Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 64
56 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Sendu dularfull póstkort í ár ENN EITT KORTIÐ FER AF STAÐ Vera og Jara póstleggja óvænta sendingu út í heim. MYND/MARÍA GUÐRÚN RÚNARSDÓTTIR „Ég missti vinnuna svo núna er ég bara að skapa mér atvinnutæki- færi og lífga við þennan garð,“ segir Sigríður Friðriksdóttir sem opnaði um helgina Græna kaffi- húsið í lystigarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði. „Þetta er pínulít- ið hús inni í garðinum sem var byggt 1905. Það var upphaflega byggt sem íbúðarhúsnæði og hér bjó fjölskylda og rak kaffihús Oddrúnar. Síðan hefur ekki mikið verið gert þar,“ útskýrir Sigríður sem ætlar að hafa álfa og huldu- veruþema á kaffihúsinu auk þess sem hún selur íslenskt handverk. „Þetta er svona álfakaffihús, svolítið dularfullt og öðruvísi. Ragnhildur Jónsdóttir ætlar meðal annars að bjóða upp á lestur á tarot- eða álfaspilum og álfaspilin sem hún hannar verða til sölu, en hún er alin upp í lysti- garðinum og sér álfana. Kaffihús- ið er svo lítið að það er eiginlega bara svona baðstofustemning þar sem allir sitja saman og það eru gærur á bekkjunum,“ segir hún brosandi. Á matseðli Græna kaffihúss- ins kennir ýmissa grasa. „Ég er til dæmis með belgískar vöfflur, jólaglögg, heitt súkkulaði, stollen- jólabrauð og heilsubúst-drykki. Það er stílað svolítið inn á fólk sem er í göngutúr og getur komið og fengið eða tekið með sér álfa- búst. Svo er ég með gott uppáhellt lífrænt kaffi,“ bætir hún við. - ag Opnar álfakaffihús í Hellisgerði GRÆNA KAFFIHÚSIÐ Mikil jólastemning ríkir á Græna kaffihúsinu hjá Sigríði sem opnaði í Hellisgerði í Hafnarfirði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Madonna hefur verið andlit tískurisans Louis Vuitton undanfarið, en nú hefur tískuhúsið ákveð- ið að segja upp samningi sínum við söngkonuna og ráða í hennar stað yngri fyrirsætu. Fyrirsætan sem var valin til að vera andlit Louis Vuitton er engin önnur en Lara Stone, kær- asta Davids Williams, grínistans sem sló í gegn með Little Britain. „Eftir að hafa unnið með svo stórri stjörnu tóku þeir ákvörðun um að vinna með fyrirsætu,“ var haft eftir talsmanni tískuhússins. SAGT UPP Madonna er ekki lengur andlit Louis Vuitton. Hjartaknúsarinn George Clooney hefur fundið ástina í örmum hinn- ar ítölsku Elisabettu Canalis. Þau hafa verið saman frá því í sumar og nýlega kynnti Clooney hana fyrir móður sinni. Vinir leikarans hafa þó tekið eftir því að Elisa- betta lætur Clooney ekki stjana mikið við sig. „Elisabetta þarf ekki á peningum Georgs að halda, hún á nóg af þeim sjálf, og hún er ekki ein af þeim konum sem leyf- ir karlmanninum að borga fyrir allt. Hún er jafnoki hans,“ var haft eftir einum kunningja Clooneys sem bætir við að leikarinn kunni að meta sjálfstæði kærustunnar. „Elisabetta er frægari en Clooney í heimalandi sínu þannig að hún notar nafn sitt til að koma þeim að á vinsælum veitingastöðum, hún ræður ferðinni.“ Sögusagnirn- ar herma að Elisabetta hafi neit- að að flytja inn með Clooney í Los Angeles og vill heldur leigja eigin íbúð. „Clooney bauðst til að borga leiguna fyrir hana en hún skellti bara upp úr.“ Sjálfstæð kærasta SJÁLFSTÆÐ KONA Ný kærasta Georges Clooney vill ekki flytja inn með honum. Vera Sölvadóttir og Jarþrúð- ur Karlsdóttir fengu hugmynd á kaffihúsi í sumarbyrjun 2008: Að senda ókunnugu fólki úti um allan heim póstkort, eitt á viku. Þær stóðu við hugmyndina í heilt ár og opna á morgun sýningu á verkefn- inu. „Við vorum að spá í þær breyt- ingar sem hafa orðið í upplýsinga- flæði og samskiptum fólks síðasta rúma áratuginn,“ segir Vera. „Þó að flest hafi breyst eru póstkort- in enn á sínum stað. Við ákváð- um að finna heimilisfang hjá ein- hverri ókunnugri manneskju og senda henni póstkort eins og við myndum senda vini okkar. Engin kynning á okkur, ekkert heimil- isfang, bara einfalt vinalegt póst- kort. Takmarkið var ekki annað en að gleðja fólk, koma því á óvart og hreyfa þannig við tilveru þess með óvæntu póstkorti upp á gamla mátann.