Fréttablaðið - 21.12.2009, Side 10

Fréttablaðið - 21.12.2009, Side 10
 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Gott í gogginn fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gott 1 Gott 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af lítilli pizzu með 2 áleggstegundum. 50% afsláttur af matseðli. Gos er ekki innifalið í tilboði. Gildir í dag mánudag Gildir í dag mánudag Domino's Serrano E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 3 3 9 50% afsláttur Lítil pizza m. 2 áleggsteg. 50% afsláttur af máltíð fyrir einn Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. AKRANES Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar fyrir næsta ár er jákvæð og var í vikunni sam- þykkt af bæjarstjórn. Áætlað eig- infjárhlutfall er 45 prósent. Ráðist verður í verklegar framkvæmdir fyrir 120 milljónir. Áætlaðar lang- tímaskuldir eru um 2,5 milljarð- ar króna, en áætlað eigið fé 4,2 milljarðar. „Okkar staða er mjög góð. Við byrjuðum að gera ráðstafanir strax í fyrrahaust þegar hrunið gekk yfir og stoppuðum þær fram- kvæmdir sem hægt var að stoppa. Við fórum í hagræðingaraðgerðir og fengum starfsfólkið og sviðin og skólana til að vinna með okkur. Ég tel að það sé ríkasta ástæðan fyrir því hvað við komumst vel út úr þessu,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. Farið hafi verið í gegnum allan rekstur bæjarins og sú skoðun hafi skilað verulegum hagnaði. „Við erum því með handbært fé upp á 155 milljónir í stað þrjá- tíu, sem við gerðum ráð fyrir. Við munum greiða niður skuldir fyrir 286 milljónir en tökum engin lán,“ segir hann. Spurður um erlendar skuldir segir hann rétt að ekki hafi verið gengið frá afleiðulánum við Landsbankann. Hins vegar telji hann ekki að gerð verði krafa um að greiða þau upp. Þau lán eru í fyrrgreindri heildar- tölu skulda, 2,5 milljarðar. - kóþ Bæjarstjórinn þakkar góða afkomu skjótum viðbrögðum við erfiðleikunum: Akranes stendur af sér hrunið KOMINN AÐ LANDI Gísli bæjarstjóri seg- ist stoltur yfir því hversu vel hafi gengið. Starfsfólk bæjarins eigi stóran hlut í því, en öll laun yfir 300.000 krónum voru skert eftir hrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ENGLAND Lestarsporinu milli Englands og Frakk- lands var lokað á sunnudag vegna viðgerða eftir að lestir biluðu í Ermarsundsgöngunum á föstudag. Fjórar lestir biluðu í göngunum milli Bretlands og Frakklands. Talsmaður Eurostar-fyrirtækisins segir ástæður bilunarinnar enn ókunnar en tvö þúsund farþegar sátu fastir í göngunum í um tólf klukkustundir án matar, vatns og loftræstingar. Ermarsundsgöngin hafa verið lokuð síðan á föstudag og er gert ráð fyrir að bilunin tefji för sextíu þúsund farþega milli landanna um helgina. Eurostar hefur beðist afsökunar á þessum töfum og bauð viðskiptavinum sínum endurgreiðslur vegna óþægindanna. Mikið frost hefur verið í Frakklandi undanfarið og vilja sumir meina að rafbúnaður lestanna hafi orðið fyrir truflunum þegar þær fóru úr kuldanum í hitann í göngunum. „Þetta er ráðgáta. Það sem gerir málið svo dularfullt er að þessar bilanir skulu núna fyrst vera að koma fram. Lestirnar hafa keyrt í öðrum eins kulda í fjölda ára,“ var haft eftir Nigel Harris, ritstjóra tímaritsins Rail Magazine. - sm Tvö þúsund manns sátu fastir í göngum milli London og Parísar á föstudag: Ástæða bilana enn ókunn BILANIR Lestir sem fóru á milli Lundúna og Parísar biluðu í neðanjarðargöngum milli borganna. Búist var við að bilunin hefði tafir í för með sér fyrir sextíu þúsund farþega. NORDIC PHOTO/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.