Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 60
52 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Lagið Hjálpum þeim verður flutt í nýjum búning á tónlistarhátíð- inni Jól Jólsson sem verður hald- in á Hótel Íslandi á föstudags- kvöld. Flestir söngvaranna sem koma fram á hátíðinni munu flytja lagið. Á meðal þeirra verða Daníel Ágúst, Krummi, Egill Sæbjörns- son, Rósa Birgitta Ísfeld, Lóa Hjálmtýsdóttir og Davíð Bernd- sen. Hjálpum þeim er eftir Axel Einarsson við texta Jóhanns G. Jóhannssonar, Gunnars Þórðar- sonar og Eyþórs Gunnarssonar. Það kom fyrst út árið 1986 og var gefið út til styrktar vannærðum börnum í Afríku. Hjálpum þeim sungið á ný DANÍEL ÁGÚST Daníel Ágúst verður einn þeirra sem syngja Hjálpum þeim á Jól Jólsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þungarokksveitin Bad Carburet- or frá Egilsstöðum á lag á safn- disknum Riot on Sunset Vol. 19 sem plötuútgáfan 272 Records í Los Angeles gefur út. Útgáfan sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á Netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og hljómsveitin For- eign Monkeys frá Vestmannaeyj- um. Bad Carburetor skipa þeir Davíð Logi Hlynsson trommari, Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari, og Ari Frank Inguson bassaleikari og þeir ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Egilsstaðarokk til LA Í ÚTRÁS Bad Carburetor (Vondur blönd- ungur) frá Egilsstöðum. Á annan í jólum – sem er laugardagur – verða gömlu vínyl-kassarnir dregnir fram og dansstemning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp á Jakobsen. Kvöldið gengur undir nafninu Party Zone ´95 kvöld, enda stendur sam- nefndur danstónlistarþáttur fyrir því. „Við héldum svona á Jónsmessunótt í sumar og það varð gjörsamlega allt vitlaust,“ segir Helgi Már Bjarnason, annar Party Zone-félaganna. „Þetta gekk svo langt að einn gesturinn fótbrotnaði á dansgólf- inu þegar Hardfloor remixið af Yeke Yeke með Mory Kante var sett á fóninn. Hann er orðinn heill og búinn að staðfesta komu sína næst. Við höfum aldrei fengið önnur eins viðbrögð við nokkru kvöldi sem við höfum haldið, og höfum við þó haldið þau nokkur.“ Helgi segir að heiti kvöldsins sé rökrétt. „Árið 1995 er mikið ár í hugum danstónlistar- og partídýra landsins. Party Zone ´95-diskurinn kom út um haust- ið. Hann sat í þrjár vikur á toppi íslenska plötulist- ans, sem verður að teljast einsdæmi fyrir safndisk með danstónlist. Það segir margt um hvað dansbylgj- an var sterk á þessum tíma.“ Á þessum árum voru Tunglið og Rósenberg-kjall- arinn athvarf danstónlistarfíkla. „Dót eins og Master at Work, Basement Jaxx, 808 State og Erick Morrillo troðfylltu Tunglið helgi eftir helgi,“ segir Helgi. „Ekki má gleyma eftirpartíunum og reif-partíunum úti um allan bæ. Svo voru stórviðburðir eins og Björk og Underworld í Laugardalshöll og Uxahátíðin um verslunarmannahelgina. Það var allt í gangi!“ Nú, fimmtán árum síðar, ætla plötusnúðar eins og Margeir, Árni E, Maggi Legó, Grétar G, Frímann og Andrés Nielsen að blása í glæðurnar og nokkuð sennilegt er að hljómsveitin T-World – Maggi Legó og Biggi Veira úr GusGus – komi saman af þessu tilefni. Miðasala er hafin á midi.is. - drg Danstónlistarfíklar ranka við sér GÖMLU DAGANA GEFÐU MÉR Helgi Már Bjarnason sveittur á Party Zone ´95-kvöldinu í sumar. MYND/GÍSLI KRISTJÁNSSON Jessicu Simpson varð um og ó þegar hún frétti af dem- antshring sem fyrrum kærasti hennar, íþróttakappinn Tony Romo, gaf nýju kærustu sinni, Candice Craw- ford. Vinir söngkonunnar segja að hún hafi fylgst með sambandi Romo og Crawford frá því að þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Hún hefur verið að velta sér upp úr hringnum sem Candice skartar. Jessica ótt- ast að Tony muni biðja Candice innan skamms og hún vonar bara að hún sjálf sé komin með nýjan kærasta, eða eiginmann, upp á arminn áður en það gerist. Henni finnst þetta sárt því hún trúði því að hún ætti sjálf eftir að giftast Tony,“ var haft eftir málglöðum vini söngkon- unnar. Langar í eiginmann VILL GIFTAST Jessica Simpson vill nýjan kærasta. Tiger Woods sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann viðurkenn- ir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og segist jafnframt ætla að taka hlé frá atvinnumennsku um óákveð- inn tíma svo hann geti sinnt fjölskyldu sinni betur. „Ég er meðvitaður um þann sársauka sem ég hef valdið konu minni og börnum. Mig langar að biðj- ast afsökunar og bið þess að mér verði fyrirgefið,“ sagði Woods. Nú velta menn því fyrir sér hvort eiginkona Woods, Elin Nordegren, muni verða um kyrrt hjá kylfingnum eða sækja um skilnað. Breska tímarit- ið News of the World heldur því