Fréttablaðið - 21.12.2009, Side 12

Fréttablaðið - 21.12.2009, Side 12
12 21. desember 2009 MÁNUDAGUR SPRENGT Í AFGANISTAN Reykur stígur upp af fjöllunum í Kunduz-héraði í Afganistan eftir að sprengjum hafði verið varpað úr flugvél. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Undanfarin ár hafa dómstólar í Bandaríkjunum dæmt æ færri fanga til dauða. Jafnframt hefur föngum á dauðadeild- um bandarískra fangelsa fækkað. Á þessu ári hafa 106 manns hlotið dauða- dóm í Bandaríkjunum, en frá því að dauða- refsingar voru teknar þar upp á ný árið 1976 hafa aldrei jafn fáir fengið slíkan dóm. Þegar dauðarefsingum var mest beitt, á tíunda ára- tug síðustu aldar, var ársmeðaltalið 295. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu banda- rískrar upplýsingamiðstöðvar um dauðarefs- ingar. Miðstöðin, sem er andvíg dauðarefsing- um, segir ástæðu þessarar þróunar einkum vera ótta við að saklausir menn séu teknir af lífi. Sinn þátt í þróuninni eiga einnig lög sem heimila að menn séu dæmdir í ævilangt fang- elsi án möguleika á náðun, en einnig virðast bandarísk stjórnvöld hafa meiri áhyggjur af miklum kostnaði við dauðarefsingar. Bæði eru réttarhöld dýrari þegar dauðadóms er krafist og svo er áfrýjunarferlið lengra og dýrara, auk þess sem fangelsisdeildir dauða- dæmdra fanga eru dýrari í rekstri en önnur fangavist. Á þessu ári hafa níu menn, sem dæmdir höfðu verið til dauðarefsingar, fengið upp- reisn æru og verið látnir lausir. Aldrei áður hafa jafn margir dauðadæmdir fangar fengið frelsið. - gb Bandaríkjamönnum vex í augum kostnaðurinn af langvarandi áfrýjunarmálum dauðarefsinga: Dauðarefsingum hefur fækkað vestra DAUÐADEILD Fangelsið í San Quentin í Kaliforníu er eitt hið rammgerðasta í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Haldið var upp á þrjá- tíu ára afmæli Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna í liðinni viku. Í tilefni af afmælinu hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands gefið út nýja fræðslubók um sátt- málann, í samstarfi við félags- og utanríkisráðuneytin, Unifem á Íslandi og Jafnréttisstofu. Bókinni er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu á réttindum kvenna, en sáttmálinn kveður á um aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun gagnvart konum á öllum sviðum mannlífsins. Þó að staða íslenskra kvenna sé sterk er enn langt í land, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. - þeb Mannréttindaskrifstofa: Gefur út fræðslurit um kvennasáttmála FJARSKIPTI Allt símsamband í Kjós- arhreppi fer um gamlan blýstreng sem lagður var á stríðsárunum. Þetta kemur fram á heimasíðu hreppsins. „Strengnum var ætlað að þjóna hernaðarumsvifum í Hvalfirði og var lagður af hernum, sam- kvæmt bestu heimildum. Mikið hefur verið um símbilanir í sveit- inni að undanförnu sem raktar eru til strengsins,“ segir á kjos. is. Blýið í strengnum er að tær- ast og sambandið hefur ítrek- að rofnað. Starfsmenn Mílu ehf. hafa freistað þess að laga streng- inn og þurft að skipta út tærðum og morknum bútum. Fram kemur að strengurinn liggur frá Norður- landsstrengnum við Hvalfjarðar- eyri, inn í Félagsgarð og svo áfram inn í Hvalfjörð. - gar Slitrótt símasamband í Kjós: Nota blýlínu úr seinna stríðinu Í KJÓS Tærð símalína úr síðari heims- styrjöldinni veldur truflunum á símtölum Kjósverja. RÚMENÍA, AP Íbúar í Rúmeníu virð- ast flestir ætla að láta framhjá sér fara minningarathafnir um fall Nicolaes Ceausescu einræðis- herra, sem steypt var af stóli fyrir tuttugu árum. Nokkur hundruð manns komu þó saman í bænum Timisoara á fimmtudaginn, þar sem kveikt var á kertum og frelsinu fagnað. Þar í bænum hófst nefnilega hin eiginlega uppreisn gegn Ceauses- cu þegar íbúarnir komu til varnar presti nokkrum, Laszlo Tokes, sem var af ungverskum ættum og hafði í predikunum sínum verið óhrædd- ur að gagnrýna stjórnvöld. Til stóð að flytja prestinn í annað prestakall gegn vilja hans, en þegar lögreglan mætti stóðu íbúarnir fastir fyrir og átök hófust. Þau átök mögnuðust snarlega og breiddust víðar um landið með skotbardögum og sprengjukasti á báða bóga. Næstu sex dagana kost- uðu þessi átök þúsund manns lífið, þar af 118 í Timisoara. Þetta voru einu vopnuðu átökin í byltingum íbúa Austur-Evrópuríkj- anna haustið 1989. Fáeinum vikum áður hafði Berlínarmúrinn opnast án blóðsúthellinga og víðar í aust- anverðri álfunni hrundu kommún- istastjórnirnar eins og spilaborgir án þess að einu einasta skoti væri hleypt af. Rúmenía var eitt fátækasta ríkið austan járntjalds og íbúarn- ir orðnir langþreyttir á geðþótta- stjórn Ceausescus, sem var þá einn grimmasti einræðisherra austan- tjaldsríkjanna. Alda mótmæla náði fljótlega til höfuðborgarinnar Búkarest og svo fór að einræðisherrann var grip- inn og settur í járn. Á jóladag var síðan réttað yfir honum og hann tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni strax að réttarhöldunum loknum. Í dag er Rúmenía gengin bæði í Atlantshafsbandalagið og Evr- ópusambandið. Jólaskreytingar flæða um götur og verslanir, en efnahagsástandið er engu að síður erfitt og stjórnmálin í uppnámi. Rúmenía er að drukkna í skuld- um, stjórnmálamenn eru sakað- ir um að vera á kafi í spillingu og nýafstaðnar forsetakosningar virðast hálf ómarktækar vegna ásakana um kosningasvindl. Þegar svo háttar virðast sigr- ar byltingarmanna fyrir tuttugu árum litlu máli skipta. gudsteinn@frettabladid.is Tuttugu ár frá falli einræðis í Rúmeníu Nicolae Ceausescu einræðisherra var tekinn af lífi af almenningi í Rúmeníu á jóladag fyrir tuttugu árum. Staða mála í Rúmeníu er slæm, landið er á kafi í skuldafeni og stjórnmálaástandið í uppnámi. FORTÍÐIN Á STRÆTISVAGNI Stórar myndir af atburðunum fyrir tuttugu árum hafa verið settar á strætisvagna sem aka um á götum Rúmeníu. NORDICPHOTOS/AFP NICOLAE CEAUSESCU OG EIGINKONA HANS, ELENA Réttarhald yfir þeim fór fram á jóladag árið 1989 þegar þessi mynd var tekin. Síðar sama dag voru þau tekin af lífi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.