Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 11
Elín Sigr. Sigurþórsdóttir Brekkustíg 14 Reykjavík Elín Sigríður Brekkustíg 14 Reykjavík Vesturbærinn ætlar að fara vel af stað í þessari fegurðarsamkeppni og er þó lik- lega ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Elín Sigríður Sigurþórsdóttir, þátttakandi númer tvö í fegurðarsamkeppninni, á heima á Brekkustíg 14 — i Vesturbænum og er seytján ára gömul. Foreldrar hennar eru Elínborg Ólafsdóttir, ættuð af Snæfellsnesi og Sigurþór Þórðar- son, brunavörður, upprunninn úr Reykjavík. Elín nam við gagnfræðaslcóla Vesturbæjar og hóf að þvi búnu hárgreiðslunám á Perm- anentstofunni i Ingólfsstræti. Það var Ingi- björg Halldórs, móðir Sigríðar Þorvalds- dóltur, fegurðardrottningar 1958, sem rak stofuna, en nú er liún nýlega flutt með fjölskyldu sina til Bandarikjanna og liár- greiðslustofan lögð niður. Af þeim sökum er Elín atvinnulaus i bili. Ilún hefur samt miklu meiri áhuga fyrir þvi að verða flugfreyja, ekki sízt vegna þess að megin áliugamál hennar er það að sjá sig um í lieiminum og ferðast. Aðspurð sagðist hún ekki hafa neinn leiklistaráliuga og ekki liafa iðkað íþróttir. llún skemmtir sér gjarna í tómstundum og fer þá lielzt á dansleiki. Elín er 168 cm á hæð og 55 kg. á þyngd. Önnur mál, mæld i cm: Brjóst 89, mitti 61, mjaðmir 86, ökli 19, háls 30 cm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.