fram að Nordegren ætli að verja jólunum með Woods barnanna vegna en flytji til Svíþjóðar á nýju ári. Hún á að hafa keypt hús á eyjunni Faglarö. Til að bæta á áhyggjur hjónanna fengu þau heimsókn frá barnavernd- arnefnd í síðustu viku. Tímarit þar vestra telja þó að yfirvöld hafi aðeins verið að fylgja eftir reglum í kjölfar bílslyssins. Auk þess hafa styrktarað- ilar Woods verið að draga sig til baka og má þar á meðal nefna Pepsi og Gill- ette. Nýlegar fréttir herma að Woods haldi enn sambandi við Rachel Uch- itel og að hún sé sannfærð um að þau muni taka saman innan skamms. Hún hefur grætt vel á öllu fjaðrafokinu en slúðurblöð beggja vegna Atlantshafs- ins bjóða henni gull og græna skóga fyrir nokkur orð. Reyndar hafa viðtöl við hjákonur Woods prýtt flest slúður- tímarit vestanhafs undanfarna daga.. Tiger segir skilið við golfið í bili ENDALOKIN Fjölmiðlar velta nú fyrir sér hvort hjónaband Woods muni enda með skilnaði. Tiger ætlar að taka sér ótímabundið frí frá golfi vegna málsins. NORDICPHOTOS/GETTY > HÆTT MEÐ RODRIGUEZ Leikkonan Kate Hudson er hætt með hafnaboltakappanum Alex Rodriguez eftir sjö mánaða samband. Þetta hafa kunn- ingjar þeirra staðfest. Rodrigu- ez sást nýverið láta vel að und- urfagurri blondínu, annarri en Hudson, á veitingastað á Miami og því ljóst að hann er strax farinn að leita á ný mið. Andri Snær Magnason hef- ur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferð og flugi undanfarna mánuði við að kynna hina vinsælu bók Drauma- landið, sem kom nýverið út í Japan og Danmörku, en auk þess var barnabókin Blái hnötturinn gefin út í Kína og Litháen fyrir stuttu. Blái hnötturinn kom fyrst út árið 1999 en hefur verið uppseld hér- lendis um nokkra hríð. Kvik- myndin Draumalandið var að auki frumsýnd í Amsterdam og í Berlín í nóvember síðastliðnum. „Maður hefur verið úti næstum mánaðar- lega síðan í vor við að kynna eitt- hvað. Ég ákvað að taka heims- borgarann á þetta fyrst maður var byrjaður. Þegar Blái hnötturinn kom út í Japan á sínum tíma fór ég ekki til að fylgja henni eftir og þá er hætta á að bækurnar sökkvi og hverfi. Ég ákvað því þegar Draumalandið var gefin út í Japan að fyrst bókin kæmi út í einu stærsta hagkerfi heims þá yrði ég að fara út,“ útskýrir Andri Snær sem er nýkominn að utan. Hann segir heimsóknina til Jap- ans hafa verið einstaka upplifun og Tókýó vera skemmtilegustu borg sem hann hafi komið til. „Ég var viðbúinn menningarsjokkinu en mannmergðin var ótrúleg. Tískan þarna er líka mjög öfgafull og þarna er fjöldinn allur af stelp- um klæddar eins og Lísa í Undra- landi og hópar af strákum klædd- ir eins og Elvis Presley, þetta fólk er allt miklu svalara en við hérna í Evrópu. Þarna eru upphitaðar klósettsetur staðalbúnaður sem við Evrópubúar erum algjörlega að fara á mis við.“ Meðan á dvöl hans stóð kom Andri Snær fram í fjölda sjón- varps- og blaðaviðtala. Hann seg- ist gjarnan hafa verið spurður út í efnahagskreppuna á Íslandi í viðtölunum og segir marga halda að landið sé rjúkandi rústir eftir bankahrunið. „Ég eyði miklum tíma í að leiðrétta ranghugmyndir um að þjóðin sé farin til fjandans og það sé ástæða að hafa áhyggjur af öðrum en okkur. En hins vegar bendi ég á að Ísland sé gott sýni- dæmi um hvernig hugmyndafræði geti leitt fólk í ógöngur.“ Barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, hefur nú verið gefin út í 21 landi og segist Andri Snær hafa stefnt að því að gefa hana út alls staðar í heiminum strax í upphafi. „Þetta hljómar eins og gorgeir af manni sem þá var að skrifa sína fyrstu barnabók. En ég vissi að hugmyndin var góð og ef ég gæti landað henni rétt þá yrði bókin góð. Sagan hefur verið sett upp sem leiksýning víða um heim og ég vissi fyrir víst að ég var orðinn frægur þegar leikritið var sett upp í alþjóðlegum skóla í Pakistan,“ segir Andri Snær og hlær. Rithöfundurinn mun taka sér frí frá ferðalögum þar til í byrj- un næsta árs en þangað til ætlar hann að nýta tímann í ritstörf. Aðspurður segist hann vera með tvær nýjar bækur í smíðum auk leikrits sem hann skrifar ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni, en leik- ritið er skrifað með aðstoð spjall- rásar þar sem Þorleifur er stadd- ur í Toronto. - sm JAPANAR SVALARI EN VIÐ HEIMSFRÆGUR RITHÖFUNDUR Andri Snær Magnason sagðist hafa vitað að bók hans, Blái hnötturinn, yrði vinsæl áður en hann hóf að skrifa hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Jólasveinninn getur keypt Friendtex bangsa til styrktar Krabbameinsfélaginu hjá okkur á 1.000.- krónur Opið í dag mán-fös kl. 11-18, lau 11-16 Útsala 30–50% afsláttur! Mikið úrval af fallegum fatnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.