Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 10
10 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR HÚSALEIGA Í NÝJUM ÞJÓNUSTUÍBÚÐUM BORGARINNAR LANGSAMLEGA HÆST Yfirlit yfir útleigðar þjónustuíbúðir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Einstaklingsíbúðir Fjöldi Meðalstærð Húsaleiga Hússjóður Þjónustugjald Samanlagt Dalbraut 21 til 27 46 30 54.182 4.600 17.085 75.867 Fróðengi hjá Eir 2 40 95.000* 4.100 10.900 110.000 Furugerði 1 56 35 56.306 2.600 8.945 67.851 Langahlíð 3 32 35 56.306 4.600 8.945 69.851 Norðurbrún 1 53 35 56.303 2.700 8.945 67.948 Seljahlíð 42 42 23.893 0 17.085 40.978 Tveggja herbergja íbúðir Fjöldi Meðalstærð Húsaleiga Hússjóður Þjónustugjald Samanlagt Dalbraut 21 til 27 12 60 85.027 5.000 19.393 109.420 Fróðengi hjá Eir 5 70 140.000* 4.100 10.900 155.000 Furugerði 1 14 60 85.036 2.900 10.290 98.226 Langahlíð 3 1 60 85.036 5.000 10.290 100.326 Lindargata 57 og 61 77 60 88.263 3.300 7.495 99.058 Norðurbrún 1 7 47 74.631 3.100 10.290 88.021 Seljahlíð 4 56 45.065 0 19.393 64.458 Heimild: Velferðarsvið og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. *Notast er við áætlaða leigu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. SAMFÉLAGSMÁL Leiguverð á nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Reykjavík er allt of hátt, og full- komlega eðlilegt að borgin nið- urgreiði leigu fyrir þennan hóp, segir Helgi K. Hjálmarsson, for- maður Landssambands eldri borg- ara. Velferðarsvið Reykjavíkur- borgar hefur fengið til útleigu sjö þjónustuíbúðir í húsnæði Hjúkr- unarfélagsins Eirar við Fróðengi. Áformað er að leiguverð í íbúðun- um verði mun hærra en í öðrum íbúðum borgarinnar, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. „Auðvitað eiga að vera til íbúð- ir á skynsamlegu verði, sem er í takt við tekjur sem eldri borgar- ar hafa,“ segir Helgi. Hann segir augljóst að verið sé að reikna leiguverðið út frá byggingarkostn- aði á þenslutímum, sem sé alger- lega fráleit aðferðafræði. „Það segir sig sjálft að eldri borgarar hafa ekki efni á að borga á annað hundrað þúsund krónum í leigu,“ segir Helgi. Skilyrði til að fá að leigja íbúðir borgarinnar við Fróðengi er að leigjandinn eigi ekki möguleika á að kaupa íbúð eða fá búsetaíbúð. brjann@frettabladid.is Borgin niðurgreiði íbúðir fyrir aldraða Fráleitt er að reikna út leigu á þjónustuíbúðum fyrir aldraða út frá byggingar- verði, segir formaður Landssambands eldri borgara. Segir eldri borgara ekki hafa efni á að greiða háa leigu í nýjum íbúðum borgarinnar við Fróðengi. ÞJÓNUSTUÍBÚÐ Eðlilegt væri að eldri borgarar sem þurfa á þjónustuíbúðum að halda geti leigt þær á viðráðanlegu verði, segir formaður Landssambands eldri borgara. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Húsaleiga í nýjum íbúðum sem velferðarsvið Reykjavík- urborgar býður eldri borgurum til leigu er rúmlega 150 prósentum hærri en í ódýrustu þjónustuíbúðunum sem borgin leigir út. Velferðarsvið er með sjö nýjar íbúðir til ráðstöfunar í fyrsta áfanga í uppbyggingu öryggisíbúða Hjúkrun- arheimilisins Eirar við Fróðengi. Alls var samið um að sviðið fái 21 íbúð. Leigan í nýju íbúðunum er umtalsvert dýrari en í öðrum íbúðum sem velferðarsvið úthlutar. Áætlað er að einstaklingsíbúðir við Fróðengi muni kosta leigjandann 110 þúsund á mánuði, en ódýrasta einstaklingsíbúðin annars staðar kostar tæplega 41 þúsund krónur, og munar því 69 þúsund krónum á mánuði. Tveggja herbergja íbúðir við Fróðengi munu líklega kosta um 155 þúsund krónur á mánuði, um 90.500 krónum meira en ódýrustu tveggja herbergja íbúðirnar, sem kosta um 64.500 krónur á mánuði. Rétt er að taka fram að ekki er tekið tillit til annarra þátta en leiguverðs og kostnaðar við að búa í íbúðunum í þessum samanburði. Gæði íbúða og þjónusta sem íbúar njóta geta verið mismunandi milli íbúða. SAMANBURÐUR NÝJU ÍBÚÐUNUM Í ÓHAG Jólagjafir fyrir börnin TI LB OÐ x5 LEGO-pakki