Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 15
MARZ MERKU R SOLIN Þegar Venus er svo til í beinni línu milli jarð- ar og sólar, sjáum við Venus ekki, vegna þess að þá snýr stjarnan dökku hliðinni aS okkur. Venus er sú jarSstjarna, sem kemur næst jörSu í göngu sinni umhverfis sól. Þegar hún er næst jörSu, skilja aSeins 42 milljónir kiló- metra stjörnurnar aS, og er það ekki langt, ef miðað er við alheiminn, þar sem allar vega- lengdir eru mældar i Ijósárum, þ. e. vegalengd- inni, sem ljósið fer á einu ári. Til samanburðar má geta þess, að ljósið getur farið nálægt 8 sinnum umhverfis jörðu á einni sekúndu. Vegna þess að Venus er milli jarðar og sólar, sést hún aldrei um miðnætti. Sést hún annað- hvort nolckru fyrir miðnætti og kallast þá kvöld- stjarnan eða þá nokkru eftir miðnætti og kall- ast þá morgunsljarnan. Grikkir nefndu hana Phosphorus, þegar hún birtist aS kvöldi til, en Hesperus, þegar hún birtist að morgni til. Venus snýst ekki umhverfis sól á sama fleti og jörðin. Ef svo væri, þá mundi Venus ávallt sjást sem svartur depill á sólskífunni, þegar hún væri í beinni línu milli jarðar og sólar. Þetta kemur þó stundum fyrir. SíSast gerðist þetta árið 1882, en næst kemur þetta fyrir 7. desember 2004. Því fjær sem jarðstjörnurnar eru sólu, þvi lengri eru árin á þeim, þ. e. sá timi, sem það tekur stjörnurnar að fara einn hring umhverfis sól. Ár Venusar er töluvert styttra en ár jarðar, 255 dagar. Menn hafa beitt alls konar rannsóknarað- ferðum til þess að komast að því, hve dagurinn á Venus er langur. Eins og menn vita, þá er dagur sá tími, sem það tekur stjörnu að snú- ast einn hring um sjálfa sig. En hve mikið sem menn hafa lagt á sig til þess að komast að nið- urstöðu, þá vita þeir ekkert með vissu enn þá. Telja jafnvel sumir, að dagurinn á Venus sé jafnlangur og Venusárið og aS stjarnan snúi alltaf sömu hliS að sólu, svipað og tungl jarðar gerir gagnvart jörðu. Flestir hallast þó að þeirri skoðun, að dagurinn á Venus sé jafn- langur og nokkrar vikur á jörðinni og um 6 til 7 Venusardagar séu í ári á Venus. ÁstæSan til þess, að ekki skuli vera unnt að ákveða lengd dagsins, er fyrst og fremst sú, að menn sjá ekki niður á'yfirborð stjörnunnar. Vegna þess að lofthjúpur Venusar hylur yfir- borð stjörnunnar, þá er hann i raun og veru það á stjörnunni, sem menn þekkja bezt. Með litrófsrannsóknum nútimans má öðlast tölu- vert örugga vitneskju um þau efni, sem loft- hjúpar stjarnanna eru samsettir úr. ÞaS, sem vekur mesta atliygli í lofthjúp Venusar, er hið mikla magn af kolsýru (koldioxið), sem er i honum. Hún er jafnvel svo algeng, að sumir telja hana aðallofttegundina i loftdjúpi Venusar. Venus endurkastar 60% af sólarljósinu, sem fellur á hana. Þar sem endurkastshæfnin er svip- uð og í regnskýjum jarðar, var ekki óeðlilegt, að menn teldu, að það væru regnský, sem hyldu ásjónu Venusar. Menn urðu því meira en lítið undrandi, þegar þeir með rannsóknum gátu ekki fundið neinn vott vatnsgufu. Súrefni hefur ekki heldur fundizt á Venus. Hitinn sólar megin á Venus hefur reynzt vera 50 til 60 stig á Celsíus, en i skuggan- um er hitastigiS mínus 20 gráður á Celsíus. Nú hefur kolsýran i loftdjúpi Venusar svipuð áhrif og gler í gróðurhúsi. Má því gera ráð fyrir að hitastigið við yfirborð stjörnunnar sé töluvert hærra. Venus hefur verið kölluð „tvíburasystir jarð- ar“, vegna þess hve margt er líkt með þeim. Þegar farið var þó að rannsaka Venus, kom í ljós, að að mörgu leyti eru stjörnurnar mjög Framhald á bls. 26. i þessu tautaði ég. — Elsku Palla mín, þú mátt til með að hjálpa mér. — HvaS get ég eiginlega gert? ÞaS kom svolítið hik á hana, en svo sagði hún: — Elias og bróSir þinn eru góðir vinir. Ef hann kæmi nú í heimsókn til ykkar eitthvert kvöldið, gæti ég litið inn af tilviljun. Þá gætum við rætt málið og leið- rétt þennan heimskulega misskiln- ing. Finnst þér þetta ekki nolckuð góð hugmynd? — Nei, síður en svo, sagði ég. En Ella sat við sinn keip, og það er svo erfitt að neita henni. Þór, bróðir minn hristi höfuðið, þegar ég sagði honum frá þessu. — Elías? sagði Iiann; — ég hitti hann aldrei. Honum finnst það á- reiðanlega skritið, ef ég fer allt i einu að bjóða honum heim. — Eli- as er aS selja tryggingar fyrir eitt- hvert tryggingafélag. Segðu honum, að við ætlum að liftryggja okkur, þá kemur hann eins og skot, sagði ég. Þór féllst á þetta. Á laugardagskvöldið kom Elías meS fulla tösku af skjölum og bækl- ingum. Hann var að útlista fyrir okkur ýmsar hagkvæmar tryggingar sem við ættum kost á fyrir mjög lágt iðgjald, þegar dyrabjöllunni var hringt. Það var auðvitað Ella. — En hvað hittist vel á, kvak- aði ég — við ætlum einmitt að fara að drekka kaffið. Elías er hjá okkur, — þú kannast við hann, er það ekki? — Jú, sagði Ella og geystist inn í dagstofuna og heilsaði. — Ég ætla aðeins að skreppa og ná í svolítið af kökum handa okk- ur með kaffinu, sagði ég, — Þú ættir að fara fram í eldhús, Þór, og láta vatn í ketilinn. — Með ánægju, sagði hann. — Og á næsta augnabliki voru Ella og Elías ein eftir i dagstofunni. Það var góður spölur í næsta bakarí. Ég var heldur ekkert að flýta mér, því að nú reið ó, að elskendurnir fengju að sættast i friði. Þegar ég kom inn i forstofuna að hálftíma liðnum, staldraði ég að- eins við og hlustaði. Allt var hljótt. Þetta lilaut að vera góðs viti, en af því að ég vildi helzt ekki koma að þeim í faðinlögum, beygði ég mig Framh. á bls. 31. VIKAH 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.