg, 1 dl. sykur, 1 sitróna, 5 blöð matarlím, 3 dl. rjómi. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel með sykrinum. Sítrónan pressuð og safinn síaður saman við, matar- límið lagt í bleyti, brætt yfir gufu og kælt með 1—2 matsk. af vatni, hrært saman við og þegar það er farið að þykkna er þeyttum rjðmanum, ásamt Ræktið karsa. Setjið blauta baðmull í skál eða lít- inn kassa. Stráið karsafræi þar yfir. Ath. að halda baðmullinni blautri, meðan karsinn er að vaxa. Látið standa í birtu. Eftir viku er karsinn það stór að hægt er að nota hann til næringargildis og skreytingar á ýmsa fisk-, kjöt-, eða grænmetisrétti, einn- ig á smurt brauð. 22 VIKArt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.