Fullt verð 9.990 kr. 4.990 kr. auk 1.000 punkta x2 Bratz - dúkka / hestur Fullt verð 1.990 kr. 0 kr. auk 1.000 punkta HUNDAR ATAST Á hverjum föstudegi gera margir íbúar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, sér ferð til að fylgjast með hundaati. Grimmd hundanna er þó líklega minni en mannanna sem gera sér at þeirra að skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kviknaði í bakaraofni Eldur kom upp í íbúð við Flókagötu á tíunda tímanum í gærmorgun. Í ljós kom að kviknað hafði í bakaraofni. Eldurinn var slökktur og íbúðin í kjöl- farið reykræst. Engan sakaði. SLÖKKVILIÐ Sarkozy útvegar lán Sarkozy Frakklandsforseti hefur kynnt áform um að veita jafnvirði meira en sex þúsund milljarða í ríkisábyrgð á stórlánum til fjárfestinga í háskólum, rafbílum og endurnýjanlegri orku. FRAKKLAND Barnaskóli seldur Sveitarstjórnin á Hólmavík hefur samþykkt að selja gamla barna- skólann. Fjögur tilboð bárust, það lægsta 110 þúsund krónur en það hæsta 850 þúsund krónur, og verður skólinn seldur á því verði. Húsið er 87 fermetrar og 95 ára gamalt. HÓLMAVÍK HEILBRIGÐISMÁL Haldnir hafa verið fjórir sérstakir sparnað- arfundir á hinum ýmsu deildum Landspítalans að undanförnu. Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir í pistli á heimasíðu spít- alans að um byltingu í stjórn- skipulagi spítalans sé að ræða. „Valddreifing er lykilorðið og því fylgir ábyrgð til þeirra sem fá vald,“ segir Björn. Skipulagsvinna vegna sparnað- araðgerða næsta árs er í fullum gangi og verður kynnt starfs- mönnum von bráðar. Markmið- ið er sem fyrr að ná sparnaði en reyna að tryggja öryggi sjúk- linga, segir Björn. Á þriðjudag gekk fram- kvæmdastjórn spítalans frá fyr- irkomulagi um ábyrgðarsvið stjórnenda. - shá Fjórir sparnaðarfundir: Stjórnskipulag LSH skorið upp EFNAHAGSMÁL Í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar um hrun efnahagskerfisins, segir frá skiptum skoðunum í Seðlabanka Íslands og hjá AGS varðandi stefnu í peningamálum og æski- legt stýrivaxtastig, en sjóðurinn hafi viljað halda hærra vaxta- stigi. Bein afskipti forstjóra AGS af vaxtamálum seint í janúar segir Styrmir hafa komið í kjöl- far tveggja tíma langs „harðs“ símtals milli Davíðs Oddsson- ar, sem þá var seðlabankastjóri og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar AGS. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í Seðlabankanum á mánu- dag vegna loka á viðræðulotu sendinefndarinnar vegna annarr- ar endurskoðunar efnahagsáætl- unarinnar staðfesti Flanagan að samtalið hefði átt sér stað. „Ef upptaka væri til þá myndi ég á henni heyrast segja í sífellu: Ég get ekki tekið þessa ákvörðun. Þú ert seðlabankastjórinn!“ sagði Flanagan á blaðamannafund- inum. Hann áréttaði um leið að Seðlabankinn hafi að hans mati að lokum komist að réttri niður- stöðu í vaxtaákvörðunum sínum. Staðan hafi þó verið erfið og að mörgu að hyggja. „En þegar allt kemur til alls er það Seðlabankinn og nú pen- ingastefnunefnd hans, sem tekur ákvörðun um stefnu peninga- mála, ekki AGS. Við orðum hins vegar skoðanir okkar og til þess er líka ætlast.“ - óká MARK FLANAGANDAVÍÐ ODDSSON Yfirmaður sendinefndar AGS í símtali við seðlabankastjóra í janúar: Áréttaði ákvörðunarvald bankans LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem slas- aðist alvarlega þegar hann féll niður í húsgrunn við sumarbú- stað í nágrenni Flúða var fluttur af gjörgæslu og á almenna deild á Landspítala í gær, að sögn sér- fræðings á spítalanum. Skammt er liðið síðan maður- inn vaknaði og losnaði hann úr öndunarvél í fyrradag. Hann var með fjölskyldu sinni í sumarbústað við Flúðir þegar slysið varð, aðfaranótt sunnu- dagsins 22. nóvember. Hann hlaut mjög alvarlega áverka þegar hann féll ofan í húsgrunninn og átta steypustyrktarjárn stungust í hann. - jss Slysið við Flúðir: Maðurinn laus úr öndunarvél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.