Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 9
Hér hefur veriö ráöist í byggingu á nokhura lampa tceki. fimm lampa tæki I smiðum. Þeir smíða grindurnar sjálfir og eftir því sem bezt varð séð lesa þeir alveg úr tækniteikningum. Að öllu athuguðu virtist þarna vera sæmileg aðstaða til þess að stunda þetta og það fer ekki milli mála að Þeir voru sérstak- lega áhugasamir. Þeir sem hafa áhuga á þessum þætti tómstundaiðjunnar ættu að snúa sér til Æskulýðsráðsins. Upplýsingar eru veittar í síma 1 59 37 frá 2 til 4 daglega. Um daginn birtum við myndir frá skemmtun hjá Hjartaklúbbnum og þar sem við höfum heyrt að hann 'dafnaði prýðisvel, þá viljum við birta hérna fleiri myndir svo Þið getið séð hversu vel unglingarnir skemmta sér þar. Við höfum nefnt það áður og viljum koma því á framfæri aftur, að það væri hyggilegt af unglingum í þorpum og kauptúnum landsins að stofna til slíkra samtaka sjálfir. 1 Hjartaklúbbnum er nú fjölþætt tóm- stundastarf auk skemmtikvöldanna og er þar eitthvað fyrir alla. Frankie Avalon dóttir, Anna Antoniusdóttir og Ragn- hildlur Þorleiflsdóttir allar á Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyja- firði óska að komast í bréfasamband við pilta 18 til 23 ára. Sigríður Jóns- dóttir, Hjördis Karvelsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Maria Björnsdóttir, allar á Húsmæðraskólanum Staðar- felli, Dölum, vilja komast í bréfa- samband við pilta á aldrinum 18 til 28 ára. Leifur Ágústson og Einar Magnússon, Breiðfirðingabúð, Hellis- sandi vilja komast i bréfasamband við stúlkur á aldrinum 16 til 20 ára. Sig- urbjörg Sigurðardóttir, Kirkjubraut 15 og Anna Hannesdóttir, Suðurgötu 23, Akranesi, vilja komast í bréfa- samband viö pilta og stúlkur á aldr- inum 15 til 17 ára. Um tíma var Elvis Presley alveg einráður í rock and roll, en eins og þið vitið öll, þá hafa ýmsir unglingar skotið upp kollinum seinustu árin og hefur hylli Elvis stafað nokkur hætta af. Meðal þeirra, sem hafa komizt eitt- hvað áleiðis er Frankie Avalon. Hann er um tvítugt núna og hefur þvi ver- ið starfandi við hljómlist hér um bil hlj ómlist bréfaviðskipti Hreiðar Sigurösson, Árbakka, Hnifsdal, óskar eftir bréfasambandi við stúlkur 15 til 16 ára. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Innra-Hólmi, Innri- Akraneshreppi, óskar eftir bréfasam- bandi við pilta og stúlkur 13 til 15 ápa. Guðmundur Eiríksson, Reyni- völlum 9, Selfossi vill komast í bréfa- samband við stúlku á aldrinum 14 til 15 ára. Hulda Friðþjófsdóttir, Val- gerður Benediktsdóttir, Guðrún Guð- jónsdóttir, Ragna Helgadóttir, Dag- mar Brynjólfsdóttir, allar að Reykja- skóla I Hrútafirði vilja komast í bréfasamband við pilta 18 til 22 ára. Erla Guðmundsdóttir, Aldís Hjalta- einn áratug. Hann byrjaði nefnilega 11 ára gamall að leika á trompet í hljómsveit og hefur leikið inn á plötu. En það er söngurinn sem gert hefur hann frægan meðal allra táninga og líka fært honum drjúgan skilding. En þar sem hamingjan er nokkuð völt í hljómlistarheiminum, Þá hefur hann leitazt við aö skapa sér stöðu sem leikari og dansari. slcák E'ftirfarandi skák var tefld í Mal- maison, 20 marz, 1804. Napoleon 1. unni mikið skáktafli og iðkaði það allmikið, en varð aldrei frábær skák- maður. Hann kom oft i kaffihú* — Tækni „Café de la Regence" og tefldi þar. Mun enn þann dag i dag vera til sýn- is borð það, er hann á að hafa setið við og telft. Madame Remuast var merk og gáfuð kona og var um tíma hirðmey Jósefinu, keisaradrottningu. Er mjög gaman að sjá þessa skák og fróðlegt að sjá hvað Napoleon finnur mikinn skyldleika með taflmönnunum og sínum eigin hermönnum; eigin- leikar hans sem hershöfðingja koma skýrt fram í skákinni. Hvítt : Napoleon. Svart : Madame Remusat. 