Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 70
62 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is SKÍÐAGANGA Skíðagöngukappinn Snorri Einarsson mun keppa fyrir hönd Noregs í vetur eins og hann hefur gert á undanförnum árum. Hann hefur búið í Noregi lengst af og vakið verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu í 10 og 15 km göngu, bæði með hefðbundinni og frjálsri aðferð. Birgir Gunnarsson, formað- ur skíðagöngunefndar Skíðasam- bands Íslands, segir að til greina hafi komið að Snorri myndi keppa á vetrarólympíuleikunum í Van- couver í vetur sem fulltrúi Íslands. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Bæði skíðasambönd Nor- egs og Íslands voru búin að sam- þykkja það fyrir sitt leyti en FIS, alþjóðlega skíðasambandið, bann- aði honum að skipta um landslið á miðju tímabili,“ sagði Birgir. „Við munum því skoða málið aftur síðar.“ Snorri segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki verið erfitt val fyrir sig að velja Noreg fyrst Ólympíuleikarnir voru ekki inni í myndinni hjá sér. Hann mun taka þátt í stóru móti, Skandinav- isk Cup, sem Norðmaður. „Ég hef verið að ná ágætum árangri en tel mjög litlar líkur á því að ég komist í norska lands- liðið fyrir Ólympíuleikana,“ segir Snorri. Hann segir enn fremur að ef hann myndi ákveða að keppa fyrir hönd Íslands gæti hann ekki keppt aftur sem fulltrúi Noregs að Ólympíuleikunum loknum. „Það er einu sinni þannig að það er mun meira um peninga í norska skíðasambandinu sem þýðir meira öryggi fyrir mig. Það vegur þungt í minni ákvörðun.“ Snorri er 23 ára gamall og býr í Tromsö. Hann keppti í tvö ár fyrir háskólalið Utah í Bandaríkjunum en hefur að undanförnu náð á verð- launapall í norsku mótaröðinni. „Hann hefur náð virkilega góðum árangri og hefur verið að banka á dyrnar hjá norska lands- liðinu,“ sagði Birgir. Snorri á íslenskan föður og norska móður. eirikur@frettabladid.is Valdi Noreg frek- ar en Ísland í bili Skíðagöngukappinn Snorri Einarsson mun áfram keppa undir merkjum Noregs í vetur og fer því ekki á Ólympíuleikana í Vancouver fyrir Íslands hönd. SNORRI EINARSSON Hefur náð góðum árangri í skíðagöngu í Noregi. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur enn ekki fengið bót meina sinna en hún hefur átt við meiðsli að stríða í vöðvum aftan í báðum lærunum. Hún hefur hitt fjölda lækna, bæði hér heima og í Svíþjóð, en enn ekki fengið viðundandi svör. „Það er í raun ekkert nýtt að frétta af þessu máli. Þetta er bara enn í skoðun og vinnslu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær. „Nú er ég bara komin heim í jólafrí og ætla að reyna að slaka á.“ Hún hefur enn ekki ákveðið hvar hún muni spila á næstu leiktíð en henni standa margir kostir til boða. Hún hefur ekki áhyggjur af því að hún sé að falla á tíma. „Nei, ég held ekki. Það getur vel verið að meiðslin séu vegna álags og þá verði ég bara að hvíla. Ég reyni því að vinna undir sárs- aukamörkum og sjá hvað það gefur mér. Ég hef annars litlar áhyggjur af næsta tímabili. Það getur vel verið að ég missi eitthvað af undirbúningstímabilinu en ég stefni á að vera orðin klár í slaginn með vorinu þegar nýtt tímabil hefst.“ Margrét Lára lék fyrst með Linköping og svo Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og getur vel hugsað sér að halda áfram hjá síðarnefnda félaginu. „Mér leið mjög vel þar og mér finnst ef til vill líka að ég hafi enn eitthvað að sanna í Svíþjóð. En ég hef líka fengið boð frá félögum í Þýskalandi, Banda- ríkjunum og Noregi sem ég er mjög spennt fyrir. Freistingarnar eru margar og þetta getur því verið flókið. Ég hef verið að skoða þessi mál og fara yfir það sem er í boði. Aðalmálið er þó að ná mér góðri og halda mér í standi fram að næsta tímabili.“ Hún stefnir þó að því að vera búin að ákveða sig fyrir áramót svo hún hafi tíma til að koma sér fyrir. „En það eru þrjár góðar vikur fram að áramótum og þangað til ætla að ég vera í góðu yfirlæti á besta stað í heimi – Vestmannaeyjum. Hér er frábært að vera og ég vona að sjávarloftið geri mér svo gott að það lækni meiðslin.“ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: MEÐ TILBOÐ FRÁ FÉLÖGUM Í FJÓRUM LÖNDUM Mun vonandi ákveða mig fyrir áramótin > Stóðst læknisskoðun hjá Reading Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekkst í dag undir læknis- skoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading og stóðst hana. Þetta staðfesti Gunnar Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann á von á því að skrifað verði undir samning á morgun. „Umboðsmaðurinn minn er að vinna í samningsmálunum og það er verið að ganga frá síðustu smáatriðunum,“ sagði Gunnar Heiðar. Hann er á mála hjá danska félaginu Esbjerg sem hefur samþykkt að lána Gunnar Heiðar til Reading út leiktíðina. FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Mörg topplið verða í eldlínunni en bæði Chelsea og Arsenal mæta liðum í neðri hluta deildarinnar. Þá eigast við Tottenham og Manchest- er City í mikilvægum leik og að síðustu tekur Liverpool á móti Wigan. Gengi Liverpool það sem af er tímabili hefur verið langt undir væntingum stuðn- ingsmanna félagsins og er nú svo komið að liðið þarf nauð- synlega á sigri að halda gegn Wigan í kvöld ætli liðið sér ekki að missa hin liðin í topp- baráttunni enn lengra frá sér. „Hver einasti leikur hjá okkur er leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. „Okkar viðhorf er að reyna að vinna hvern einasta leik. Stund- um er það hægt og stundum ekki. En það þýðir ekki að vera nei- kvæður heldur þarf að hugsa um hið jákvæða.“ - esá Rafa Benitez er bjartsýnn fyrir leik Liverpool í kvöld: Hugsa um það jákvæða RAFA BENITEZ Knattspyrnustjóri Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á HM í Kína með því að vinna 27-24 sigur á Spáni í lokaleik milliriðilsins í gær. Noreg- ur mætir Rússlandi í undanúrslit- um en í hinum leiknum spila Frakk- ar og Spánverjar. Það stefndi í allt annað en norsk- an sigur þegar Þórir settist niður með sínum stelpum í hálfleik. Norska liðið tapaði síðustu 18 mín- útum fyrri hálfleiksins 2-9 og möguleikinn á verðlaunasæti var að renna liðinu úr greipum enda liðið sex mörkum undir, 8-14, þegar liðin gengu til hálfleiks. Hálfleiksræða Þóris tókst greini- lega fullkomlega því honum tókst að kveikja í sínum stelpum. Norsku stelpurnar skoruðu 6 af fyrstu 7 mörkum seinni hálfleiks og komu sér á ný inn í leikinn. „Þetta er mjög sætur sigur. Stelp- urnar spiluðu stórkostlega í seinni hálfleik. Við erum með eitt mottó og það er að vera yfir þegar loka- flautið gellur,“ sagði Þórir við TV2 eftir leik en norska liðið vann seinni hálfleikinn 19-10 og leikinn þar af leiðandi með þremur mörkum. En hvað gerðist í hálfleiknum? „Við gerðum smá lagfæring- ar en aðallega snerist þetta bara um að hafa meira gaman af þessu og sleppa sér aðeins. Við bættum vörnina en mesta breytingin var að stelpurnar fóru að brosa aðeins meira,“ sagði Þórir. Þórir fékk líka hrós frá Marit Breivik, fyrrum þjálfara liðsins, í sjónvarpsútsendingu TV2. „Mér fannst mikið til liðsins koma. Þetta var ótrúlega gott hjá þeim,“ sagði Breivik um leikinn í gær. Með sigrinum tryggði norska liðið sér sigur í riðlinum og mætir Rússum í undanúrslitunum en Rúss- ar tryggðu sér annað sætið í hinum riðlinum með því að vinna Dani 30- 25. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn er síðan spilaður á sunnudaginn. - óój Þórir Hergeirsson kom norska kvennalandsliðinu í undanúrslitin á HM í Kína: Hálfleiksræðan kveikti í liðinu SPILA UM VERÐLAUN Norska liðið fagnar sigri í gær. MYND/AFP Fumsýnd 11. desember í Háskólabíói Græna ljósið er á Facebook.com/graenaljosid 14 ÁRA GAMLIR GERÐU ÞEIR SAMNING UM ROKKA SAMAN AÐ EILÍFU - ÞEIM VAR FULL ALVARA! „MEISTARAVERK!“ - EMPIRE „ÉG BUGTA MIG OG BEYGI FYRIR ANVIL!“ - KEANU REEVES „BESTA HEIMILDARMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁRARAÐIR!“ - MICHAEL MOORE „BESTA MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ UM ROKK OG RÓL!“ - UNCUT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.