Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 4
4 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR FULLT HÚS JÓLAGJAFA 8.900kr. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 0° -1° 3° 2° -1° -2° 3° 3° 23° 3° 16° 4° 24° -3° 0° 14° -2° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Snýst smám saman í norðanátt um kvöldið. 3 4 5 5 -1 4 -1 0 4 -2 2 2 3 4 3 6 3 4 3 2 8 5 4 4 1 02 0 1 0 -2 -3 FER KÓLNANDI Það verða líklega litlar breytingar í veðrinu fram á föstudagskvöld en þá eru horfur á vaxandi norðanátt með heldur kóln- andi veðri og éljum norðaustanlands. Það mun að öllum líkindum ríkja bjartviðri syðra fram yfi r helgina. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Hækkun á verðskrá Verðskrá auglýsinga í Fréttablaðinu hækkar um 6 prósent frá og með laugardeginum 2. janúar 2010. Ár er liðið frá síðustu breytingu á verðskrá Fréttablaðsins. Verð pappírs og prent- unar er í sögulegu hámarki ásamt því að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,4 prósent frá janúar til nóvem- ber 2009. FRÉTTABLAÐIÐ ALÞINGI Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á Alþingi í gær og gengur það á ný til fjárlaga- nefndar. „Við gefum okkur nokkra daga í þá vinnu sem eftir er,“ segir Guðbjart- ur Hannesson, formaður fjár- laganefndar. Bæði verður horft til tekju- og gjaldahliða frumvarpsins. Horfir nú til 102 milljarða króna halla. Guðbjartur segir að hugsan- lega verði frumvarpið fullbúið til þriðju umræðu á laugardag. Líklegra sé þó að hún fari fram eftir helgi. - bþs Fjárlögin aftur í fjárlaganefnd: Nokkurra daga vinna enn eftir GUÐBJARTUR HANNESSON EFNAHAGASMÁL Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna In Defence hópsins, segir að fólki verði gef- inn kostur á því að kanna hvort einhver hafi skráð kennitölu þeirra án heimildar undir net- áskorun samtakanna til forseta Íslands um að synja IceSave lögum staðfestingar. Enn sé þó eftir að útfæra hvernig það verði gert. Nú er einungis hægt að sjá á vefsíðunni nöfn þeirra hundrað manna sem síðast skráðu sig. „Okkur var tjáð að það væri ólöglegt að birta kennitölur með þessum hætti. Ástæðan er sú að einhver gæti tekið listann og spyrt kennitölur saman við stjórnmálaskoðanir.“ - gb Áskorunarherferð In Defence: Ekki löglegt að birta öll nöfnin EFNAHAGSMÁL „Ég er enn algjör- lega á því að menn eigi að athuga þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hún krafðist þess á Alþingi á mánudag að rannsakað verði hvort gerð hafi verið árás á net- áskorun InD- efence-hóps- ins til að knýja fram þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Það er sama hvort það eru bara fjórir eða fimm, þarna er verið að gera svona skoðanakannanir tortryggi- legar. Í framtíðinni er mjög lík- legt að aukin krafa verði gerð um þjóðaratkvæðagreiðslur og þá er eins gott að við kunnum til verka, og ekki síst að stofnanir stjórnar- ráðsins séu ekki að krukka neitt í slíku.“ - gb Krafa um rannsókn: Þorgerður enn á sömu skoðun ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR BORGARMÁL Fyrstu netkosningunni um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverk- efna í hverfum Reykjavíkurborg- ar er lokið. Alls tóku 5.687 Reyk- víkingar þátt í kosningunni. Í átta hverfum af tíu settu íbúarnir verkefni í flokknum Umhverfi og útivist efst í for- gagnsröðina. Aðrir verkefna- flokkar, sem valið stóð um, voru Leikur og afþreying og Samgöng- ur. Sem dæmi má nefna að í Hliða- hverfi verður nú efst á forgangs- lista borgarinnar uppsetning nestisaðstöðu á tveimur stöðum á Miklatúni, en í Laugardal verð- ur fyrst farið í hraðahindrandi aðgerðir á umferðargötum við gönguleiðir skólabarna í Voga-, Laugarnes- og Langholtsskóla. Í Vesturbænum verður fyrst ráð- ist í að fjölga bekkjum og rusla- stömpum í hverfinu. Alls verður 100 milljónum króna varið til þeirra verkefna sem kosið var um og fjármunum skipt á milli hverfa í samræmi við fjölda íbúa. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ánægjulegt að svo margir borgarbúar hafi sýnt áhuga á að taka þátt í þessu fyrsta tilraunaverkefni af þessum toga: „Það er mikilvægt að virkja borg- arbúa til þátttöku því þannig fá borgaryfirvöld nauðsynleg skila- boð um vilja þeirra sem búa í hverfum borgarinnar.