1. Rc3, e5, 2 Rf3. (Þannig sendir hinn mikli hershöfðingi riddaraliðið á undan til að ryðja braut að nokkru leyti). — 2. — d6. 3. e4, f5. 4. h3. (Ut i jaðri fylkingarinnar er vígstaðan fyrst vandlega styrkt). 4. — fxe4, 5. Rxe4, Rc6, 6. Rf3—g5 (Og þar sjáum við báða riddarana hina vígreifustu komna langt fram á vígvöll. Hefði nú annar snjall hershöfðingi verið að tefla á móti Napoleon, þá hefði hann ef til vill fundið rétta svarið, en hvernig gat Madame Remusat varizt þessari leiftursókn hershöfðingjans, sem var manna fremstur í herstjórn- arlist?). 6. — d5, 7. Dh3f, g6, 8. Df3, (Skyndilega hótar Napóleon máti, og í örvæntingu sinni finnur Madame ekki nema eitt svar). 8. — Rh6 (Og þá fá riddararnir að sýna mátt sinn og megin). 9. Rf6f, Ke7, 10. Rxd5f Kd6, 11. Rg5—e4f!, KxRd5, 12. Bc4f! KxBc4, 13. Db3t, Kd4, 14. Dd3 mát. Orustunni er lokið með sigri hins sterkari. —O— Skákþraut. .............. SAM LOYD. Á hvaða reit á að láta kónginn þannig að hann verði: A. Patt; B. að hann sé mát; C. að hvítur geti mátað í einum leik? Infraphone heitir ný simasambands- aðferð I Bandaríkjunum til notkunar á stuttum vegalengdum og án sím- strengja. Hljóðbylgjunum er breytt i innrauða geisla á sendistað og á mót- tökustað’ í ■ hljóðbylgjur. Það líður að því að menn hætta að skipta sér af bilnum sínum, néma að þvi leyti að setja hann í gang. Þannig verður það að minnsta kosti ef sú hugmynd kemst í framkvæmd almennt, sem nú hefur verið reynd á tilraunabrautum Gener- al Motors. Bíllinn á myndinni er 58 gerð af Chevrolet. Og stýrið vantar, engin kúppling, engin benzíngjöf, eng- in gírskipting. Mönnum verður þá spurn, hvað eða hver stjórnar bíln- um? Jú, það er eitt stýristæki. Og það er þannig útbúið að á vinstri hlið við bílstjórann er litill kassi og uppúr honum stöng með kúlu. Og þetta er nú stýringin, benzingjöfin og kúpplingin. Með Því að sveigja stöngina aftur á bak eða áfram, minnkar maður og eykur benzingjðf- ina. Þegar stöngin er komin aftur fyrir miðju taka hemlarnir í. Ekki er stýringin flóknari. Þá er stöngin sveigð til vinstri eða hægri. Og svo er auðvitað innbyggt tæki, sem örin bendir á stjómtækiö. stjórnar og samræmir stýringu og benzíngjöf þannig að það er ekki hægt að taka ákveðna beygju nema með hraða sem samsvarar beygjunni. T. d 30 gráðu sveigja með litlum hraða og 15 gráðu með miklum hraða útheimtir sömu stillingu í samræm- ingartækinu. Annað skref á þessari braut er svo alsjálfvirka kerfið, en það byggist á töluvert dýrari fram- kvæmdum, en hálfsjálfvirka kerfið. Þá yrði komið fyrir leiðslum í götum sem hefði samband við bílinn þráð- laust og honum stjórnað af miðstöð sem hefur fulla yfirsýn yfir alla um- ferð gegnum sjónvarp. Þeir ákvarða hve hratt bílarnir á götunum aka og geta stoppað alla bíla í tæka tíð og löngu áður en nokkur bílstjóri hefði nokkur tök á að gera sér grein fyrir hættu framundan o. s. frv. Er hægt að nota radartæki til þess að koma upp um innbrot. Bandarískt fyrirtæki hefur framleitt radartæki sem vegur ekki meira en sextán kíló og gengur fyrir rafhlöðum. Banda- ríski herinn hefur þegar tekið Þetta tæki i tilraunaskyni. Hermaður á að geta haldið á þessu og á að geta séð vél eða mann á hreyfingu í allt að fimm km fjarlægð. Og fyrirtæki geta notað tækið til þess að vara við inn- brotsþjófum. Loftnet framan á bílnum. VIKAKi 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.