Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 18
18 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Hjá Handverkshúsinu færðu allt til að skapa þitt eigið handverk. Vélar, verkfæri, hráefni og námskeið - jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Kíktu í heimsókn, heitt á könnunni! Vefverslun: handverkshusid.is Reykjavík Bolholt 4, Sími: 555 1212 Akureyri Kaupangi Sími: 461 1112 VA LHÖL L BÁSAR Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. fyrir börn fyrir fullorðna Verð bolur: 5.800 kr. Verð buxur: 4.500 kr. Verð bolur: 10.500 kr. Verð buxur: 9.100 kr. Kláð afrí ull Kláð afrí ull SPÓI Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda barninu þurru og hlýju. fyrir ungbörn Verð bolur: 3.200 kr. Verð buxur: 2.800 kr. Kláð afrí ull SKATTAR Tryggingagjöld, sem eiga að skila ríkissjóði um sextíu millj- örðum í tekjur á næsta ári, gefa af sér rúma fjörutíu milljarða í ríkis- sjóð á þessu ári. Tryggingagjöld leggjast ofan á allar launa- og hlunnindagreiðslur til launafólks í landinu. Þau voru 5,34 prósent í byrjun árs, hækk- uðu í sjö prósent í sumar og hækka í 8,35 prósent á næsta ári, sam- kvæmt frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi. Tryggingagjöld eru sett saman úr almennu tryggingagjaldi, sem er 4,54 prósent, og atvinnutrygg- ingagjaldi, sem nú er 2,21 prósent en var 0,65 prósent þar til í sumar. Frá áramótum verður atvinnu- tryggingagjaldið 3,81 prósent. Atvinnutryggingagjaldið renn- ur í Atvinnuleysistrygginga- sjóð og stendur undir greiðslu atvinnuleysisbóta. Rökin fyrir þeim hækkunum sem orðið hafa á gjaldinu liggja í því hve mikið atvinnuleysi hefur aukist. Á þessu ári skilaði atvinnutryggingagjaldið rúmum fimmtán milljörðum í ríkis- sjóð. Útgjöld Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs námu hins vegar um 26 milljörðum. Hallinn var brúaður með láni frá ríkissjóði. Með þeirri hækkun í 3,81 prósent af launaveltu í landinu, sem Alþingi er nú með í undirbúningi, er stefnt að því að atvinnutryggingagjaldið skili um 28,3 milljörðum króna árið 2010 og á það að nægja til þess að standa að öllu leyti undir kostnaði við greiðslu atvinnuleysisbóta. Almenna tryggingagjaldið, sem er 4,54 prósent, á að skila um 31 milljarði á næsta ári. Þar af eiga um tuttugu milljarðar króna að renna í almenna lífeyristryggingakerfið. 7,7 milljarðar fara í Fæðingar- orlofssjóð en samkvæmt lögum er skylt að láta allt að 1,08 prósent- um af tryggingagjaldstofni í þann sjóð. Einnig munu um 2,3 milljarð- ar renna til lífeyrissjóðanna og jafna milli þeirra byrði af greiðslu örorkulífeyris. Öll þessi verkefni eru stórir þættir í velferðarkerfinu. Að því leyti stingur einn útgjaldapóstur, sem er beintengdur innheimtu tryggingagjalds, í stúf. Staðlaráð, sem hefur sjö starfs- menn og vinnur að því að inn- leiða staðla í íslensku atvinnulífi, fær sem endranær sína hlutdeild í tryggingagjaldi næsta ár; 0,07 pró- sent af öllum greiddum launum í landinu munu skila Staðlaráði 50,4 milljónum króna í tekjur næsta ár, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga. peturg@frettabladid.is Tryggingagjald látið kosta atvinnuleysið Sextíu milljarða tekjum ríkisins af tryggingagjöldum verður varið til ýmissa verkefna velferðarkerfisins, nema fimmtíu milljónum sem renna til Staðlaráðs. ATVINNULEYSISSKRÁNING Af sextíu milljarða tekjum af tryggingagjaldi næsta ár er áætlað að 28,3 milljarða þurfi til að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KERTAVAX HANDA LASARUSI Juan Carlos Valderried þakinn kertavaxi úr kertum sem hann heldur á í fórnar- athöfn, sem haldin var í Havana á Kúbu til heiðurs heilögum Lasarusi, dýrlingi holdsveikra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÓLAR „Við verðum næstu daga að flytja kassana og strax 28. desem- ber verður fólk að koma sér fyrir,“ segir Kristín Hulda Sverrisdóttir, flutningastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Fyrstu deildir skólans eru nú að flytja úr húsnæði skólans í Höfða- bakka og úr Kringlunni 7 og 1, þó ekki úr gömlu prentsmiðjubygg- ingunni sem skólinn heldur enn um sinn. Deildirnar sem eru að flytja eru að sögn Kristínar tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræði- deild og viðskiptadeild. Skrifstofa rektors og fjármálasviðið flytja einnig núna. „Lagadeild, kennslu- fræði- og lífheilsudeild og Opni háskólinn verða eftir þar til í júní. Þá verða allir loks saman á einum stað,“ segir Kristín. Starfsmenn eru að taka saman föggur sínar á gömlu stöðunum og verið er að leggja lokahönd á tæknimálin á nýja staðnum. „Skól- inn verður síðan opnaður eftir áramót og við byrjum að kenna 11. janúar. Sá dagur er opinber flutningadagur og þá ganga nem- endur og kennarar fylktu liði af gamla staðnum á þann nýja,“ segir Kristín Hulda Sverrisdóttir. - gar Flutningar hafnir í nýbyggingar Háskóla Reykjavíkur í Nauthólsvík: Skrifborð á nýjum stað fyrir áramót KRISTÍN HULDA SVERRISDÓTTIR Allt er að verða tilbúið fyrir fyrstu flutningana í nýjar byggingar Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÆREYJAR Starfsfólki færeyska Lögþingsins í Þórshöfn var illa brugðið þegar það undirbjó þingfund í síðustu viku. Ástæð- an var sú að því tölvukerfi hússins var í lamasessi. Hvorki hljóðnemar né atkvæðahnappar virkuðu og svo fór að þingfundi var frestað. Ekkert hefur verið staðfest um orsakir þessa, en ónefnd- ur þingmaður segir við fær- eyska dagblaðið Sósíalinn að tölvustigamenn, eða hakkar- ar, hafi gert áhlaup á tölvukerfi löggjafarvaldsins. Þingið kom þó saman til fund- ar fyrir helgina. - kóþ Tölvuþrjótar herja á Færeyjar: Lögþingið var hakkað í spað

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.