Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 26
Úteefandi: VIKAN H.F.
Bitstjórl:
Gíali SigurSsaon (ábm.)
Auglýsineastjóri:
Jóhannes JörundMofi.
Framkvaemdaatjóri:
Hflmar A. Kriatjánsfion.
EStfitjórn og nuglýsingar: Sklpholtl
33. Simar: 36320, 35321, 35322. Póst-
hólf 149. AfgrelBsla og dreiflsg:
Biaðadrelfing, Miklubraut 15, simj
36720. Dreífingarstjórl: öskar Karls-
sön. VerB i lausasölu kr. 15. Askriít-
arverB er 200 kr. érEþriBjun'gslegn,
grelBist íyrlríram. Prentun: Hlimlr
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
Þið fáið Vikuna í hverri viku
/ næsta blaði verður m. a.:
4 „Áhyggjur verð ég’ að hafa“. Viðtal við Ásólf Páls-
son frá Ásólfsstöðum.
♦ Hálfsmánaðar sumarleyfisferð um byggðir og ó-
byggðir íslands. Ný verðlanuakeppni. Annar hlutinn
birtist í næsta blaði.
4 Morgunstund gefur gull í mund. Smásaga.
♦ Gestir hjá Gunnlaugi. Myndafrásögn af sýningu
Gunnlaugs Blöndals.
4 Fegurðarsamkeppnin: Þriðji þátttakandinn: Sigur-
rós Arthúrsdóttir frá Siglufirði.
4 Svikul ást. Grein eftir dr. Matthías Jónasson og
merkilegt bréf, sem þættinum barst.
4 Reykjarpípan. Stutt saga eftir Breinholzt.
4 Vikan og heimilið. Fjórar heilsíður um matartil-
búning, heimilisstörf og hvaðeina, sem húsmæðrum
kemur að gagni. Þáttur þessi á að koma mánaðar-
lega framvegis.
4 Læknirinn: Allir þurfa að læra að búa um sár.
4 Nýr þáttur: Ævisjár fyrir lesendur. Þór Baldurs
gerir ævisjá fyrir Helga Sæmundsson.
Gjörið hvem dag að hátíðisdegi
fyrir hendurnar
með
HANDÁBURÐURINN
frá BREINING,
með rósailminum,
er fljótandi krem
sem hverfur inn í
þyrsta húðina eins
og dögg fyrir sólu
og gerir hendurnar
hvítar og silkimjúkar.
DAGLEG NOTKUN TRYGGIR
UNDRAVERÐAN ÁRANGUR
HfifltlD
BflLSflm
Heildsölubirgðir:
STERLING H.F.
Sími 11977.
jfaU£cte,/um
Palli litli prins leit skelfdur niður á sjálfan sig. Að hugsa sér! Hann var
orðinn að uglu. Hamingjan góða, hvernig gat þetta gerzt? Hann tók
hringinn og ætlaði að kasta honum út um gluggann.
Pling, pling, pling, heyrðist aftur. Og að hugsa sér. Húsið hvarf líka.
Og þarna sat Palli, lítill yfirgefinn og einmana prins í trjákrónu leikk-
trésins. Hvað átti nú að taka til bragðs. í fyrsta skipti, síðan hann fór
að heiman var liann reglulega örvæntingarfullur. Hann var ekki lítill
prins lengur heldur ugla.
Tárin runnu niður fjaðrirnar, og honum datt ekkert annað ráð í hug
en að hrópa á stjörnu 777. En hann kom ekki upp nokkru orði. Uh,
uhu, uhu, var hið eina, sem heyrðist í næturmyrkrinu.
Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Gleraugun til að lesa stjörnu-
blaðið með, hvað var orðið af þeim? Tröllkarlinn hafði þó aldrei komist
yfir þau? Húsið i eikitrénu var algjörlega horfið, kannski höfðu gler-
augun einnig orðið að engu.
En það var ékki víst. Hann veifaði vængjunum og flaug niður úr trénu.
Þó að það væri einkennileg tilfinning að geta flogið, var hann ekki
vitund glaður, aðeins óhamingjusamur. Órólegur litaðist hann um. Þarna
lágu stjörnugleraugun, alveg heil og fin við rætur eikitrésins. Það var
nú gott. Þá hafði tröllkarlinn að minnsta kosti ekki náð í þau. En hvaíS
átti hann að gera við þau núna, svo að þau væru örugg. Jú, nú viiss'i
hann það. Hann setti þau bara á sig. Ugla með gleraugum, það var á-
byggilega dálítið óvenjuleg sjón. Hann leit strax upp í himinn, en þar
var þvi miður ekkert stjörnublað að sjá. Við því var ekki heldur að
búast á þessum tima dags.
Hvað nú, ugla litla? luigsaði Palli prins, og flaug aftur upp í tré-
toppinn. Hann varð að finna upp á einhverju. Með því að sitja liérna
og geta enga björg sér veitt, geta aðeins sagt uhu, uhu, út í næturinyrkrið,
komst hann engan veginn áfram. Hann varð að hitta stjörnu 777.
Ó, já sagði Palli og hruklcaði brýnnar, það var satt, stjarna 777 gat
ekki komið til hans á næturnar. Jæja, þá varð hann að fara til hiennar
í staðinn, nú gat hann þó flogið. Það mátti engan tíma missa. Eins gott
að hefjast handa eins og skot.
Palli baðaði út vængjunum og hóf sig til flugs. Hærra og hærra
flaug hann, en árangurslaust. Stjörnuhiminninn var jafnlangt i burtu og
Framhald í næsta blaði.
26 VIKAN