Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 14
H«, CJEte»UMuÍ2 lr> N Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Yikunnar. Kæri draumráSandi. Mig dreymdi að ég væri komin i kaupstað og mér fannst ég vera með móðir minni, sem var látinn fyrir löngu, og kona er heitir Sigur- björg var einnig í fylgd með mér og skoðuðum við íbúðir og eina komum við meðal annars inn i og fannst mér móðir mín tala um að þessa ætti ég að fá mér. Skyndilega segir móðir mín að hún hafi ekki lengur tíma til að stoppa og stekkur út um gluggann og ég á eftir, en Sigur- björg varð eftir. Stefndi móðir min upp í kirkju- garð og ég á eftir, við það vaknaði ég. Núna á ég heima í þessu húsi og allt er eins og i þessum draumi. Reykdal. ' ) Svar til Reykdal. f draumnum er móðir þín að leita að hfia- næði handa þér, í fylgd með Sigurbjörgu, en það nafn er öruggt dæmi þess i draumi að málalok verði heillavænleg. Móðir þín fer fit þar sem hún taldi þig eiga að bera niður. Hins vegar verður Sigurbjörg eftir. Þetta er allt mjög táknrænt fyrir málalok draums- ins. Verður ekki annað sagt en að þfi, hafir í þetta skiptið verið með berdreymnara móti og kemur slíkt oft fyrir fólk. Sumt fólk dreymir hlutina algjörlega eins og þeir ger- ast á jarðsviðinu, en aðra dreymir { táknum og þá er listin sfi að taka eftir hvað þessi eða hinn draumur merkir hjá manni. Ég veit um fólk, sem hefur það fyrir reglu að skrifa niður draumana sína hjá sér og eignast þannig prýðis skrá yfir eigin drauma, svo er að skrifa við þá hvernig þeir koma fram, ef þeir á annað borð tákna eitthvað. 1 Kæri draumaráðningarmaður. Mig langar mjög mikið til aS biSja þig um aS birta ráSningu á eftirfarandi draumi: Ég og skólasystir mín erum á leiSinni upp breiðan tréstiga, sem mér fannst aS væri eitt svell. Mér finnst stúlkan sem með mér er vera á mjög hælaháum skóm. Við komumst klakklaust upp allan stigann, en þegar við erum komnar upp á pallinn, sem var efst upp af stiganum, þá dett- ur stúlkan niður allan stigann. Mér bregður ó- neitanlcga við og brest i grát. í þvi kemur faðir minn ásamt einhverjum öðrum manni með sjúkrabörur meðferðis. Þeir lögðu hana þar upp á og báru hana síðan burt. Ég vissi ekki hve mikið hún var slösuð né sá neitt blóð, en mér fannst hún ekki geta staðið í fæturna en vissi samt að hún var ekki fótbrotin. Ein- hvern veginn hafði ég það á tilfinningunni að hún !ægi á sjúkrahúsi. Með fyrirfram þökk, Kaja Ólafs. Svar til Iiaju Ólafs. Að ganga upp stiga er fyrir því að þú og skólasystir þín séuð að sækja í ykkur veðrið við námið. Þó virðist grundvöllur velgengni ykkar ekki sem traustastur þar sem hann kemur fram í draumnum sem svell og hæla- háir skór. Þykir slíkt sennilega ekki sem stöðugastur grundvöllur. Fall stúlkunnar nið- ur stigann er talið tákna að hún hafi dregist inn í eitthvað miður siðlegt athæfi, og því stafi henni mikil hætta af falli. Þar sem þig dreymir að stúlkan er borin á sjúkrabörum á brott verður ekki annað séð en að hún lendi i einhverju klandri út af öllu saman. LÆKNIRINN SEGIR: Hjartabilanir ágerast með aldrinum Til er sjúkdómur einn, sem á læknamáli nefnist angina pectoris. Á íslenzku mun hann ganga undir nafninu andarteppa eða hjarta- krampi. ÁSur fyrr var mikill ótti við angina pec- toris og er raunar enn þá. Er það vegna þess hvort tveggja, að hann veldur snöggum og sárum þrautum fyrir hjartanu og að fyrr á tímum varð ekki gerður greinarmunur á ang- ina pectoris og coronartrombosu, er veldur blóðtappa í hjarta. Þrautir af angina pectoris eru mjög sér- kennilegar. Liggja þær að öllum jafnaði inn- an viS brjóstbeinið og eru misjafnlega sár- ar milli