Vikan - 13.04.1961, Side 3
álfsmánaðar sumarleyfisferð
óbyggðir íslands.
Fyrir nokkrum árum voru óbyggðaferðir svo til óþekkt
fyrirbrigði utan smalamennskur og aðrar þær ferðir, er
nauðsyn rak til. Má segja, að óbyggðir landsins hafi komizt
í tízku fyrir ágætt starf Ferðafélags íslands og svo það,
er sterkar fjallabifreiðir voru teknar í notkun og gerðu
þessi ferðalög möguleg. Nú leitar fjöldi fólks inn á öræfin
að sumariagi til þess að finna þá kyrrð og ró, sem óþekkt
er i þéttbýli, og til þess að nema og undrast þá tign, sem
íslenzk náttúra býr yfir.
Það væri sannarlega skemmtilegt að geta veitt fleiri les-
enduin Vikunnar kost á slíku sumarleyfi, sem óbyggðaferð
getur verið, en það er ekki unnt að sinni. Hins vegar gæti
verið, að hinn lieppni vildi veita öðrum örlitla hlutdeild
í happi sínu með því að taka myndir i ferðinni og segja
frá henni í blaðinu.
Sólarupprás í Herðubreiðarlindum.
Wm
1 fáum orðum sagt: Gissur er á Þing-
völlum og veit nú ekki vel, hvernig hann
hefur komizt þangað, en allt að einu er þaO
staðreynd, að þar er hann. Líklega hefur
hann lent á kendirii með strákunum, og
svo hefur verið ekið eitthvað út í loftið.
Rasmína veit auðvitað ekkert um þetta,
og hún bíður sennilega með kökukeflið,
þegar honum þóknast að koma heim. í bili
langar hann ekkert til þess, en annað veld-
ur honum áhyggjum: Hann hefur týnt
skjalatösku með verðmætum skjölum á leið-
inni, og þeim verður hann að ná, hvað sem
það kostar. Hann man ekkert, hvort hann
fór Hellisheiði, Mosfellsheiði eða Uxa-
hryggjaleiðina, en við höfum komizt að
því eftir ýmsum krókaleiðum, að það mtm
standa hér í blaðinu, hvaða leið hann fór.
Það mun vera einhvers staðar fyrir framan
miðju, skotið inn í texta, en þið ættuð nú
að vera svo elskuleg að leita og láta okkur
vita með því að skrifa blaðsíðutalið á seðil-
inn hér að neðan. -Jr
GETRAUNASEÐILL NO. 3.
Gissur fór
Heimilisfang