Vikan - 13.04.1961, Side 27
KVENFRELSI
ÞOKKI.
Framhald af bls. 9.
þróun, sem maðurinn veldur og
þolir, leiði hann að lokum til æðri
þroska, þá benda engin rðk til þess,
að okkur beri að undanskilja kon-
una. ★
sin áhrif á hugarfar konunnar.
Einnig karlmanninum hefur það
breytt og ekki að öllu leyti til bóta.
Karlmannseðlið hafði lengi mótazt
við önnur viðfangsefni. íslenzk
tunga vitnar enn um það, að ung-
ir sveinar voru barðir til bókar, er
þeim veitti örðugt að temja sér þá
iðju að hokra að bókfræðum. Nú
gilda gleraugun og hofmannavikin
sem aðalsmerki. Við unum áralöng-
um lestri eins og kyrrlátir munkar,
og konan hefur sætt sig við þessa
breytingu og lagt með oklcur út í hið
margrómaða ævintýri, þó að við
höfum glatað þeirri arnarsjón og
þeim bjarnarkrafti, sem konur dáðu
mest fyrr á tið.
Þannig mun mat okkar á konunni
einnig breytast, og það hefur þegar
breytzt. Hún hefur ekki staðið i
stað, þó að róttækari breytingar
virðist nú fram undan. Eðli hennar
hefur ekki glatast og mun ekki glat-
ast. Þvi rýmra sem um hana varð,
þvi meiri menntun sem hún hlaut,
því betur var hún vaxin maka- og
móðurhlutverki sinu, og karlmann-
inum hefur alltaf þótt hún býsna
eftirsóknarverð. Sú tið kann að
koma, að rómantisk tilbeiðsla henn-
ar á karlmanninum verði hófsam-
legri og mat hennar á yfirburðum
hans raunsærra. Undan þvi ættum
við lcarlmenn eklci að reyna að flýja.
Samfélagsþróunin vex einstakl-
ingnum yfir höfuð, og hann ræður
litlu um hana, kona jafnt sem karl.
Samt mótar hún ekki konuna i
heild, eins og dautt efni væri. Kon-
an sjálf er eitt meginafl byltingar-
innar, jafnframt þvi sem hún verð-
ur fyrir áhrifum hennar. Samfélags-
byltingin er að nokkru leyti hennar
verk. Hvorki studiosus severus né
ég getum neinu um það spáð, hvern-
ig konunni tekst að finna sjálfa sig
og vernda sjálfa sig i þeim samfé-
lagsháttum. sem þróunin virðist
stefna að. Við getum aðeins skynjað
með opnum huga það, sem gerist.
En ef við trúum þvi, að sú fram-
LÆKNIRINN SEGIR.
Framhald af bls. 12.
Þrár bronkítis.
Þrár bronkitis er mjög óþægileg-
ur og getur jafnvel verið hættulegur.
Hann er algengastur í „lélegum
iungum“ og oft samfara öðrum
lungnasjúkdómum. Oft virðist sem
svo, að þrár bronkítis stafi af þrá-
látri ertingu, — til dæmis af mik-
illi tóbaksnotkun eða ryki.
Sjúkdómurinn þróast yfirleitt stig
af stigi. Fyrsta sjúkdómseihkennið
er hósti, — hann er verstur á morgn-
ana, þegar likamsstarfsemi sjúkl-
ingsins er naumast byrjuð eftir
svefnhvildina, og honum liður ekki
vel, fyrr en hann er búinn að hósta
upp slímkekkjum, sem safnazt hafa
fyrir í lungunum um nóttina.
Svo getur sjúkdómurinn orðið
þrálátur, að sjúklingurinn þarf ekki
annað en að fá kvef eða annan
kvilla, til þess að bronkítiseinkenni
komi í ljós. Þetta verður til þess að
veikja veggi lungnapipnanna og
draga úr teygjanleik þeirra. Þannig
er hætta á, að lungnapípurnar vikki
óeðiilega mikið, svo að slim og
bakteriur geta setzt að í lungunum,
án þess að sjúklingurinn geti hóstað
þessum óþverra upp.
Þetta getur komizt á það stig, að
loftgreinarnar eru sifellt bólgnar,
víkka smám saman og safna bakter-
íum. Þess vegna endar slikur sjúk-
dómur oftlega með þvi, að sjúkling-
urinn verður að leggjast á spitala.
Hægt er með nuddi að „slá“ slím-
kekkina burt úr loftpipunum, —eða
þá að sjúklingnum er komið fyrir i
stöðu, sem auðveldar honum að
hósta upp sliminu, — auk þess sem
hafinn er hernaður gegn bakter-
íunum með penicillini og öðrum
bakteríueyðandi lyfjum. Hins vegar
nægir ekki að gefa sjúklingnum pen-
icillín, — samtímis verður að beita
öðrum brögðum til þess að hreinsa
lungun. ★
cJJ^d&t-skakÁ^dp^
■ÚkSilUtyli
HALLCéR
S kUauiMvM} 2
zr