Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FJÁRMÁL Ríkisstofnanir hafa lítið eftirlit með því hvort starfsmenn vinni þá yfirvinnutíma sem þeir hafa samið um. Um 75 prósent stofnana greiða fyrir ómælda yfir- vinnu fyrir utan ákvæði í launa- töflu. Algengasta fyrirkomulagið var að greitt er fyrir fastan fjölda yfirvinnutíma á mánuði hvort sem þeir eru unnir eða ekki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun Ríkisendurskoðun- ar á yfirvinnu- og aukagreiðslum til starfsmanna ríkisins. Niðurstöð- urnar byggðust á svörum 220 stofn- ana, sem eru um sjötíu prósent allra ríkisstofnana, og eru birtar í nýút- kominni skýrslu um endurskoðaðan ríkisreikning 2008. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi sagði í viðtali við Fréttablað- ið í gær að margt benti til þess að stofnanir hafi ekki gætt nægilegs aðhalds í launamálum og spyr sig hvort ekki sé eðlilegt að endur- skoða þetta kerfi eins og það er uppbyggt. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna árið 2006 var stefnt að því að greiðslur vegna ómældrar yfirvinnu rynnu inn í sameiginlega launatöflu. Markmiðið var að stuðla að gagnsæi í launamálum ríkisins. Þetta markmið í samningunum 2006 hefur ekki náðst nema að litl- um hluta. Aðeins ein af hverjum fjórum stofnunum telja að þetta hafi tekist að fullu og öllu. Stofn- anir sem telja að markmiðið hafi náðst að hluta eru um 55 prósent og 20 prósent þeirra að þetta hafi ekki tekist að neinu leyti. Um 75 prósent stofnana svöruðu því til að greitt væri fyrir ómælda yfirvinnu fyrir utan ákvæði í launa- töflu stofnanasamnings. Könnun Ríkisendurskoðunar sýnir að fjórðungur starfsmanna þeirra stofnana sem svöruðu fyrir- spurninni hafa samninga þar sem föst yfirvinna er hluti af þeirra kjör- um. Hins vegar er misjafnt hversu marga tíma þeir fá greitt. Einnig er allur gangur á því hversu hátt hlutfall starfsmanna nýtur þess- ara kjara á milli stofnana. Ekki er óalgengt að starfsmenn hafi á milli þrjátíu til fimmtíu fasta yfirvinnu- tíma á mánuði. Meðallaun ríkisstarfsmanna voru 458 þúsund krónur á mánuði miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. - shá Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir í Arnardal við Ísafjörð helgina 19. og 20. desember. Þetta eru þriðju jólin í röð sem leikritið er sýnt og hefur notið mikilla vinsælda. Þetta er sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinana og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu karla. „Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið í var til Póllands með foreldrum mínum árið 1996. Við bjuggum þá í Danmörku og auðsótt var að heimsækja nágrannalönd-in fyrir spottprís,“ segir Líf Magn-eudóttir vefritstjóri, þegar hún er spurð um eftirminnilegt ferðalag.Foreldrum Lífar bauðst pakka-ferð til bæjar rétt fyrir utan borg-ina Stettín fyrir einungis fimm hundruð danskar krónur. Innifal-ið í því var ferja, rúta, matur og gisting í höll. Líf segir alla hafverið glaða innar voru sturtur en ekkert vatn, skotgöt á veggjum eftir stríðið og sums staðar mátti greina blóðbletti á veggjum. Sjónvörpin voru hol að innan, en Líf segir það ekki hafa komið að sök þar sem flest her-bergin hafi verið rafmagnslaus. Eitt salerni var í höllinni, en það var bilað. Í matsalnum var einungis boðið upp á kartöflur og svínakótelettur, og sömu sögu var að segja af flottasta veitingastaðbæjarins Nokk i ferðin þó allt saman. „Á landa-mærunum stöðvuðu tollverðirnir okkur til að rukka mútur og vændu okkur um að vera með of mikið af sígarettum. Ein úr hópnum, sem var orðin langþreytt, sagðist ætla að taka þetta á sig. Tollvörður-inn benti henni á að hún reykti of mikið því þetta væru tvö þúsund karton. Þá kom í ljós að hótelstjór-inn í höllinni góðu hafðiin i í Blóðblettir á veggjunum Ferðalag Lífar Magneudóttur til Póllands fyrir rúmlega áratug er henni eftirminnilegt. Hótelið bauð upp á kartöflur, biluð salerni og hol sjónvörp, og í ofanálag var fjölskyldan rukkuð um mútur á heimleiðinni. Í pólsku höllinni sem Líf og fjölskylda gistu í var einungis boðið upp á kampavín og vodka til drykkjar. Það átti líka við um veit- ingastaði bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www li d www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 — 297. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BT BÆKLINGURINN Stútfullur bæklingur af flottum tilboðum Opið til kl. 22.00 til jóla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÍF MAGNEUDÓTTIR Gisti í höll með blóð- blettum og skotgötum • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! 1.731 vika x 7 + 3 Vá! 12.120 dagar Ó · 1 29 64 dagar til jóla Opið til 22 8 Yfirvinna greidd án eftirlits Könnun Ríkisendurskoðunar sýnir að mikið ógagnsæi er í launamálum ríkisins. Fyrirkomulag yfirvinnu á milli stofnana er ólíkt. Lítið eftirlit er með hvort starfsmenn vinni þá tíma sem þeir fá greitt fyrir. FASTIR YFIRVINNUTÍMAR Á MÁNUÐI. 21-30 tímar 11-20 klst. Minna Yfir 50 tímar 41-50 tímar 31-40 tímar 28 % 20% 23% 7% 6% 16 % HEIMILD: RÍKISENDURSKOÐUN GÓÐVIÐRI Í dag verður víðast mjög hæg vestlæg eða breytileg átt. Nokkuð bjart einkum sunnan- lands og yfirleitt þurrt að mestu. Hiti víða 0-8 stig en vægt frost í innsveitum norðan- og austantil. VEÐUR 4 2 3 -1 -1 5 Óskar til bjargar Óskar Jónasson situr nýliðanámskeið hjá Flugbjörgunarsveit- inni. FÓLK 70 Miður sín eftir innbrot Miklum verðmætum var stolið af heimili Arnars Gauta Sverrissonar. FÓLK 70 Með 100 titla í vinnslu Rithöfundurinn Huginn Þór Grétarsson gaf út sjö barnabækur síðustu tólf mánuði og er með hundrað í bígerð. TÍMAMÓT 44 BÆKUR. Tíu ár í röð hafa starfsmenn bókaverslana veitt viðurkenningar þeim bókum sem falla þeim best í geð, og er bókunum skipt niður í sjö flokka. Niðurstöður þetta árið voru tilkynntar í gær. Í flokki íslenskra skáldsagna þótti Harmur engl- anna eftir Jón Kalman Stefánsson bera af en annað sætið hreppti Sölvi Björn Sigurðsson með skáldsögu sína, Síðustu dagar móður minnar. Verðlaunin fyrir bestu erlendu, þýddu skáldsöguna koma hins vegar í hlut Leiks engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Besta íslenska barnabókin er Köttur úti í mýri, þjóðsögur valdar af Silju Aðalsteinsdóttur en besta þýdda barnabókin er Hver er sterkastur? sem Guð- rún Vilmundardóttir þýddi eftir Mario Ramos. Í flokki ævisagna þótti Vigdís Páls Valssonar bera af, en í flokki fræðirita er það Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson sem skarar fram úr. Besta ljóða- bókin er svo Nokkur orð um kulnun sólar eftir Gyrði Elíasson. - gb / sjá síðu 48 Starfsfólk bókaverslana veitir árleg verðlaun fyrir bestu bækur ársins: Harmur englanna slær í gegn SKELLT UPP ÚR MEÐ HURÐASKELLI Leikskólabörnin í Hafnarfirði voru himinlifandi yfir að fá að fara á starfssvæði Skógræktarfé- lags Hafnarfjarðar í gær og velja þar jólatré fyrir skólana sína. Heitt súkkulaði og kruðerí ásamt Hurðaskelli í hörkustuði spillti ekki fyrir ánægjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KR-ingar á toppinn KR-ingar fara brosandi til Kína í dag eftir góðan sigur á Snæfelli. ÍÞRÓTTIR 66 STJÓRNMÁL Ísland og Evrópusam- bandið hafa gert með sér sam- komulag sem koma á í veg fyrir að tvöfalt kerfi sé um losun gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi að því er segir umhverfisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra bað um í júní að kannað- ur yrði grund- völlur sam- komulags um fulla þátttöku Íslands í aðgerð- um ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012 er fyrsta skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar lýkur. Ráð- herraráð Evrópusambandsins ákvað í gær að semja við Ísland. „Er reiknað með að rúmlega 40 prósent af allri losun á Íslandi verði úthlutað innan viðskipta- kerfis ESB frá þeim tíma,“ segir í frétt umhverfisráðuneytisins. - gar / sjá síðu 26 Íslendingar í samstarf: Vinna með ESB að losunarmáli SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.