floga. Þegar þær eru sem veikastar, koma þær fram sem þrýstingur á hjartað. Frá því geta þær svo aukizt stig af stigi, og í sinni svæsnustu mynd eru þær afar sárar. Finnst sjúk- lingnum þá sem járn- kló læsi hvössum göddum í bringu- beinið að innan og reyni að draga það til sín. Þessu fylgir einkennileg köfnun- artilfinning samfara kynlegum kvíða. Það er einkennandi fyrir sjúkdóminn á öllum stigum, að svo er sem þrautirnar leggi upp í hálsinn eða út í vinstri handlegginn, sjaldan út í hinn hægri. Ailir, sem ient hafa í því að fá krampa í fætur til dæmis, vita, hversu vont það er. VerSur þeim þá auðskilið, að krampi i hjart- anu, samfara köfnunarkennd, hlýtur að vera óþægileg uppákoma, enda þótt flogin standi ekki yfir nema fáeinar mínútur. Einkum verður sjúklingi og vandamönnum hans hverft við í fyrsta skipti, sem þessa verður vart. Andarteppa gerir nær eingöngu vart við sig hjá fólki yfir fimmtugsaldur og langoftast i karlmönnum. Algengasta orsök sjúkdóms- ins er kölkun í liinum finu slagæðum hjart- ans. Þegar kölkunin eykst, truflast blóðrásin til hjartavöðvans svo mjög, að vöðvinn bregzt við henni með sárindum. Þó verður sjúkdómsins vart í mönnum með of háan blóðþrýsting, þá er hjartað of stórt, — sömuleiðis, en sjaldan þó, i mönnum, sem ganga með efnaskiptasjúkdóma, en þeir flýta sérlega mikið fyrir æðakölkun. Sjúklingarnir mega ekki komast í æsingu. Það er einkennandi við langflest andar- teppuflog, að þau gera vart við sig i sam- bandi við geðshræringu. Það getur verið Þrautir af angina pectoris eru sér- kennilegar og sárar. Fyrir menn, sem ekki hafa hraust hjarta, getur snöggt átak verið varasamt. andleg ofreynsla, reiSi, óvæntar fréttir eða til dæmis kvíði fyrir þvi að þurfa að halda ræðu. Andarteppusjúklingar kannast við þessar or- sakir og reyna eftir mætti að verjast þeim. Þeir • temja sér að forSast allt, sem æsir þá, og vita, að þeir þurfa að komast hjá öllum geðbreyt- ingum, — hvort heldur er gleði eða gremja. í öðrum segja þrautirnar til sin við líkamlega * áreynslu. Séu þeir um það spurðir, hvað hafi komið floginu af stað, getur svarið verið eitt- hvað af þessu: GengiS móti roki eða upp brekku, flýtt sér til að ná i strætisvagninn, ferðatösku var lyft upp i farangursnetið, eða skipta þurfti um bilað bílhjól. Hin sameiginlega orsök er sú, að framangreind áreynsla gerir meiri kröfur til hjartans um blóðrás en hinar kölkuðu æSar megna aS láta i té. Svo geta þrautirnar verið sárar, að heita megi, að þær lami sjúklinginn, og jafnvel væg flog eru svo óþægileg, að nauðsyn ber til að leita skjótrar hjálpar. Við fyrstu aðkenningu er aS jafnaði leitað læknis, og getur hann þegar í stað bundið enda á kvalirnar með morfíninn- spýtingu. Við nánari rannsókn, sem aldrei má undir höfuð leggjast, þegar um fyrsta flog er að ræða, kemur svo i ljós, hvort angina pectoris er hér á ferð eða annar hjartasjúkdómur. Bendi sjúkdómseinkennin til andarteppu, eru sjúklingnum afhentar nokkrar töflur af nitro- glýcerínlyfi. Þær ber hann svo alltaf á sér, og með þeim getur hann linað þrautirnar á hálfri minútu, ef þær skyldi bera að höndum. Þeim, sem þjást af angina pectoris er yfirleitt ráðlagt að Ieggja reykingar á hilluna. Hjartaflog geta verið til góðs. Angina pectoris er ætíð viðvörun um, að hjart- að sé telcið að slappast og kalka. Hún er sjúk- dómseinkenni, er sýnir, að varaorka hjartans fer nú minnkandi, og hún er áminning um, að aldur sé tekinn að færast yfir á eftirminnilegan hátt. Ef sjúklingurinn gerir sér þetta ljóst og hagar lifi sinu og starfi eftir því, er síður en Framhald á bls. 30. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.