“ - gb Reykvíkingar kusu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhalds: Nærri sex þúsund tóku þátt BANDARÍKIN, AP Lítið notað ríkis- fangelsi í sveitahéruðum Illinois verður notað til að hýsa nokkra fanga sem Bandaríkjaher hefur haldið árum saman án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Fangelsinu, sem er í bænum Thomson, um það bil 240 kíló- metrum frá Chicago, verður breytt þannig að öryggisreglur verða strangari en nokkurs stað- ar hefur þekkst í Bandaríkjunum til þessa. Flutningur fanganna er nauð- synlegur til þess að hægt verði að loka fangabúðunum á Kúbu. - gb Fangar frá Guantanamo: Nokkrir sendir til Illinoisríkis HÓLMAVÍK Rafmagnsorgeli skipt út Nýtt pípuorgel leysir af hólmi 31 árs rafmagnsorgel í kirkjunni á Hólmavík. Á fundi nýlega var upplýst að safnast hefðu tæpar 2 milljónir af þeim 2,7 sem orgelið kostar. Stigu þá fram einstaklingar og bættu við 300 þús- und krónum. Sveitarstjórnin hefur nú samþykkt að leggja fram 350 þúsund krónur sem upp á vantar. GENGIÐ 15.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,2324 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,25 126,85 204,92 205,92 183,45 184,47 24,647 24,791 21,596 21,724 17,550 17,652 1,4117 1,4199 199,41 200,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNSÝSLA Mögulegar málsókn- ir á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda bankahrunsins yrðu ekki síst táknræns eðlis. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að athugun á slíkum málsóknum sé hafin. Löglærðir starfsmenn fjögurra ráðuneyta sitja í starfshópi sem lýtur for- ræði fjármálaráðuneytisins. Sér- fræðingar á sviði skaðabótaréttar koma einnig að matinu. Viðmælendur blaðsins, innan og utan stjórnsýslunnar, segja það vitaskuld fjarstæðu að rík- issjóður geti endurheimt alla þá peninga sem á hann féllu vegna bankahrunsins. Því verði mál- sóknir bæði til að sýna fram á að réttlætis sé gætt auk þess sem þær yrðu eðlileg hagsmunagæsla þjóðarbúsins. Óumdeilt er að ríkið varð fyrir stórtjóni við bankahrunið. Á það hafa fallið gríðarlegar skuld- bindingar vegna ýmissa við- skipta banka og taps Seðlabank- ans vegna lánveitinga til þeirra. Hleypur tjónið á hundruðum milljarða. Sönnunarkröfur í skaðabóta- málum eru með öðrum hætti en í opinberum málum. Ef fyrir- liggjandi gögn sýna brotlega eða gáleysislega framgöngu tiltekinna einstaklinga eða lögaðila sem leitt hefur til tjóns fyrir íslenska ríkið er unnt að huga að skaðabótamál- um án þess að afráða þurfi fyrst um refsinæmi háttseminnar. Sönnunarkröfurnar í einkamáli eru vægari en í refsiréttarmáli en engu að síður verður sá sem held- ur fram skaðabótaskyldu annars að sýna fram á sannanir því til stuðnings. Ljóst er að málshöfðun vegna skaðabótakröfu ríkisins þarfn- ast mikils undirbúnings og við- búið að málsmeðferð tæki langan tíma fyrir dómstólum. Lögfræð- ingar, sem Fréttablaðið ræddi við, segja að ríkið verði að geta sýnt með nákvæmum hætti fram á skaða og tengsl sakbornings við ákveðnar aðgerðir eða verk sem unnin voru í viðskiptabönkunum eða í opinberum stofnunum. Mál- svörnin gæti svo falist í að allt sem viðkomandi gerði hafi rúm- ast innan ramma laganna. Ekki liggur fyrir hvenær nefnd ráðuneytanna skilar af sér mati og tillögum til fjármálaráðherra. Henni eru ekki sett tímamörk. bjorn@frettabladid.is Skaðabótamál ríkisins yrðu ekki síst táknræn Vonlaust er að ætla að ríkið geti heimt til baka allt það fé sem tapaðist vegna misferla eða rangra aðgerða í aðdraganda bankahrunsins. Verk opinberra emb- ættismanna koma til skoðunar jafnt sem ábyrgðarmanna viðskiptabankanna. Á GÓÐRI STUNDU Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans og Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans. Til skoðunar er hvort brot- leg eða gáleysisleg framganga tiltekinna einstaklinga eða lögaðila hafi leitt til tjóns fyrir íslenska ríkið og hvort það geti höfðað skaðabótamál á hendur viðkomandi. Icesave Landsbankans og ástarbréf Seðlabankans eru meðal þess sem skoðað er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MIKLATÚN AÐ SUMARLAGI Nestisað- staða verður forgangsverkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.