Vikan


Vikan - 13.04.1961, Side 25

Vikan - 13.04.1961, Side 25
fyrir- liggjandí KAUP menn KAUP félög Úrval kjílefnfl Kr. Þorvaldsson & Co. Grettisgötu 6 Sími 24478. * tjóUubiúi A <s •vt Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Hamingjan verð- ur þeim, sem fæddir eru í byrjun apríl afar hliðholl, og reyndar þarf enginn neinu að kvíða, sem fæddur er undir Hrútsmerkinu. Fimmtudagur skiptir kon- ur miklu. Að likindum ferð þú að heiman um helg- ina, en sú ferð verður styttri en þig óraði fyrir, og endalok þess máls verða mjög nýstárleg og skemmtileg. Talan 6 kem- ur einkennilega við sögu. Heillalitur rautt. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þér hættir dálitið við að láta smáglappaskot angra þig og það er engu líkara en þú viljir ekki koma auga á hinar ljósu hliðar lifsins í þessari viku. Þó verður atvik sem gerist um helgina til þess að koma þér í skárra skap. Reyndu að sinna áhugamálinu, sem þú eignaðist eftir áramót. Það getur fært þér mikla gleði. Föstudagur og laugardagur eru beztu dagar vikunnar. Tvíburamerkið (22. maí—21. júni): Þú kynnist persónu í vikunni, sem gæti orðið þér að miklu liði, ef kunningsskapur ykkar helzt. Þó gæti tortryggni þín í garð þessarar persónu spilit mikið fyrir. Á vinnustað gerist atvik, sem kemur þér i einhvern vanda, en endlok þess máls verða ekki eins ógurleg og þú heldur. Þú ferð í samkvæmi í vikunni, þar sem þú færð undar- legar fréttir um vin þinn. Krabbamerkiö (22. júní—23. júli): Þér hættir dá- lítið tii fljótfærni í þessari viku, og getur fljótfærni þin jafnvel orðið til þess að þú missir af tækifæri, sem þig hefur lengi dreymt um. Hugsaðu þig þvi vandiega um, áður en þú leggur í nokkur stórvirki. Vinur þinn verður fyrir óréttlátri gagnrýni, og getur þú orðið til Þess að rétta hlut hans. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Vikan er þér mjög hliðholl hvað peninga snertir — iiklega græöist þér íé óvænt. Þó gæti gleymska þin orðið til þess að þú veröur aí auðfengnum gróða. Mundu að endur- nýja happdrættismiðana þína. Þeir, sem fæddir eru 2. og 3. ágúst ættu umfram allt að fara varlega í hjartans málum. Þú færð skemmtilega gjöf í vikunni. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú skalt ekki hafa þig allt of mikið í frammi í vikunni, því að stjörnurnar benda á, að þér geti orðið á stórt glappa- skot, ef þú leggur i einhver stórvirki. Þú kemst að leyndarmáii af einskærri tilviljun, og það væri leið- inlegt, ef þú færir lengra með það. Heima við munt þú una þér bezt í vikunni. Þú færð liklega skemmtilega heimsókn. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú verður fyrir áhrifum af nýjum félaga og verður það til þess að að þú ferð að vinna að nýju og skemmtilegu verk- efni. Ef þú hyggur á einhverjar breytingar, er þetta einmitt vikan til þess. Amor verður eitthvað á ferð- inni, en líklega verður þú sjálfur lítið fyrir örvum hans, heldur sérð þú mátt hans allt i kringum þig. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú verður á báð- um áttum i vikunni er þú þarft að taka þýðingar- mikla ákvörðun. Réttast væri að yfirvega málið í svo sem viku, því að það er verra en ekki að taka ákvörðun í flýti án þess að velta málinu fyrir sér. Það gæti komið þér illilega í koll. Þú kynnist kunningja kunn- ingja þíns, og þú munt komast að þvi að þetta er allt önnur persóna en þú hafðir haldið. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Það verða nokk- uð margar hindranir á vegi þinum i þessari viku, en allt bendir til þess að þú sigrizt á öllu mótlæti, svo að vikan verður þér mjög ánægjuleg. Þú verður óvenju afkastamikill og fjörugur i vikunni, og ættir þú að grípa tækifærið og vinna upp Það, sem miður hefur farið undanfarið. Á vinnustað berast Þér skemmtilegar fréttir. Heillatala 7. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur verða miklir heilla- dagar, en hinsvegar verða hinir dagar vikunnar skelfilega tilbreytingarlitlir. Eitthvert ósamkomulag verður annað hvort á vinnustað eða heima við, og getur þú einn með háttvísi og skynsemi orðið til þess að sætta alla málsaðila. Vinur þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum — en þetta var óviljaverk af hans hálfu. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú skalt ekki taka allt of mikið mark á ráðleggingum kunningja þinna varðandi breytingar þær á högum þínum, sem þú hefur í hyggju, heldur treysta einvörðungu á eigin dómgreind í þeim efnum. Líklega kemur þú einhversstaðar fram opinberlega eða þú talar yfir einhverjum mannfjölda, og þá ríður á að vera hógvær og gæta tungu sinnar — vertu umfram allt ekki persónulegur. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Það verður ýmis- le'gt til þess að angra þig í þessari viku, en það er að miklu leyti sjálfum þér að kenna, því að svart- sýni þin er naumast heilbrigð. Þú gerir allt of mikið veður út af smáglappaskotum. Mundu að standa við loforð það, sem þú gafst vini þínum í vikunni sem leið. Það myndi koma sér illa fyrir hann ef þú brygðist honum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.