Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 12
Bronchitis er óþægi- legur og ekki hættu- laus sjúkdómur m Hósti — oft mjög kvalafullur — eru fyrstu einkennin á bronchitis. Hinar stóru loftpípur, sem liggja niður í lungu, greinast, þegar niður i lungu er komið, í hárfínt pípunet, — sem minnir einna helzt á trjá- greinar. Allar þessar hárfínu grein- ar eru klæddar sérstakri slímhúð og örsmáum hárum, sem hindra slím- myndun í lungunum. Bronkítis er bólga í slfmhimnu þessara loftgreina. Þetta er yfir- borðsbólga og þess vegna ekki nærri eins hættuleg og lungnabólga. Bráður bronkítis hefst yfirleitt með venjulegu kvefi, sem smitar niður í lungnagreinar. Þetta er algengast um Lörn og aldrað fólk. Sjúkdómseinkennin eru fyrst og fremst hósti. Hóstinn er þurr, einna líkastur hundbofsi, og honum fylgja sárir verkir, sem koma af þvi, að maður beinlinis finnur loftstraum- inn rifa í hina bólgnu slímhimnu. Yerkirnir eru sárari eftir því, sem hóstinn er þurrari, — það er að segja, að sjúklingurinn hósti engu slími. Ekki eru sjúkdómseinkennin ávallt greinileg meðal fullorðins fólks, til dæmis þarf ekki að fylgja hiti né andarteppa. Börn, sem fá bronkítis, ættu á- vallt að liggja rúmföst. Sama máli gegnir um fullorðna, ef þeir fá hita. Venjulega líður þetta svo hjá á einni eða tveimur vikum, án þess að nokk- uð sé að gert, en ef hitinn er óeðli- lega hár, eru læknar vanir að gefa sjúklingnum pencillin í nokkra daga. Dag- og nætur-hóstasaft. Hóstasaft getur verið nauðsynleg, en ekki er sama, hvernig hún er not- uð. Eiginlega er greint á milli tvenns konar tegunda af hóstasaft. Sú teg- und, sem losar slím og fæst yfir- leitt án lyfseðils, linar oftlega þján- ingar sjúldingsins, vegna þess að hún gerir hóstann „rakari“, — það er að segja, að hóstinn rífur ekki jafnmikið. Þessi tegund hóstasaftar er manninum mjög holl, ef aðeins hinu óeðlilega slími er hóstað upp. Þess vegna má aðeins nota slímlos- andi hóstasaft á daginn, þegar sjúkl- ingurinn getur hóstað upp slíminu. Ef þessi tegund er tekin á næt- urnar, er liætt við, að sjúklingurinn geti ekki sofnað, — en ef svo skyldi fara, að sjúklingurinn sofnaði, er hætta á, að slimið safnist fyrir i lungnagreinunum og auki einungis á bólguna. í þeirri tegund hóstasaftar, sem dregur úr hósta, er venjulega dálítill morfínskammtur. Tilgangurinn er að draga úr hóstanum og draga þannig úr því álagi, sem hvilir á slímhimnunni. Þetta er sem sagt næturmeðal. Þar sem í þessu lyfi er morfín, fæst það einungis gegn framvísun lyfseðils og verður þvi ekki íekið inn nema að læknisráði. Menn ættu að varast að gefa smá- börnum hóstastillandi lyf. Bf of mikið er dregið úr liósta barnanna, er hætt við, að of mikið slím safn- ist fyrir i lungum þeirra, en það götur jafnvel orðið þeim lífshættu- 'egt. Framhald á bls. 27. Myndin hér fyrir neðan sýnir loftæðarnar í heilbrigðu lunga — á mynd- inni við hliðina sjást loftæðarnar sýktar af króniskum bronchitis, sem bólgna af slími, sem safnast í þær. Húsið nr. 20 við Tómasarhaga. íbúðin, sem hér um ræðir, er á miðhæð. Kristleifur Jónsson aðalféhirðir ásamt dóttur sinni í skrifstofunni. Séð úr borðstofu og inn í eldhús. Takið eftir skilrúminu til hægri. Það er létt og skemmtilegt. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.