“ Vera segir að auðvelt hafi verið að grafa upp nöfn og heimilisföng hjá alls konar fólki. „Sýningin fjall- ar líka um að persónuupplýsing- ar eru aðgengilegar hvar sem er, hverjum sem er á Netinu. Heimur- inn er smám saman að verða eins og lítið íslenskt sjávarþorp þar sem allir geta vitað allt um alla, ef þeir kæra sig um. Við fundum til að mynda japanskan vísindamann sem heldur úti heimasíðu þar sem fólk getur orðið sér úti um allar hans persónuupplýsingar. Við vorum með heimskort og merktum inn á hvert póstkort- in fóru. Reyndum að dreifa þessu jafnt um allan heim, en helst var vandasamt að finna fólk í Afríku, eða Rússlandi og Asíu þar sem annað letur er notað.“ Þar sem sendingarnar hófust fyrir hrun segja póstkortin sögu af sálarlífi Veru og Jöru. „Við fórum frá umfjöllunum um mat- arboð og sumarlíf yfir í vanga- veltur um þjóðfélagsástandið, efnahagskreppu og okkar nánasta umhverfi,“ segir Vera. „Við tókum svo myndir af öllum kortunum 52 og sýnum þær í réttri tímaröð. Við lestur póstkortanna fær fólk því innsýn inn í heim hversdagsfólks í miðju efnahagshruni. Í gegnum okkur sjálfar sýnum við atburða- rás sem enginn gat séð fyrir.“ Sýningin hefst á morgun kl. 17, og er í Þjóðmenningarhúsinu. drgunni@frettabladid.is Madonnu sagt upp Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaun- anna. Íslendingar lögðu sitt af mörkum til nokkurra mynda sem voru tilnefndar. Up in the Air hlaut sex Golden Globe-tilnefningar, þar á meðal sem besta dramatíska kvikmyndin, auk þess sem George Clooney var tilnefndur sem besti aðalleikarinn. Aðrir myndir tilnefndar sem besta dramatíska myndin voru Avatar, The Hurt Locker, Inglorious Bast- erds og Precious. Söngleikurinn Nine fékk næst- flestar tilnefningar, eða fimm talsins. Nine var meðal annars til- nefnd sem besta myndin í söng- leikja- og gamanmyndaflokki. Aðrar tilnefndar í þeim flokki voru (500) Days Of Summer, The Hang- over, It´s Complicated og Julie & Julia. Tvær myndir hlutu fjórar tilnefningar, ævintýramynd James Cameron, Avatar, og stríðsópus Quentins Tarantino, Inglourious Basterds. Íslenski förðunarmeist- arinn Heba Þórisdóttir annaðist einmitt förðunina í síðarnefndu myndinni. Tilnefndar sem bestu aðal- leikkonurnar í dramaflokki voru Sandra Bullock fyrir The Prop- osal, Marion Cotillard fyrir Nine, Julia Roberts fyrir Duplicity og loks fékk Meryl Streep tvær til- nefningar fyrir It´s Complicated og Julie & Julia. Auk George Clooney voru til- nefndir sem bestu aðalleikarar í dramaflokki þeir Jeff Bridges fyrir Crazy Heart, Colin Firth fyrir A Single Man, Morgan Freeman fyrir Invictus og Tobey Maguire fyrir Brothers, sem Sig- urjón Sighvatsson framleiðir. Sú mynd hlaut eina tilnefningu til viðbótar. Þar var á ferðinni hljóm- sveitin U2 með aðallag myndarinn- ar, Winter. Auk Sigurjóns og Hebu tengist einn Íslendingur til viðbótar Gold- en Globe-verðlaununum í ár, eða leikmyndahönnuðurinn Karl Júlí- usson. Hann hannaði leikmynd- ina fyrir stríðsmyndina The Hurt Locker sem er tilnefnd sem besta dramatíska myndin eins og áður sagði. Honum tókst að láta borg- ina Amman í Jórdaníu líta út fyrir að vera á miðju ófriðarsvæðinu í Bagdad í Írak. Sjónvarpsþátturinn Glee hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe, eða fjórar talsins. Næst- ir á eftir honum með þrjár til- nefningar komu 30 Rock, Big Love, Damages, Dexter, Georgie O´Keefe, Grey Gardens, Into the Storm og Mad Man. Sumir þess- ara þátta hafa verið sýndir á Stöð 2 og Skjá einum við miklar vin- sældir. Golden Globe-verðlaunin verða afhent 17. janúar í Hollywood og verður fróðlegt að sjá hvort ein- hverjar „íslensku“ myndanna fari heim með þessi virtu verðlaun. Up In The Air með flestar Golden Globe-tilnefningar UP IN THE AIR George Clooney fer með aðalhlutverkið í myndinni Up In The Air. Karl Júlíusson hannaði leikmyndina fyrir The Hurt Locker, Heba Þórisdóttir sá um förðun í Inglorious Basterds og Sigurjón Sighvatsson framleiðir Brothers. Veiðimann og Hrútaspilið eru frábær fjölnota íslensk spil sem fást í Ísbirninum Laugavegi 38.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.