Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 12
12 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Arion banki býður nú viðskiptavinum með erlend og innlend íbúðalán lausnir sem lækka höfuðstól lána og létta greiðslubyrði. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 40 9 12 /0 9 SVEITARSTJÓRNIR „Við verðum að ýta undir dugnaðinn og metnaðinn sem einkennir þjóðarsálina,“ sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri í gær við aðra umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks kynnti í gær ýmsar ráðstaf- anir undir yfirskriftinni „Forgangsraðað í þágu barna og velferðar.“ Í breytingartillög- um við frumvarpið að fjárhagsáætluninni sé það gert án þess að hækka skatta eða gjöld á grunnþjónustu. Meðal annars á að hækka hámarksupp- hæð fjárhagsaðstoðar úr 115.567 krónum á mánuði í 125.506 eða um tæpar tíu þúsund krónur. „Á þennan hátt vill Reykjavíkur- borg tryggja betur grunnöryggisnetið fyrir þá sem þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra. Þessi viðbót á að kosta 142 milljónir króna. „Við verðum að fara sömu leið og heimili og fyrirtæki landsins, forgangsraða í þágu þess sem mestu skiptir, hag- ræða og spara,“ sagði Hanna Birna í borgarstjórn í gær. Hún sagði að reyndust útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta, sem væru bundnir liðir, vera of lágt áætluð myndi borgarsjóður engu að síður borga það sem vantaði upp á. „Þannig á enginn að velkjast í vafa um að við munum standa við bakið á almenn- ingi í borginni sem á rétt á þessum stuðn- ingi,“ sagði borgarstjórinn. Hanna Birna segir að rekstur borgar- sjóðs eigi að vera hallalaus á næsta ári. Þátt fyrir sparnað sé engin hagræðing- arkrafa gerð á velferðarsvið og lægri hagræðingarkrafa á menntasvið, leik- skólasvið og íþrótta- og tómstundasvið en önnur svið borgarinnar. Staðinn verði vörður um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár. - gar Borgarstjóri Reykjavíkur segir að ýta þurfi undir dugnaðinn og metnaðinn sem einkenni þjóðarsálina: Hækka framfærslustyrki um tíu þúsund HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Bborgarstjóri kynnti í gær tillögur um auknar fjárveitingar til velferðarmála og sagði frá 40 milljóna króna átaki vegna atvinnuþróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KULDINN BÍTUR Í Moskvuborg er kalt þessa dagana, eins og stundum að vetrarlagi. Frostið var komið niður í 25 gráður á mánudaginn þegar þessi mynd var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Slitastjórn Lands- banka Íslands hf. neitar að upplýsa Alþingi um hversu margir Íslend- ingar áttu inneignir á Icesave- reikningum Landsbankans og um fjárhæðir inneignanna. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, við fyrirspurn frá Árna Þór Sigurðssyni. Í svarinu segir að ráðuneytið hafi hvorki undir höndum neinar upp- lýsingar um starfsemi fyrirtækja á fjármálamarkaði né um bankainn- stæður einstakra viðskiptamanna bankanna. Engu að síður hafi verið leitað til slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. vegna fyrirspurnar þing- mannsins. Slitastjórnin bar fyrir sig bankaleynd og segir að við stofnun á Icesave-reikningi hafi innstæðu- eigendur þurft að uppfylla skilyrði varðandi búsetu, persónuskilríki, lánshæfi og aðra þætti til að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti. „Þessum upplýsingum var safn- að saman á þeirri forsendu að gætt yrði að réttarvernd einstaklinga á grunni persónuverndarlaga,“ segir slitastjórnin. „Aðeins er hægt að birta þær vegna lagalegra ástæðna, þ.m.t. ef þar til bær stjórnvöld, s.s. vegna rannsóknar sakamála eða þ.u.l., hafa farið fram á það eða þá á grundvelli skriflegs samþykkis innstæðueigenda.“ - pg Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. neitar að veita Alþingi upplýsingar: Upplýsa ekki um eignir Íslendinga BANKALEYND Reglur um bankaleynd koma í veg fyrir að Alþingi fái upplýsing- ar um eignir Íslendinga á Icesave-reikn- ingum Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Sjávarafli í síðasta mánuði var 85.690 tonn samanbor- ið við 117.837 tonn í sama mán- uði árið 2008. Botnfiskafli dróst saman um 3.600 tonn frá nóvem- ber 2008 og nam tæpum 37.600 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 16.200 tonnum, sem er um 1.000 tonnum meira en árið áður. Ýsuaflinn nam tæpum 5.300 tonnum sem er um 2.900 tonnum minni afli en í nóvember 2008. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 45.500 tonnum sem er 29.000 tonnum minni afli en í nóv- ember 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla. - shá Afli í nóvember: Afli minnkar nokkuð milli ára STJÓRNSÝSLA Stjórn Landssam- taka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhugaðri sameiningu sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðu- neytis og iðnaðarráðuneytis. Tvær ástæður búa að baki, segir í ályktun. Annars vegar gegni landbúnaður og sjávarútvegur mikilvægara hlutverki en fyrr við fæðuöryggi og gjaldeyrisöfl- un og því þurfi að leggja meiri áherslu á málaflokkinn en hitt. Ekki boði gott að í drögum iðnað- arráðuneytisins að byggðaáætlun sé ekkert fjallað um landbúnað og lítið um sjávarútveg. Hins vegar sé óráðlegt að ráð- ast í skipulagsbreytingar á sama tíma og sótt er um aðild að Evr- ópusambandinu. - bþs Landssamtök sauðfjárbænda: Andvíg samein- ingu ráðuneyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.