Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 18
Systurnar sækja um vinnu. Laun Ijónsins. Þegar uppreisnin var í Etiopíu í fyrra varð sendiherra landsins í Svíþjóð það á að taka of snemma afstöðu. Hann gerðist nefnilega hlynntur uppreisnarmönnum og hafði um þá mikil og fög- ur orð. En því miður fyrir hann; uppreisnin var kæfð og Ljón Júdeu, en svo nefnir keisarinn sig, tók heldur harkalega á þeim, sem stóðu fyrir upp- reisninni. Reyndar voru allir þeir sem einhvern þátt áttu í henni teknir af lífi umsvifalaust. Það fór að vísu ekki svo illa fyrir sendiherranum, en hann missti stöðuna og það sem verra var fyrir hann, allt sem hann átti í heimalandinu. Og nú er svo komið að hattn og dætur hans Verða að sjá sér farborða í landi, hvers mál þau varla kunna. Feðgin á kaffihúsi. Þá er íranskieisari hafði fundið þá konu, sem helzt þótli líldeg til þess að bjarga við barneignamálum Páfuglahásætisins, varð hún samstundis ein umtalað- asta kona veraldar. Ekki þótti það minna merkilegt til frásagnar þegar uppvíst varð, að hún gengi með barni. Farah Diba mun þvi hafa verið inest umtalaða konia ársins 1960 og sonur hennar mest umtalaða og umskrifaða barn þessa sama árs'. SkagfirSingurinn hafði heppnina með sér. Á tilsettum tíma var dregið í verðlaunagetraun Vikunnar, þar sem lesendur blaðsins spreyttu sig á því, að búa til mannanöfn úr ákveðnum fjölda bókstafa. Upp kom hlutur Sverris Svavarssonar Skagfirðingabraut 13, Sauðárkróki og hlaut hann verðlaunin, sem heitið var: Kiev-A myndavél. Rétt svör voru, í sömu röð og blöðin komu út: Þórarinn, Runólf- ur Hildigunnur. Langflestir höfðu allt rétt, en alls bárust um tvö þúsund lausnir. Henry Fonda er með heztu leikurum bandarískum, sem sézt hafa hér á tjaldi. Mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni leikur hans í myndinni — Tólf rcdðir menn —. Nú er dóttir hans, Jane, tekin að leika, og í fyrstu mynd sinni leikur hún á móti Anthony Perkins, sem heztur má teljast af yngri leikurum. Hérna er Joshua Logan leikstjóri að segja þeim feðginun- um frá atriði í myndinni. AF HIMNI OFAN Garðeigandi í London gerði Scotland Yard boð og lagði fyrir þá eftirfarandi þraut: „Hvernig getur ísblokk á stærð við Whisky- kassa komið þjótandi úr heiðskýru lofti og rekist á kaf í garðinn minn, svo sem meter frá mér“. Scotland Yard sendi mann á hjóli til þess að taka skýrslu af atburðinum. Hann gat ekki gefið garðeigandanum neina skýringu á fyrirbrigðinu og skýrslan hljóðaði ennfremur upp á það að blokkin hefði brotið grein á eplatréi á leið sinni til jarðar. Auk þess tók hann efnisprufu og sýndi efnagreining að þarna var I raun um ísblokk að ræða og hölluðust sérfræðingar Yardsins helzt að því að flugvél hefði haft -þetta innanborðs fram að þeim tíma, sem blokkin tók á rás. Annars hefur ekki fengist nein staðfesting á þeirri tilgátu. ÞjóðhöfSingi Breta, Elisabet drottning, hefur ekki heldur legið á liði sínu og átti son, er Andrew var nefndur. 1B vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.