Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 35
—- Já, ég á vín. Ég rétti henni flöskuna, og hún fékk sér stóran sopa. Hún grettir sig ekki einu sinni. — Drekkurðu mikið? segi ég. — Auðvitað. Skárri væri það nú kvenmaður- inn, sem ekki drykki. -—■ Hvað ertu gömul? — Uss, ég er hundgömul, fimmtán ára — Ég er sautján, segi ég. — Ekki eldri? segir hún, eins og það sé ekki neitt. — Nei, en ég er að verða átján, flýtti ég mér að bæta við, en sé samt eftir því að hafa ekki logið til um tvö til þrjú ár. Við erum komin niður i tjaldið, og við setjumst. — Þorirðu ekki að koma nær mér? segir luin. Ég færi mig að hcnni. Hún tekur utan um liálsinn á mér, og við föllumst í faðma. Faðm- lagið losnar, og við sitjum hreyfingarlaus. Þú reykir auðvitað, segir hún. — Já, já, lýg ég. Mér til skelfingar tekur hún sigargettur upp úr vasa sinum og býður mér. Ég þori ckki annað en taka við. Hún kveikir i. Ég púa í gríð og erg. — Reykirðu ekki ofan í þig? spyr hún. — Jú, jú, segi ég og renni niður gúlnum fullum af reyk. Ég hósta, og mér fer að líða hálfilla. Ég halla mér að henni, og við föll- umst í faðma. Ég gríp tækifærið og hendi sigarettunni frá mér. Ég er dauðhræddur um að allur gæablærinn yfir mér sé að hverfa í augum liennar. Þess vegna þríf ég flöskuna og byrja að syngja. Hún syngur líka. Ég fæ mér sopa úr flöskunni. — Ætlarðu ekki að bjóða mér? segir hún. Ég rétti henni flöskuna. Síðan föllumst við i faðma aftur. Mér liður notaiega við hlið liennar, og skjótt sækir á mig svefn. Mig minn- ir, að hún liafi verið að reyna að vekja mig„ en þó man ég það ekki vel. Morguninn eftir vaknaði ég með hausverk og slæma líðan. Ég var einsamall i tjaldinu. Ég bölvaði sjálfuin mér í sand og ösku fyrir aumingjaskapinn að hafa sleppt henni svona fljótt. En þegar ég var að taka upp tjaldið mitt seinna, sá ég, hvar hún kom út úr næsta tjaldi. Ég asnaðist iil að kalla i hana. Hún leit til mín og hló. Ég sá, að hún var töluvert drukkin, og maðurinn, sem kom á eftir henni, var það bersýnilega iíka. — Ertu ekki syfjaður, greyið, stundi hún á milli hláturshviðnanna. Ég lield bara, að þú ættir að fara að sofa aftur. Ég gekk sneyptur burtu, en hún hélt áfram að hlæja. I Ijtt Útlít Nij tækni Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggingar, gróöur- hus, bílskúra o fl. /777 MALMGLUGGÆR f/t Lækjargötu, HafnarfirÖi. — Simi 50022. vikam 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.