Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 25
Jftcqueliife er merkið Tízkulitir. 5 sprengdir litir, lilla, blátt, dökkgrænt. Söluumboð: ÞORHALLUR SIGURJONSSON Sími 18450, Þingholtsstræti 11. 4 « HrútsmerkiÖ (21. marz-20. apr.): Þú getur óhrædd- ur treyst á eigin hæfileika, er Þú leggur út I þetta fyrirtæki, sem þú hefur haft á prjónunum undan- farið. Líklega verður einhver til þess að draga úr þér kjarkinn, en þú skalt fyrir alla muni ekki hætta við áform þín. Miðvikudagurinn skiptir þig mestu í þessarri viku, einkum hvað öll hjartans mál snertir. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Ef þú ætlast til að þú takir einhverjum framförum á vissu sviði, verð- ur þú fyrst að gera þér grein fyrir þvi, að þú getur engu áorkað nema með aðstoð eins eða fleiri félaga þinna. Þú skalt ekki eltast við ástina, eins og þér hættir dálítið til þessa dagana — hún kemur af sjálfu sér. Meira að segja eru líkur á því að svo verði áður en varir. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Vikan verður fremur tilbreytingarlítil og hætt er við að grípi þig þunglyndi, ef þú reynir ekki að hafa ofan af fyrir þér með tómstundavinnu. Líklega er einveran þér ekki holl þessa dagana, þú skalt þess vegna leita til- breytingar í hópi kunningja þinna. Eitthvað sem þú gerir í mesta sakleysi verður ef til vill til þess að koma af stað illum orðrómi um þig og kunningja þinn. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Það eru líkur á, að miklar breytingar verði á högum þínum á næst- unni. Er nú allt undir sjálfum þér komið hvort þessar breytingar verða til batnaðar eða ekki. Þér gefst kostur á að fara i stutta ferð, og Þú skalt um- fram allt reyna að komast í þessa ferð, enda þótt það kosti einhverjar fórnir. Vinur þinn er í vanda staddur, og þú getur einn orðið til þess að hjálpa honum. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Samkomulagið á vinnustað er ekki eins gott og það á að vera. Þú getur sjálfur orðið til þess að bæta það til muna, og einmitt i þessari viku gefst þér tækifæri til þess. Fimmtudagur og laugardagur verða langbeztu dag- ar vikunnar. Annan daginn færð þú mjög góðar fréttir, sem koma þér í gott skap, það sem eftir er vikunnar. Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Þú hefur átt við einhverja örðuleika að etja undanfarið, og er sann- leikurinn sá, að þú hefur gott af þessu mótlæti. Nú eru hins vegar líkur á að þú sigrist á þessum ðrðug- leikum, og átt þú það einkum einum fjölskyldumeð- lim að þakka. Líklega hleypur þú illilega á þig á föstudag. Láttu þetta glappaskot verða þér víti til varnaðar. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt): Amor hefur kom- ið talsvert við sögu þína undanfarið, og hefur það jafnvel orðið til þess að þú hefur slegið slöku við á vinnustað. Það má ekki verða. Reyndu að gera þér grein fyrir, að frístundir og vinnustundir verða að vera algerlega aðskildar. Þú færð að glíma við skemmtilegt verkefni i vikunni, og ef þér ferst það vel úr hendi, munt þú fá maklegt hrós fyrir. Heillalitur grænt. Drekamerkið (24. okt.—22 nóv.): Það verða gerðar óvenjumiklar kröfur til þín í vikunni, og er þér vorkunn, þótt þú standir ekki við allt, sem þú verð- ur að lofa. Varaztu að sóa peningunum í fánýta hluti. Þú þarfnast einmitt peninga þessa dagana. Vertu á verði gagnvart þessum manni, sem þú kynntist fyrir skemmstu. Hann vill þér alls ekki eins vel og virðist í fljótu bragði. Heillatala kvenna 6, karla 4. Heillalitur grátt. Bogamaðurinn (23. nóv.—21. des.): Þú hefur ein- hverja breytingu á prjónunum og er það vel, en þessi vika viröist samt ekki heppileg til mikilla breytinga. Bíddu heldur þangað til í næstu viku. Þú færð gleðiiegar og óvæntar fréttir í vikunni, sem verða til Þess að áíorm þín breytast nokkuð. Þú munt skemmta þér óvenjumikið í vikunni, og er það gott og bless- að. Varaztu samt óeðlilegt næturrölt. Bréf á leiðinni. Geitarmerkið (22. des.—20. jan): Þú verður fyrir fyrir talsverðu áfalli í vikunni — en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott ef þú ert nógu sterkur persónuleiki til þess að kunna að tapa, getur þessi reynzla orðið til þess að þér verður mikið úr verki á öðru sviði. Vinur þinn segir þér frá skemmti- legri hug'mynd, sem þið skuluð reyna að vinna að. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Framtíðar- horfurnar eru óvenjugóðar og þú átt von á skemmti- legum dögum. Yfirleitt virðist Þessi vika ætla að verða mjög skemmtileg. Þó skaltu varast Þá gildru, sem hjartansvinur þinn féll í fyrir skemmstu. Gamall kunningi þinn skýtur skyndilega upp kollinum, en þú munt komast að því, að þið eigið ekki lengur samleið — _____ Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Ef þú hefur í hyggju að breyta til og lifa lífinu öðruvísi en und- anfarið, eru stjörnurnar þé mjög hliðhollar i þessari viku. Þú skal samt ekki ráðast í neitt, nema þú hafir velt því vandlega fyrir þér fyrirfram. Viss persóna er tortryggin i þinn garð, svo að þú skalt vanda mál þitt, Þegar hún heyrir til þín. Væri miður ef góður kunnings- skapur færi út um þúfur sakir ógætinnar tungu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.